Þjónusta stuðningsfjölskyldna samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga

1. gr.
Gjaldskrá þessi gildir vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna við börn sem unnið er með á grundvelli d. liðar 1. mgr. 24. gr. og 85. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 ásamt ákvæðum VI. kafla reglugerðar nr. 652/2004 um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga. Mosfellsbær greiðir stuðningsfjölskyldu þóknun fyrir hvern sólarhring sem barnið dvelur hjá fjölskyldunni.

Fjárhæð greiðslna er kr. 25.873 fyrir hvern sólarhring.

Greiðslur til stuðningsfjölskyldna eru skattaskyldar verktakagreiðslur en draga má frá kostnað samkvæmt reglum Ríkisskattstjóra sem fjölskyldusvið Mosfellsbæjar vísar á.

2. gr.
Upphæð í gjaldskrá þessari gildir frá og með 1. janúar 2022.