Vatnsveita

1. gr. Vatnsgjald.
Af öllum fasteignum í Mosfellsbæ sem tengdar eru vatnsveitu Mosfellsbæjar, skal greiða vatnsgjald árlega til Mosfellsbæjar, nema sérstaklega sé um annað samið.

Almennt vatnsgjald skal vera 0,070% af fasteignamati mannvirkja og lóða. Gjalddagar almenns vatnsgjalds eru þeir sömu og bæjarstjórn ákveður hverju sinni vegna álagðra fasteignagjalda í sveitarfélaginu.

2. gr. Heimæðagjöld.
Gjald vegna heimæðagjalda skal vera sem hér segir:

 • 32 mm rör = 195.113 kr. án vsk.
 • 40 mm rör = 259.891 kr. án vsk.
 • 50 mm rör = 373.976 kr. án vsk.
 • 63 mm rör = 715.442 kr. án vsk.
 • 75 mm rör = 1.023.569 kr. án vsk.
 • 90 mm rör = 1.271.891 kr. án vsk.
 • 110 mm rör = 1.416.350 kr. án vsk.
 • 140 mm rör = 1.588.470 kr. án vsk.
 • 180 mm rör = 1.907.055 kr. án vsk.

Stærð heimæðar er ákvörðuð af Vatnsveitu Mosfellsbæjar í samræmi við ósk kaupenda um vatnsmagn í umsókn. Þar sem lengd heimæðar er styttri en 20 metrar gildir ofangreind verðskrá.

Fyrir hvern metra umfram 20 metra er heimilt að innheimta 1% af heimæðagjöldum viðkomandi málstærðar.

Óski húseigandi eftir færslu heimæða að nýjum tengipunkt greiðir hann heimæðagjöld að nýju.

Gjald vegna vatnsúðaheimæða er kr. 3.786.669 fyrir hverja heimæðarlögn.

Gjald vegna tengingar vinnuvatns er kr. 104.592 án vsk.

3. gr. Mælagjöld.
Gjald vegna rennslismæla skal vera sem hér segir/verð án vsk.:

Stærð mælis og verð kr./dag án vsk.:

 • 15 mm = 35,44 kr./dag án vsk.
 • 20 mm = 38,95 kr./dag án vsk.
 • 25 mm = 50,32 kr./dag án vsk.
 • 32 mm = 55,60 kr./dag án vsk.
 • 40 mm = 70,62 kr./dag án vsk.
 • 50 mm = 82,93 kr./dag án vsk.
 • 80 mm = 223,39 kr./dag án vsk.
 • 100 mm = 227,98 kr./dag án vsk.

4. gr. Graftrargjöld.
Gjald er lagt á vegna ídráttarröra, fleygunar og sprenginga. Vanti ídráttarrör eða ídráttarrör reynist ónothæft greiðist vegna skurðgraftar er gjaldið kr./lengdarmetra 9.334 án vsk.

Reynist nauðsynlegt að fleyga eða sprengja klöpp eða frost er í jörðu bætist eftirfarandi kostnaður við skurðgröft, sbr. 1. mgr., sem innheimtist eftir á.

 • Klaki/klöpp: Dýpt cm. < 30 =  3.514 kr./lengdarmetrar/án vsk.
 • Klaki/klöpp: Dýpt cm.  > 30 = 7.091 kr./lengdarmetrar/án vsk.

5. gr. Aukavatnsgjald.
Aukavatnsgjald til stórnotenda er kr./m³ 44,83 án vsk.

6. gr. Ábyrgð á greiðslu gjalda.
Vatnsgjald og heimæðargjald greiðist af hús- og íbúðareiganda og lóðarréttarhafa og bera þessir aðilar ábyrgð á greiðslu gjaldsins. Gjöldin eru tryggð með lögveðsrétti í fasteigninni næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði. Notkunargjald, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum má taka fjárnámi.

7. gr. Gildistaka.
Gjaldskrá þessi sem samþykkt var af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á 773. fundi þann 9. desember 2020, er sett með stoð í 10. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur og 11. gr. reglugerðar nr. 401/2005 reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga, og öðlast gildi við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi eldri gjaldskrá nr. 1291/2019.

 

Samþykkt í bæjarstjórn Mosfellsbæjar, 9. desember 2020.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.

 

Nr. 1522/2020
B deild - Útgáfud.: 11. janúar 2021