Stuðningsþjónusta

1. gr.
Fyrir stuðningsþjónustu á vegum Mosfellsbæjar skal greiða gjald, sem nemur 1.952 kr. á klukkustund. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiði gjald sem nemur 900 kr. á klukkustund.

Gjaldskráin skal taka breytingum 1. janúar ár hvert í samræmi við breytingu á neysluvísitölu.

2. gr.
Undanþegnir gjaldskyldu vegna stuðningsþjónustu skulu þeir sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilífeyri/örorkulífeyri og óskerta tekjutryggingu.

Lífeyrisþegar greiða aldrei hærra gjald fyrir félagslega heimaþjónustu en sem nemur 75% af tekjum umfram lífeyri, eins og hann er skilgreindur hér að framan.

3. gr.
Fjölskyldunefnd er heimilt að gefa eftir hluta greiðslu fyrir veitta stuðningsþjónustu eða fella greiðslu alveg niður. Skal þá tekið tillit til efnahags og annarra aðstæðna.

4. gr.
Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og gildir frá 1. janúar 2012.

Upphæðir í gjaldskrá þessari, sem er samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar, gildir frá 1. janúar 2022.