Mannauðsdeild

Mannauðsstjóri Mosfellsbæjar hefur yfirumsjón með launa- og mannauðsmálum Mosfellsbæjar og sinnir alhliða ráðgjöf um mannauðsmál til stjórnenda og starfsfólks. Hann stýrir stefnumótandi verkefnum eins og gerð og eftirfylgni við mannauðsstefnu, velferðastefnu og starfsmannahandbókar. 

Mannauðsstjóri hefur einnig umsjón með framkvæmd ýmissa mannauðstengdra mála svo sem ráðningum, starfsþróunarsamtölum, símenntunaráætlunum og vinnuumhverfismálum.

Launadeild

Launadeild og mannauðsstjóri hafa yfirumsjón með kjarasamningum, launaafgreiðslu, mannauðsupplýsingakerfum, starfsþróunaráætlunum, starfsmannakönnunum, stjórnendafræðslu og túlkun vinnuréttar, mannauðsstjórnun, mannauðsráðgjöf, stefnumótun, útfærslu og eftirliti.

Fyrirspurnir til launadeildar:Mannauðsstjóri

Sérfræðingur í mannauðsdeild

Persónuverndarfulltrúi

Deildarstjóri launadeildar

Launafulltrúi

Launafulltrúi