Meginverkefni og hlutverk leikskólasviðs

Meginverkefni:

Fagleg og rekstrarleg umsjón og eftirlit með leikskólahaldi
Eftirlit og umsjón með nýbreytni, þróunarstafi og stefnumótun varðandi leikskólamál
Umsjón með endur- og símenntun og starfsþróun
Eftirlit með sérkennslu og sérstuðning í leikskólum
Upplýsingar og fræðsla til foreldra
Áætlana og skýrslugerð og önnur stjórnsýsla
Yfirumsjón með biðlista og úthlutun leikskólaplássa
Umsjón með daggæslu


Hlutverk

Hefur umsjón með öllu leikskólahaldi í Mosfellsbæ. Í því felst m.a. umsjón með uppeldisstarfinu, sérfræðiþjónustu, biðlistum og úthlutun plássa.
Hefur umsjón með átaks- og þróunarverkefnum sem skólaskrifstofa stendur fyrir, svo og endur - og símenntun. Veitir leikskólunum ráðgjöf og stuðlar að samstarfi þeirra við aðra skóla, s.s. grunn- og tónlistarskóla, með samræmingu og tengsl í huga.
Hefur umsjón og eftirlit með daggæslu barna í heimahúsum í Mosfellsbæ, veitir dagforeldrum ráðgjöf og sér um leyfisveitingu til þeirra.
Er ráðgefandi við bæjaryfirvöld um leikskólamál, sinnir erindum og hefur með höndum umsýslu er lýtur að leikskólum, gæsluvelli og dagmæðrum.

 

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar