Persónuvernd
Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 innleiddu ákvæði Evrópureglugerðar um persónuvernd (GDPR).
Vinnu lokið hjá Mosfellsbæ
Mosfellsbær hefur lokið vinnu við persónuverndarstefnu Mosfellsbæjar í samræmi við ákvæði laganna.

Persónuverndarfulltrúi
- Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir
- sirry[hja]mos.is
Sérfræðingur persónuverndarmála
- Hólmar Örn Finnsson, lögfræðingur
- personuvernd[hja]mos.is
Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa Mosfellsbæjar með því að senda tölvupóst á personuvernd[hja]mos.is eða hringja í síma 525-6700. Einnig er hægt að senda bréfpóst merktan persónuverndarfulltrúa til Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ.
Helstu breytingar með nýju persónuverndarlögunum
Réttur til gagnsæis
Ábyrgðaraðili þarf að geta veitt upplýsingum til skráðs aðila sem eru á skrá um þann aðila. Þessar upplysingar þurfa að vera veittar á skiljanlegu og aðgengilegu formi.
Réttur til að gleymast
Ábyrgðaraðili þarf að geta eytt upplýsingum um viðkomandi sé þess óskað ef upplýsinganna er ekki lengur þörf.
Réttur til að flytja gögn
Ábyrgðaraðili þarf að geta veitt einstakling upplýsingar um viðkomandi til flutnings, til dæmis ef einstaklingur er að flytja sig á milli þjónustuaðila. Ef það er tæknilega framkvæmanlegt skal það gert beint á milli ábyrgðaraðila.
Tilkynningar um öryggisbrot
Ef öryggisbrot verður við meðferð persónuupplýsinga þarf ábyrgðaraðili, eigi síðar en 72 tímum eftir að brotið er uppgötvað, að tilkynna það til Persónuverndar.
Persónuverndarfulltrúi
Lögin gera kröfu um að sérstakur persónuverndarfulltrúi verði skipaður. Sá aðili getur verið hvort sem er hjá ábyrgðaraðila eða vinnsluaðila og er hægt að miða umfang við umfang vinnslunnar hvað það varðar.
Sektir
Brot á þessum reglum geta varðað sektir allt að 20 milljón evrum eða 4% af árlegri heildarveltu fyrirtækisins á heimsvísu á næstliðnu fjárhagsári, hvort sem er hærra.
- Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vef Persónuverndar.