Heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit

Gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit (pdf) á svæði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

1. gr.
Af starfsemi sem háð er starfsleyfi eða eftirliti Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, Efnalögum nr. 61/2013, lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir og lögum nr. 93/1995 um matvæli. Einnig er heimilt að innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari vegna þjónustu sem er í verkahring heilbrigðiseftirlits að veita skv. ofangreindum lögum.

2. gr.

  • Tímagjald fyrir þjónustu er kr. 13.600.
  • Gjald fyrir rannsókn á einu sýni skv. eftirlitsáætlun er kr. 17.500.
  • Gjald vegna heildarefnagreiningar neysluvatns er kr. 490.000.

 

Aðildarsveitarfélögin sjá um innheimtu eftirlitsgjalda vegna reglubundins eftirlits skv. viðauka með gjaldskrá þessari. Þar kemur jafnframt fram áætluð tíðni eftirlits.

Unnt er að sækja um lækkun gjalda ef starfsemi hefur haft samning við faggilta skoðunarstofu, hefur rekið vottað gæðakerfi eða hefur rekið innra eftirlit með starfsemi sinni sem heilbrigðisnefnd telur ganga lengra en reglur kveða á um. Ef heilbrigðisnefnd fellst á slíka lækkun er henni heimilt að draga úr eftirliti frá sama tíma.

Ef einungis hluti margþætts eftirlits með starfsemi fer fram er heimilt að lækka eftirlitsgjald sem því nemur.

Heilbrigðiseftirlitið gerir skrá yfir eftirlitsskylda starfsemi í samræmi við viðauka sem fylgir gjaldskrá þessari og sendir viðkomandi aðildarsveitarfélagi.

Þegar sami aðili rekur fleiri en eina tegund starfsemi á einum og sama stað er heimilt að innheimta eitt árlegt gjald. Þá er áætlaður tími fyrir hvorn fyrirtækjaflokk lagður saman en einungis eitt akstursgjald tekið enda sé eftirlitsferð samnýtt.

3. gr.
Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis sér um gjaldtöku vegna útgáfu leyfa og vottorða og vegna eftirlits umfram áætlun sem og þjónustuverkefna sem til falla.

  • Fyrir nýtt starfsleyfi eða eftir atvikum skráningu greiðast kr. 35.000 auk auglýsingakostnaðar og eftirlitsgjalds ef við á, heilbrigðisnefnd er jafnframt heimilt að innheimta reiknað tímagjald vegna vinnu við gerð sértækra starfsleyfisskilyrða vegna starfsemi sem fellur undir reglugerð nr. 785/1999.
  • Fyrir endurnýjun starfsleyfis greiðast kr. 28.000 auk auglýsingakostnaðar og eftirlitsgjalds ef við á.
  • Fyrir auglýsingu starfsleyfis á vef heilbrigðiseftirlits greiðast kr 13.600.
  • Fyrir önnur leyfi s.s. tóbaksleyfisgjöld greiðast kr. 35.000.
  • Fyrir vottorð og umsagnir skv. fyrirliggjandi gögnum greiðast kr. 25.000.
  • Fyrir húsnæðisskoðun greiðast kr. 35.000 en Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis er þó heimilt að lækka eða fella það niður. Fyrir ítarlega húsnæðisskoðunarskýrslu er greitt skv. tímagjaldi.
  • Fyrir markaðs og götusölu greiðist kr. 23.000 en Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis er þó heimilt að lækka eða fella það niður.

 

Sé raunkostnaður við rannsókn skv. reikningi frá rannsóknarstofu hærri en sem nemur gjaldi heilbrigðiseftirlits fyrir rannsókn skal innheimta raunkostnað að viðbættu 35% umsýslugjaldi og akstursgjaldi skv. útreikningi fjármálaráðuneytis ef ekki er unnt að samnýta ferðina.

Heilbrigðisnefnd er heimilt að fjölga tímabundið eftirlitsferðum umfram það sem fram kemur í eftirlitsáætlun ef nauðsyn krefur t.d. þegar nýr búnaður hefur verið tekin í notkun eða vegna kvartana. Nefndin innheimtir þá gjald eins og um þjónustuverkefni sé að ræða.

Starfsemi sem er eftirlitsskyld en er ekki á lista í viðauka greiðir eftirlitsgjald eins og um þjónustuverkefni sé að ræða.

Verk sem unnin eru skv. ákvæðum samþykkta settum samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir eru gjaldfærð eins og um þjónustuverkefni sé að ræða nema um annað hafi verið samið. Fyrir þjónustuverkefni er rukkað tímagjald.

Vegna beitingar þvingunarúrræða skv. VI. kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og XI laga nr. 92/1995 um matvæli með síðari breytingum skal heilbrigðisnefnd innheimta fyrir kostnaði eins og um aukin eftirlitsverkefni sé að ræða.

4. gr.
Heimilt er að fella starfsleyfi starfsemi úr gildi ef eftirlitsgjöld skv. 2. gr. eru ekki greidd að undangengnum tilhlýðilegum fresti. Séu gjöld skv. 3. gr. ekki greidd fellur starfsleyfið sjálfkrafa úr gildi. Sama á við ef starfsemi hefur ekki hafist einu ári frá útgáfu leyfi og ef starfsemi hefur legið niðri í tvö ár samfellt.

5. gr.
Gjalddagi gjalda samkvæmt 2. gr. og 3. gr. er útgáfudagur reiknings og eindagi 30 dögum siðar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga, auk áfallins innheimtukostnaðar.
Um innheimtu gjalda fer samkvæmt 12. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

6. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af aðildarsveitarfélögunum með heimild í 12 gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum, 21. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, 25. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli með síðari breytingum og. 8. gr. tóbaksvarnarlaga nr. 6/2002 með síðari breytingum. Gjaldskrá þessi öðlast gildi við birtingu og frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1080/2017 fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit á svæði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

Mosfellsbæ 28. mars 2019.

F.h. heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis,
Þorsteinn Narfason, framkvæmdastjóri.