Fjölskyldusvið

Hlutverk fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar er að annast  félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu, málefni barna og ungmenna, eldri borgara og fatlaðs fólks, húsnæðismál, aðstoð vegna áfengis- og fíkniefnavanda og vímuvarnir samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og reglum Mosfellsbæjar. 

Starfsmenn fjölskyldusviðs sjá um framkvæmd þjónustunnar.

Fjölskyldunefnd fer með málefni félagsþjónustu í umboði bæjarstjórnar. Nefndin fundar að jafnaði þriðja þriðjudag í mánuði.


Fjölskyldusvið er staðsett í Kjarna, Þverholti 2, á 3. hæð.

 

Starfsfólk

Framkvæmdastjóri

Stjórnandi barnaverndar

Félagsráðgjafi

Félagsráðgjafi

Félagsráðgjafi

Félagsráðgjafi

Verkefnastjóri á fjölskyldusviði

Stjórnandi félagsþjónustu

Ráðgjafi
  • Hildur Fransiska Bjarnadóttir
  • Símatími: Mið. kl.10:00-11:00
  • hildurf@mos.is

Ráðgjafi
  • Elva Hjálmarsdóttir.
  • Símatími: Mán. kl.10:00-11:00
  • elvah@mos.is

Forstöðumaður félagsstarfs aldraðra
  • Elva Björg Pálsdóttir
  • Símatími: Alla virka daga frá kl. 13:00-16:00
  • 586-8014 og 698-0090
  • elvab[hja]mos.is

Málaflokkar

Þjónusta

Trúnaðarmálafundur fjölskyldudeildar fjallar um beinar umsóknir þjónustu fjölskyldusviðs og afgreiðir þær í samræmi við reglur Mosfellsbæjar. Umsækjandi getur áfrýjað afgreiðslu fundarins til fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar. Þjónustan er endurgjaldslaus.

Fulltrúar fjölskyldunefndar og starfsmenn fjölskyldusviðs eru bundnir þagnarskyldu um einkamál þeirra sem sækja um fjárhagsaðstoð. Þagnarskyldan helst eftir að viðkomandi lætur af störfum.

Þjónusta fjölskyldusviðs er veitt í samræmi við:

og önnur lög eftir því sem við á hverju sinni.