Fatlað barn - Stuðningsfjölskylda

1. gr.
Mosfellsbær greiðir stuðningsfjölskyldu fatlaðs barns þóknun fyrir hvern sólarhring sem barnið dvelur hjá fjölskyldunni. Greiðslur eru stigskiptar eftir umfangi fötlunar og umönnunarþörf. Þær styðjast við umönnunarmat frá Tryggingastofnun ríkisins og þá flokkun sem fram kemur í reglugerð þar að lútandi.(1)

Fjárhæð greiðslna er sem hér segir:

  • 1. fl.: Börn sem eru algerlega háð öðrum með athafnir daglegs lífs.
    Greiddar eru kr. 39.479 fyrir hvern sólarhring.
  • 2. fl.: Börn sem þurfa verulega aðstoð við athafnir daglegs lífs og gæslu.
    Greiddar eru kr. 30.551 fyrir hvern sólarhring.
  • 3. fl.: Börn sem þurfa minni aðstoð en skv. 1. og 2. fl. en þurfa eftirlit við athafnir daglegs lífs.
    Greiddar eru kr. 25.873 fyrir hvern sólarhring.

Greiðslur til stuðningsfjölskyldna eru skattaskyldar verktakagreiðslur en draga má frá kostnað samkvæmt reglum Ríkisskattstjóra sem fjölskyldusvið Mosfellsbæjar vísar á.

2. gr.
Gjaldskrá þessi gildir frá og með 1. janúar 2022.

 


 

1Reglugerð nr. 504/1997 um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra og langveikra barna.