Fasteignagjöld og útsvar 2020

Útsvarsprósenta árið 2020 er 14,48%.

 

Álagning fasteignagjalda í Mosfellsbæ 2020

Álagning fasteignagjalda byggir á gildandi fasteignamati allra fasteigna eins og það er í janúar ár hvert. Álagning fasteignagjalda fer fram á vegum fjármáladeildar Mosfellsbæjar sem einnig hefur umsjón með leiðréttingum, reikningagerð og innheimtu. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á 750. fundi sínum að álagning fasteignagjalda 2020 verði sem hér segir:

 

Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A - skattflokkur

Íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum.

 • Fasteignaskattur A = 0,207% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Vatnsgjald = 0,070% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Fráveitugjald = 0,105% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Lóðarleiga A = 0,316% af fasteignamati lóðar
 • Sorphirðugjald = kr. 29.725 pr. íbúð.

 

Fasteignagjöld stofnana: B - skattflokkur

Sjúkrastofnanir samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, skólar, heimavistir, leikskólar, íþróttahús og bókasöfn.

 • Fasteignaskattur B = 1,320% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Vatnsgjald = 0,070% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Fráveitugjald = 0,105% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Lóðarleiga B = 1,100% af fasteignamati lóðar.

 

Fasteignagjöld annars húsnæðis: C - skattflokkur

Aðrar fasteignir en falla undir A og B flokk t.d. verslanir, iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði.

 • Fasteignaskattur C = 1,585% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Vatnsgjald = 0,070% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Fráveitugjald = 0,105% af fasteignamati húss og lóðar.
 • Lóðarleiga = C 1,100% af fasteignamati lóðar.

 

Yfirlit yfir gildandi gjaldskrár Mosfellsbæjar má finna á mos.is/gjaldskrar.

 

Birting álagningar, gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda

Álagning er birt rafrænt á island.is og í Íbúagátt Mosfellsbæjar en jafnframt er hægt að óska eftir útprentuðum álagningarseðli í Þjónustuveri Mosfellsbæjar. Fasteignagjöld skiptast á níu gjalddaga frá 15. janúar til 15. september. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar. Greiðslu má inna af hendi með greiðsluseðlum, í heimabanka og í bönkum. Jafnframt er hægt að greiða fasteignagjöldin með beingreiðslum eða boðgreiðslum. Nánari upplýsingar um greiðslumöguleika fást í Þjónustuveri Mosfellsbæjar. Greiðsluseðlar eru almennt ekki sendir nema þess hafi verið óskað sérstaklega í gegnum Íbúagátt eða í Þjónustuveri.

 

Afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og fráveitugjaldi

Lækkunin er reiknuð sjálfkrafa í samvinnu við Þjóðskrá Íslands og Ríkisskattstjóra og stuðst við síðasta skattframtal. Afslátturinn er færður til lækkunar á fasteignagjöldum á álagningarseðli.

 

Tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega eru sem hér segir:

Tekjur einstaklinga 2018

 • 0 - 5.267.999 kr. = 100% afsl.
 • 5.268.000 - 5.591.999 kr. = 80% afsl.
 • 5.592.000 - 5.934.999 kr. = 60% afsl.
 • 5.935.000 - 6.299.999 kr. = 40% afsl.
 • 6.300.000 - 6.686.999 kr. = 20% afsl.

 

Tekjur samskattaðra einstaklinga 2018

 • 0 - 6.848.999 kr. = 100% afsl.
 • 6.849.000 - 7.269.999 kr. = 80% afsl.
 • 7.270.000 - 7.715.999 kr. = 60 afsl.
 • 7.716.000 - 8.189.999 kr. = 40% afsl.
 • 8.190.000 - 8.692.999 kr. = 20% afsl.