Fatlað fólk - Akstursþjónusta

1. gr.
Fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks á vegum Mosfellsbæjar skal greiða gjald sem nemur hálfu almennu fargjaldi Strætó bs., sem innheimt er af akstursaðila.

Fatlaðir nemendur í framhalds- eða háskóla eiga kost á nemakorti skv. gjaldskrá Strætó bs. Sótt er um nemakort hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar.

2. gr.
Hafi notandi með sér farþega greiðir notandi sama gjald fyrir hann. Hafi notandi með sér aðstoðarmann sem talið er nauðsynlegt að ferðist með notanda greiðir notandi ekkert fyrir hann.

3. gr.
Reglur þessar eru settar skv. 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Gjaldskrá þessi er sett skv. 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og öðlast þegar gildi.

Upphæð í gjaldskrá þessari gildir frá 1. janúar 2022.