Styrkir til náms, verkfæra og tækjakaupa

Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til fatlaðs fólks til náms eða verkfæra- og tækjakaupa vegna félagslegrar hæfingar og endurhæfingar skv. 25. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Skilyrði sem þarf að uppfylla til að eiga rétt á styrk eru:

  • Eiga lögheimili í Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi.
  • Hafa náð 18 ára aldri.
  • Hafa varanlega örorku og uppfylla skilyrði um fötlun samkvæmt 2. gr. laga nr. 38/2018.

Enn fremur þurfa að fylgja með umsókn frumrit af kvittunum vegna kaupa á þjónustu eða tækjum.

Úthlutun fer fram einu sinni á ári og fer upphæð styrkja eftir fjölda umsókna, þó er miðað við að styrkur hverju sinni fari ekki upp fyrir 70.000 kr. til hvers einstaklings.

Umsóknarfrestur rennur út 10. október 202.