Bókasafn Mosfellsbæjar 2020

Skírteini
Fyrir 6 ára (við upphaf skólagöngu) - 18 ára. 0
Fyrir 18-67 ára Mosfellinga og starfsmenn Mosfellsbæjar.
0
Fyrir 18-67 ára með lögheimili annars staðar en í Mosfellsbæ. 1.850 kr.
Fyrir 67 ára og eldri og öryrkja. 0
Glatað skírteini. 150 kr.
Vinsamlega athugið að bókasafsskírteini þarf að endurnýja árlega.  
   
Sektir  
Vanskil á bókum og tímaritum. 30 kr. á dag.

 
Ljósrit og útprentun  
Ljósrit, hámark 20 blöð. 30 kr. á blað.
Blöð til útprentunar. 30 kr. á blað.
Ljósrit, prentað báðum megin. 60 kr. á blað.
Ljósrit á A3. 60 kr. á blað.

 
Myndbönd og DVD diskar - Hámark 5 í senn
 
Kvikmyndir og barnaefni á DVD/VHS. Ókeypis í 4 daga.
Fræðslumyndir. Ókeypis í viku.
Vanskil á öllum DVD/VHS.
350 kr. á dag.
Aldurstakmark eins og tilgreint er á hylkjum.

   
Tónlist - Hámark 5 í senn
Geisladiskar eru lánaðir út í 14. daga.  
Vanskil á geisladiskum. 30 kr. á dag/disk.
   
Margmiðlunardiskar - Hámark 2 í senn
Lánaðir út í 14. daga.  
Vanskil á margmiðlunardiskum. 20 kr. á dag/disk.
   
Internet (aldurstakmark 15 ára)  
Aðgangur. 0
   
Annað  
Símtal 30 kr.
 

 

Gjaldskrá tekur gildi 01.01.2020.
Gjaldskrá samþykkt af bæjarstjórn 27.11.2019.

 

Gjaldtökuheimildir samkvæmt bókasafnslögum

Bókasöfnum er heimilt að innheimta gjöld fyrir þjónustu sína, svo sem útlánastarfsemi, millisafnalán, afritun, fjölföldun, ljósmyndun, sérfræðilega heimildaþjónustu, heimildaleit í gagnagrunnum og útlán á sérstökum safnkosti.

Hvert safn setur gjaldskrá um alla gjaldtöku að fengnu samþykki bókasafnsstjórnar eða yfirstjórnar stofnunar.

Umrædd gjöld skulu ekki vera hærri en raunkostnaður viðkomandi safns vegna þjónustunnar.

Bókasöfnum er heimilt að innheimta dagsektir fyrir afnot safnefnis fram yfir skilafrest og bætur fyrir safnefni sem glatast eða skemmist í meðförum notenda.

Hvert safn setur sér reglur um innheimtu dagsekta og bóta að fengnu samþykki bókasafnsstjórnar eða yfirstjórnar stofnunar.

Skal í þeim kveðið á um að dagsektir sem lagðar eru á hvern lánþega vegna tiltekins safnefnis, eða bætur sem innheimtar eru vegna þess, megi mest nema innkaupsverði viðkomandi efnis.

Sjá nánar: Lög nr. 150 28. desember 2012.