Bæjarstjórn

Bæjarstjórn og kjörnir fulltrúar

Bæjarstjórn fer með stjórn bæjarins samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sitja bæjarfulltrúar sem sækja umboð sitt til kjósenda á fjögurra ára fresti.

Hlutverk bæjarstjórnar er að móta stefnu bæjarins í hinum ýmsu málaflokkum í víðu samhengi og í því sambandi að setja nauðsynlegar reglur og samþykktir. Bæjarstjórn fer með yfirstjórn stofnana og fyrirtækja á vegum sveitarfélagsins og hefur æðsta vald varðandi starfsmannaráðningar sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja í samræmi við Sveitarstjórnarlög nr. 138/2011.

Með meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar kjörtímabilið 2018-2022 fara fulltrúar D lista og V lista.

 

Fundir bæjarstjórnar

Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag (þó ekki á sumrin), í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi.

Dagskrá funda er auglýst í Þjónustuveri, á jarðhæð í Kjarna og á vef Mosfellsbæjar.

Næstu fundir

  • 30.09.2020
  • 14.10.2020
  • 28.10.2020
  • 11.11.2020
  • 25.11.2020
  • 09.12.2020

Streymi og upptökur af fundum

Streymi og upptökur frá fundum eru á YouTube rás Mosfellsbæjar.

Eldri upptökur

Kjörnir fulltrúar

Bæjarfulltrúar

 

Varabæjarfulltrúar

Starfsfólk 

Fjárhagslegir hagsmunir

Reglur og samþykktir