Sorphirða

1. gr.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leggur á sérstakt sorphirðugjald.

2. gr.
Sorphirðugjald skal lagt á allar íbúðir sem virtar eru fasteignamati. Einnig skal sorphirðugjald lagt á aukaíbúðir í húsum sem virtar eru fasteignamati sem óskiptar eignir.

Sorphirðugjald er ætlað að standa undir kostnaði við sorphirðu sorpeyðingu og urðun sorps ásamt kostnaðarhlutdeild við rekstur endurvinnslustöðva og grenndarstöðva.

Hægt er að óska eftir aukatunnu við hverja íbúð.

3. gr.
Sorphirðugjald vegna íbúðarhúsnæðis kr. 41.000,- og eru gjalddagar þess hinir sömu og gjalddagar fasteignagjalda.

Innifalið í því gjaldi er eitt grátt sorpílát fyrir óflokkað sorp auk blárrar endurvinnslutunnu fyrir pappír sem og sorphreinsun og sorpeyðing vegna þess.

Fyrir hvert aukasorpílát heimila er á sama hátt innheimt árlega, og fyrirfram, gjald eftir því sem hér segir:      

  • Fyrir 240 lítra gráa tunnu kr. 41.000,-
  • Fyrir 240 lítra bláa tunnu kr. 41.000,-                            
  • Fyrir 660 lítra gám kr. 82.000,-

Heimili sem óska eftir aukasorpíláti skulu beina ósk þar að lútandi til Þjónustuvers Mosfellsbæjar.

Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga auk áfallins innheimtukostnaðar.

Sorphirðugjald skal tryggt með lögveði í viðkomandi fasteign í tvö ár frá gjalddaga.

4. gr.
Þar sem sorphirða fer fram samkvæmt sérstakri þjónustubeiðni skal innheimta sorphirðugjalds vera samkvæmt reikningi, fyrir sannanlegum kostnaði.

Þar sem sorphirða er sérstaklega flókin og kostnaðarsöm skal heimilt að leggja á aukagjald fyrir sannanlegum kostnaði.

5. gr.
Gjaldskrá þessi var samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 773. fundi þann 9. desember 2020, með vísan til 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998 með síðari breytingum og 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Gjaldskráin öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá um sama efni nr. 1292/2019.

 

Samþykkt í bæjarstjórn Mosfellsbæjar, 9. desember 2020.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.

 

Nr. 1521/2020
B deild - Útgáfud.: 11. janúar 2021