Starfsreglur leikskóla Mosfellsbæjar um úthlutun tíma til sérkennslu eða sérstuðnings

Í lögum um leikskóla nr. 90/2008, 22.gr. segir: „Börn sem þurfa sérstaka aðstoð og þjálfun, að mati viðurkenndra greiningaraðila, eiga rétt á slíkri þjónustu innan leikskólans. Þjónusta þessi skal fara fram undir handleiðslu sérfræðinga samkvæmt ákvörðun leikskólastjóra og sérfræðiþjónustu skv. 2
1. gr. í samráði við foreldra.“

Markmið með sérkennslu/sérstuðningi í leikskólanum er að tryggja að börn með þroskahamlanir fái þá sérstöku aðstoð sem þau þurfa á að halda og geti þannig nýtt sér leikskóladvölina á sem bestan hátt.

Reglur um úthlutun sérkennslu / sérstuðningstíma.

  1. Beiðni um athugun á þroska barna, stuðning við börn , deild eða leikskóla þarf að berast á erindisblaði til Skólaskrifstofu frá leikskólastjóra. Samþykki foreldra/forráðamanna skal liggja fyrir þegar um einstaklingsmál er að ræða. Leikskólafulltrúi ásamt leikskólastjóra og sérfræðingi Skólaskrifstofu fara yfir fyrirliggjandi gögn og eiga samráð um frekari athuganir á barni eða aðstæðum.

  2. Ábyrgðaraðili / sérfræðingur leggur mat á þroska og / eða metur aðstæður í leikskóla í samvinnu við leikskólakennara / leikskólastjóra.

  3. Samráðsfundur leikskólastjóra, leikskólafulltrúa og sérfræðinga á Skólaskrifstofu gerir tillögu að tímafjölda og annarri aðstoð.

  4. Leikskólafulltrúi í samvinnu við leikskólastjóra gengur úr skugga um fjárhagsheimildir vegna aukins tímafjölda og gerir ráðstafanir, ef ekki hefur verið áætlað fyrir útgjöldum.

  5. Staðfesting á úthlutun sérkennslu / sérstuðningi er send út til leikskóla sem upplýsa foreldra og starfsfólk um fyrirhugaða sérkennslu/stuðning 

Fræðslu- og menningarsvið
Skólaskrifstofa