Starfsemi

Umsóknir

Umsóknir og eyðublöð vegna þjónustu á vegum Mosfellsbæjar.

Fjölskyldusvið

Undir fjölskyldusvið heyra barnaverndarmál, félagsþjónusta, félagsleg ráðgjöf og fjárhagsaðstoð. Einnig heyrir þar undir þjónusta við fatlað fólk og aldraða.

Fræðslu- og frístundasvið

Faglegt forystuafl í menntamálum, stefnumótun fyrir grunn- og leikskóla, tónlistarnám og fullorðinsfræðslu. Hefur eftirlit með starfsemi grunnskóla og leikskóla og leyfisveitingar til dagforeldra.

Umhverfissvið

Umhverfissvið annast umsýslu skipulags- og byggingarmála, rekstur og viðhald fasteigna Mosfellsbæjar, rekstur og viðhald gatnakerfis og veitna, að rafveitu undanskilinni en hún er í höndum Orkuveitu Reykjavíkur.

Þjónustu- og samskiptadeild

Þjónustu- og samskiptadeild Mosfellsbæjar annast alla almenna stjórnsýslu og þjónustu við íbúa, viðskiptavini, kjörna fulltrúa og nefndir bæjarins.

Fjármáladeild

Fjármáladeild sér m.a. um umsýslu fjármála bæjarins. Deildin sinnir bókhaldi, greiðslu reikninga, innheimtu fasteignagjalda auk annarra gjalda.

Mannauðsdeild

Mannauðsstjóri Mosfellsbæjar hefur yfirumsjón með launa- og mannauðsmálum Mosfellsbæjar og sinnir alhliða ráðgjöf um mannauðsmál til stjórnenda og starfsfólks.