Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2021

Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum í Mosfellsbæ og/eða rökstuddum ábendingum um einstaklinga eða samtök listamanna sem hljóta nafnbótina Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2021. Þeir einir koma til greina við tilnefningu bæjarlistamanns sem hafa verið virkir í listgrein sinni og búið í Mosfellsbæ um tveggja ára skeið.

Bæjarlistamaður mun á því ári sem hann er tilnefndur í samvinnu við menningar- og nýsköpunarnefnd kynna sig og verk sín innan Mosfellsbæjar. Ennfremur mælist nefndin til þess að „Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar“ láti nafnbótina koma fram sem víðast, bænum og listamanninum til framdráttar. Auk nafnbótarinnar er bæjarlistamanni veittur menningarstyrkur og verður útnefning að vanda tilkynnt í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima.

Umsóknarfrestur rann út 1. júlí 2021.