Framkvæmdaheimild

Umsókn um heimild vegna tímabundinna viðburða/framkvæmda.

UPPLÝSINGAR UM UMSÆKJANDA
UPPLÝSINGAR UM TENGILIÐ UMSÓKNAR
Um hvað er sótt
Hvar / staðsetning
Vegna framkvæmda
Vegna viðburða
Tímalengd leyfis (Dags. og tími):
Atburður eða framkvæmd
Kort er sýnir staðsetningu

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Framkvæmdaheimild

Heimild þessi er veitt til tímabundinnar lokunar eða takmörkunar á umferð gatna/stíga eða athafna á opnumsvæðum vegna viðburða, lagnaframkvæmda eða annarra framkvæmda til þess að tryggja öryggi vegfarenda, framkvæmdaaðila, verkamanna að störfum eða vinnuvéla. 

Athugið að aðeins er um  að ræða heimild til athafna/framkvæmda á landi í eigu Mosfellsbæjar eða götum/stígum sem eru í umsjá sveitarfélagsins.

Umsækjanda er kunnugt um neðangreint og samþykkir með umsókn sinni:

Leyfishafi skal eftir atvikum haga vinnu sinni og öllum merkingum þannig að öryggi akandi, gangandi og hjólandi vegfarenda verði sem best tryggt og vísast í þessu sambandi m.a. til

Leyfishafi skal tryggja að vegfarendum (akandi, gangandi eða hjólandi) stafi ekki hætta af framkvæmdunum, tafir á umferð verði í lágmarki og framkvæmdum ljúki á tilsettum tíma.

Sýnist lögreglu að um vanmerkingar sé að ræða eða að leyfishafi hefur ekki staðið að framkvæmdunum sem skyldi, getur hún krafist  tafarlausra úrbóta eða látið framkvæma úrbætur á kostnað leyfishafa.

Leyfishafa ber að tilkynna til Strætó.bs um fyrirhugaðar framkvæmdir ef þær eru á leiðum strætisvagna. Jafnframt ber að tilkynna til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ef um lokun gatna er að ræða.

Ef ástæða þykir til skal einnig tilkynna Neyðarlínunni 112 um lokun gatna.

Leyfishafi skuldbindur sig til að ganga frá því landi og mannvirkjum sem raskað verður vegna framkvæmdanna  í sama ásigkomulagi og var fyrir rask, s.s. endursteypa gangstéttir, endurmalbika, leggja hellur að nýju og lagfæra yfirborð opinna svæða og gróin svæði.

Leyfishafi ber  ábyrgð á  tjóni sem þriðji aðili kann að verða fyrir vegna framkvæmda sem umsókn þessari fylgir og leyfi á grunni hennar nær til.