Niðurgreiðslur vegna vistunar barna í leikskólum sem ekki eru reknir af Mosfellsbæ.

Reglur um niðurgreiðslur vegna vistunar barna í leikskólum sem ekki eru reknir af Mosfellsbæ. 


1. gr.
Mosfellsbær greiðir niður vistunarkostnað vegna barna í leikskólum sem hafa viðurkennt rekstrarleyfi til leikskólastarfs.

2. gr.
Greiðslur eru í samræmi við gjaldskrá sem samþykkt er af bæjarstjórn Mosfellsbæjar.

3. gr.
Um greiðslur vegna vistunar barna í leikskólum vegna flutnings milli bæjarfélaga á höfðuborgarsvæðinu gildir sérsamningur.

4. gr.
Einungis er greitt niður vegna þeirra barna sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ og eru einungis niðurgreitt í 11 mánuði ár hvert og fellur greiðsla niður í júlí.

5. gr.
Niðurgreiðsla er vegna þeirra barna sem falla undir skilgreiningu Mosfellsbæjar um leikskólaaldur. Samkvæmt innritunarreglum Mosfellsbæjar hefst leikskólaaldur við 2ja ára fæðingardag. Niðurgreiðsla til barna yngri en 2ja ár a eru skv. samþykkt um niðurgreiðslu vegna barna í daggæslu í heimahúsi.

6. gr.
Foreldrar/forráðamenn þurfa að sækja um niðurgreiðslu vegna leikskólagjaldanna á þar til gerðum eyðublöðum við upphaf vistunar.

7. gr.
Greiðsla hefst til rekstraraðila í kjölfar þess mánaðar sem móttaka umsóknar berst Mosfellsbæ, að því tilskyldu að öllum öðrum skilyrðum sem fram koma í þessum reglum sé fullnægt.

8. gr.
Rekstraraðilar leikskóla þurfa að senda staðfestingu þess sveitarfélags sem viðkomandi leikskóli er staðsettur í og eftirlitsaðila á rekstrarleyfinu. Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar áskilur sér rétt til að afla upplýsinga um rekstrar aðila hjá eftirlitsaðila.

9. gr.
Rekstraraðili sendir reikning til Mosfellsbæjar og innheimtir niðurgreiðsluna. Reikningar skulu berast með reglulegum hætti á því fjárhagsári sem að á leikskóladvöl stendur, þó má síðasti reikningur berast í janúar árið eftir. Með reikningi skal fylgja staðfest undirskrift foreldra um vistun barnsins í viðkomandi leikskóla fyrir hvern mánuð.

10. gr.
Rekstraraðili leikskóla ber að tilkynna Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar þegar barn sem hefur fengið niðurgreiðslu á leikskólagjöldum hættir í leikskólanum 

Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar