Leikskólar Mosfellsbæjar og dagforeldrar - Tekjuviðmið 2021 vegna viðbótarniðurgreiðslu

Bæði gjöld til leikskóla og dagforeldra eru niðurgreidd og koma þær niðurgreiðslur fram í gjaldskrám.

Samkvæmt samþykkt um niðurgreiðslur er hægt að sækja um viðbótarniðurgreiðslur á grundvelli tekna og er þá miðað við brúttótekjur síðastliðinna þriggja mánaða.

Niðurgreiðslur eru annars vegar 40% af almennu niðurgreiddu gjaldi og hins vegar 20%.

Niðurgreiðslur eru ekki veittar af fæði.

Til þess að öðlast rétt til niðurgreiðslu og viðbótarniðurgreiðslu er horft til tekna foreldra, bæði einstaklinga og foreldra í sambúð, sem grundvallast á staðfestu staðgreiðsluyfirliti síðustu þriggja mánaða.

Foreldrar eða forráðamenn sem óska eftir niðurgreiðslum skulu sækja um þær á Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 20. dag mánaðar og skulu umbeðin gögn fylgja umsókn áður en hún er tekin til efnislegrar afgreiðslu. Niðurgreiðslurnar taka þá gildi næsta mánuð eftir að umsókn er afgreidd. Umsóknir eru ekki afturvirkar og endurnýja þarf þær árlega.

Árið 2021 eru tekjuviðmið eftirfarandi:

Einstæðir

  • 20% = 485.648 kr.
  • 40% = 404.708 kr.

Í sambúð

  • 20% =677.470 kr.
  • 40% = 566.590 kr.

 

Samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 9. desember 2020.
Gildir frá 1. janúar 2021.