COVID-19 faraldurinn - upplýsingar um þjónustu og mikilvægar tilkynningar / Changes in service and important notices

Rýmri samkomutakmarkanir taka gildi 7. september

Nálægðarreglu verður breytt úr 2 metrum í 1 metra og hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman fer úr 100 manns í 200 þegar nýjar reglur um takmarkanir á samkomum taka gildi 7. september. Þetta er meginefni nýrrar reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum. Breytingarnar eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.

Aðrar breytingar á samkomutakmörkunum sem verða með reglugerðinni eru þessar:

 • Hámarksfjöldi á sund- og baðstöðum og líkamsræktarstöðvum fer úr helmingi af leyfilegum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi í 75%.
 • Íþróttir, sviðslistir og önnur menningarstarfsemi getur farið fram þrátt fyrir 1 metra reglu, þ.e. snertingar eru þar heimilar. Um áhorfendur fer eftir almennum reglum um 1 metra og 200 manns í rými.

Opnunartími vínveitingastaða verður áfram takmarkaður við til kl. 23.00.

Reglugerð heilbrigðisráðherra hefur verið send Stjórnartíðindum til birtingar og tekur sem fyrr segir gildi mánudaginn 7. september.

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:

 


 

Ný auglýsing um takmörkun á samkomum vegna Covid-19 tekur gildi 28. ágúst

Á miðnætti í kvöld eða þann 28. ágúst 2020 tekur gildi ný auglýsing á takmörkunum á samkomum vegna Covid-19.

Fjöldatakmarkanir verða áfram miðaðar við hámark 100 einstaklinga í sama rými. Börn fædd árið 2005 og síðar teljast ekki með.

Þær breytingar sem helst má nefna eru gerðar á 2 metra reglunni sem felst í því að rekstraraðliðar skuli tryggja að hægt sé að tryggja 2 metra milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Þá eru íþróttir almennt leyfðar og munu líkamsræktarstöðvar fylgja sömu reglum og sund- og baðstaðir þ.e. að gestir mega aldrei vera fleiri en sem nemur helmingi eða minna af hámarksfjölda gesta.

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:

Landlæknir hefur birt útskýringu sóttvarnarlæknis á nálægðartakmörkunum vegna Covid-19 (pdf).

 


Ný auglýsing um takmörkun á samkomum vegna Covid-19

Mosfellsbær vekur athygli á nýrri auglýsingu heilbrigðisráðuneytisins um takmarkanir á samkomum vegna Covid-19 sem gildir frá 28. ágúst til 10. september.

Fjöldatakmarkanir verða áfram miðaðar við hámark 100 einstaklinga í sama rými. Börn fædd árið 2005 og síðar teljast ekki með.

Þær breytingar sem helst má nefna eru gerðar á 2 metra reglunni sem felst í því að rekstraraðliðar skuli tryggja að hægt sé að tryggja 2 metra milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Þá eru íþróttir almennt leyfðar og munu líkamsræktarstöðvar fylgja sömu reglum og sund- og baðstaðir þ.e. að gestir mega aldrei vera fleiri en sem nemur helmingi eða minna af hámarksfjölda gesta.

Auglýsingin tekur ekki til skólastarfs þar sem fjallað var sérstaklega um skólastarf í auglýsingu frá 21. ágúst sl.

 

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:

 


Breyttar reglur um takmörkun á samkomum taka gildi 14. ágúst

Samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi 14. ágúst verða reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum rýmkaðar og sömuleiðis í íþróttum. Að öðru leyti gildir áfram meginreglan um 2 metra nálægðarmörk. Við aðstæður þar sem eðli starfsemi krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tveggja 2 metra og í almenningssamgöngum þar sem ferð varir í 30 mínútur eða lengur skal nota andlitsgrímu. Hjúkrunarheimilum, öðrum heilbrigðisstofnunum og sambærilegum stofnunum er gert skylt að setja reglur um starfsemi sína, svo sem um heimsóknir utanaðkomandi að heimilum og stofnunum. Fjöldatakmörk miðast áfram við 100 manns að hámarki. Eins og fram kemur í auglýsingu ráðherra er rík áhersla lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og almennar smitvarnir með tíðum og reglubundnum þrifum þar sem fólk kemur saman.

Þær breytingar sem verða með nýrri auglýsingu um takmörkun á samkomum eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem fram koma í minnisblaði hans til ráðherra frá 11. ágúst síðastliðnum.

Nálægðartakmörkun í framhalds- og háskólum

Í framhalds- og háskólum verður heimilt að hafa 1 metra á milli einstaklinga án þess að andlitsgrímur séu notaðar. Þar skal sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti minnst einu sinni á dag og áhersla skal lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

Nálægðartakmörkun í íþróttum

Þrátt fyrir meginregluna um 2 metra nálægðartakmörkun verða snertingar heimilar milli íþróttafólks á æfingum og í keppnum. Aftur á móti skal virða 2 metra regluna í búningsklefum og á öðrum svæðum utan keppni og æfinga. Aðrir, meðal annars þjálfarar, starfsmenn og sjálfboðaliðar, skulu ávallt virða 2 metra regluna. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands skal setja sérsamböndum sínum nánari reglur í samráði við sóttvarnalækni, meðal annars um einstaklingsbundnar sóttvarnir, sótthreinsun búnaðar, framkvæmd æfinga og keppna.

Andlitsgrímur

Við aðstæður þar sem skylt er að nota andlitsgrímur líkt og skilgreint er í auglýsingunni skal aðeins nota grímur sem uppfylla kröfur evrópsku staðlasamtakanna (CEN) og hefur sóttvarnalæknir jafnframt sett nánari leiðbeiningar þar að lútandi.

Börn

Börn fædd árið 2005 eða síðar eru áfram undanskilin ákvæðum 3. gr. auglýsingarinnar sem snúa að fjöldatakmörkun og 4. gr. um almenna nálægðartakmörkun.

Breytingarnar sem hér um ræðir snúa einungis að takmörkunum á samkomum vegna farsóttar innanlands, en gildandi auglýsing fellur úr gildi 14. ágúst. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er einnig fjallað um mögulegar breytingar á fyrirkomulagi vegna skimana á landamærum. Gildandi reglugerð hvað það varðar gildir til 15. september.


Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:

 


 

Notum rafrænar þjónustuleiðir

Mosfellsbær leggur áfram áherslu á að hvetja viðskiptavini sína til að nýta rafrænar þjónustuleiðir eins netspjall og tölvupóst í eins ríku mæli og unnt er vegna Covid-19. Önnur gögn en teikningar vegna bygginga er unnt að setja í póstkassa merktum Mosfellsbæ í andyri turnsins í Kjarna Þverholti 2.

Virðum 2 metra regluna og hugum að sóttvörnum.

 


 

Viðbragðsstaða vegna Covid-19

Í kjölfar ákvörðunar yfirvalda um hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi frá og með hádegi 31. júlí 2020 hefur sveitarfélagið farið yfir þjónustu sína í samræmi við viðbragðsáætlanir. Þjónusta sveitarfélagsins helst í megindráttum óbreytt en vinnulag verður sniðið að nýjum samkomutakmörkunum.

Starfsmenn eru hvattir til að huga vel að sínum einstaklingbundnu sóttvörnum og stjórnendur hafa yfirfarið sóttvarnir á starfsstöðum. Þá hafa sérstakar leiðbeiningar verið útbúnar vegna starfsfólks sem er að koma til vinnu erlendis frá til að draga úr smithættu.

Til að vernda viðkvæma hópa hefur velferðarsvið takmarkað fjölda gesta til íbúa eins og hægt er. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar til aðstandenda íbúa á hjúkrunarheimilum, í þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara, íbúðakjörnum og sambýlum fyrir fatlað fólk. Starfseiningum verður ekki lokað né þjónusta skert þjónustu að svo búnu, svo sem í félagsstarfi aldraðra og mötuneytum en gætt verður vel að 2ja metra reglunni og fjöldatakmarkanir virtar. Starfsemi safna helst að mestu óbreytt en þó gætt að fjöldatakmörkunum og 2ja metra reglunni.

Sundlaugarnar verða opnar með takmörkunum. Ekki mega fleiri en 100 manns vera í hverju rými og halda skal 2ja metra fjarlægð. Merkingar um fjöldatakmarkanir verða settar upp við potta og gufur og sótthreinsunarspritt haft aðgengilegt. Opnunartímar haldast óbreyttir.

Við erum í er í viðbragðsstöðu og mun grípa til viðeigandi ráðstafana í samráði við almannavarnir og sóttvarnarlækni eftir þörfum.

 


 

Alert level due to COVID-19

In light of stricter disease prevention measures ordered by the authorities, which will come into effect at noon on July 31, the municipality has reviewed its services in accordance with the relevant response plan. The municipality’s services remain mostly unchanged while work procedures will be adjusted to fit new social distancing limits.

Employees are encouraged to practice individual disease prevention and managers have reviewed protocols in workstations. Furthermore, special guidelines have been prepared for staff members returning to work after trips abroad to minimise risk of infection.

Visits to inhabitants have been restricted to protect vulnerable groups. Guidelines have been issued to the families of residents in nursing homes, service apartments for the elderly, as well as the residents in apartments and group homes for people with disabilities. Operating units will not be closed nor will services be limited at this time as regards social activities for the elderly and canteens. However, the 2 m distance rule will be in place and number of people restrictions respected.

The operations of museums will remain mostly unchanged except for people restrictions and the 2 m rule.

Swimming places will be open with restrictions. No more than 100 people are allowed in each space and the 2 m rule is mandatory. Signs on restrictions to the number of people will be put up next to hot tubs and saunas and hand sanitiser will be accessible. Opening hours will remain the same.

We are on alert and will take the appropriate measures as needed, in cooperation with civil protection services and the chief epidemiologist. 

 


 

Stan podwyższonej gotowości z powodu Covid-19

W następstwie decyzji władz o zaostrzeniu środków zapobiegających zakażeniom, wchodzącej w życie od godz. 12.00, dnia 31 lipca 2020 roku, zarząd gminy zweryfikował jej działalność usługową adekwatnie do planów reagowania. Usługi gminy będą świadczone, w większości bez zmian, jednak metody pracy zostaną dopasowane do nowych ograniczeń w ilości osób.

Zachęca się pracowników do stosowania środków ochrony indywidualnej. Kierownicy placówek zweryfikowali środki zapobiegania zakażeniom w miejscach pracy. W celu zmniejszenia zagrożenia zarażeniem, wydano specjalne instrukcje dla pracowników przyjeżdżających z zagranicy.

W celu ochrony osób z grup podwyższonego ryzyka, Wydział ds. Opieki wprowadził maksymalne ograniczenia w ilości gości odwiedzających mieszkańców. Odpowiednie instrukcje zostały przekazane osobom bliskim osób mieszkających w domach opieki, ośrodkach socjalnych, domach dla osób starszych, domach dla osób niepełnosprawnych. Placówki te nie będą zamknięte i nie zostaną ograniczone ich usługi, takie jak zajęcia dla seniorów i stołówka. Zostaną jednak zachowane ograniczenia w ilości osób oraz utrzymana odległość dwóch metrów.

Działalność muzeów pozostanie, w większości bez zmian należy jednak zachować ograniczenia ilości osób oraz zachować odległość dwóch metrów.

Baseny pozostaną otwarte z ograniczeniami. W pomieszczeniach nie może przybywać więcej niż 100 osób i należy zachować odległość dwóch metrów. Przy basenach i saunach zostaną umieszczone informacje o dopuszczalnej ilości osób. Dostępne będą środki do dezynfekcji. Godziny otwarcia pozostają bez zmian.

Jesteśmy w stanie podwyższonej gotowości i w razie potrzeby zastosujemy odpowiednie środki przy współpracy ze służbami obrony cywilnej i epidemiologiem.

Informacje będą przekazywane na stronie w językach polskim i angielskim.

 


 

Ekki grímuskylda í Strætó á höfuðborgarsvæðinu

Leiðbeiningar um grímunotkun í Strætó.

 • Það er ekki grímuskylda í Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
 • Mælt er með því að viðskiptavinir geti sett upp grímu ef vagninn er þétt setinn og erfitt verður að halda 2 metra fjarlægð. Það er einnig mælt með grímunotkun fyrir fólk sem er í áhættuhópum.
 • Það er grímuskylda um borð í landsbyggðarvögnum Strætó.
 • Leiðbeiningar landlæknis um grímunotkun (pdf). 
 • Börn fædd árið 2005 og yngri eru með undanþágu frá grímunotkun.
 • Viðskiptavinir Strætó eru ábyrgir fyrir því að útvega sér eigin andlitsgrímum.
 • Minnum alla viðskiptavini á að passa upp á hreinlæti og nota ekki almenningssamgöngur ef grunur leikur á smiti.


Þessi tilmæli taka gildi frá og með 1. ágúst.

Strætó biður almenning afsökunar á þeirri upplýsingaóreiðu sem myndaðist í kringum leiðbeiningar um grímunotkun.

 


Hertar aðgerðir innanlands og á landamærum frá hádegi 31. júlí

Á hádegi þann 31. júlí næstkomandi taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 sem standa í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt.

Um aðgerðir innanlands frá 31. júlí:

 • Takmörkun á fjölda sem kemur saman miðast við 100 einstaklinga. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin.
 • Hvar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi verði viðhöfð sú regla að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga.
 • Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga er krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur. Andlitsgrímur sem notaðar eru utan heilbrigðisþjónustu ættu að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leiðbeiningum sóttvarnalæknis.
 • Vinnustaðir, opinberar byggingar, verslanir og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi skipuleggi starfsemi sína í samræmi við ofangreint og tryggi að ekki séu fleiri en 100 einstaklingar í sama rými og að í minni rýmum séu ekki fleiri en svo að hægt sé að tryggja 2 metra fjarlægð milli einstaklinga.
 • Verslanir, opinberar byggingar og þjónustufyrirtæki sem eru opin almenningi tryggi aðgang að handsótthreinsi fyrir almenning og starfsmenn við innganga og í grennd við yfirborð sem margir snerta s.s. snertiskjái og afgreiðslukassa, sinni vel þrifum og sótthreinsun yfirborða eins oft og unnt er og minni almenning og starfsmenn á einstaklingsbundnar sóttvarnir með merkingum og skiltum.
 • Sundlaugar og veitingastaðir tryggi að gestir geti haft 2 metra bil á milli sín í öllum rýmum með fjöldatakmörkun í samræmi við stærð hvers rýmis.
 • Sóttvarnalæknir leggur til að starfsemi sem í eðli sínu felur í sér að gestir noti sameiginlegan búnað s.s. íþróttastarf, líkamsræktarstöðvar, spilakassar og spilasalir geri hlé á starfsemi eða sótthreinsi slíkan búnað milli notenda.
 • Sóttvarnalæknir leggur til að söfn, skemmtistaðir og aðrir opinberir staðir geri hlé á starfsemi sé ekki hægt að tryggja að farið sé eftir fjöldatakmörkun eða að bil milli ótengdra aðila sé yfir 2 metrum.
 • Opnunartími skemmti- og vínveitingastaða verður áfram til kl. 23:00.

 

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:

 


Heimkomusmitgátt vegna COVID-19

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnarlæknis, að frá og með 13. júlí 2020 skuli þeir sem eru búsettir hér á landi eða eru íslenskir ríkisborgarar og hafa valið að fara í sýnatöku við komuna til landsins viðhafa svokallaða heimkomusmitgát í fimm daga eða þar til niðurstöður úr síðari sýnatöku liggja fyrir. Er þetta gert til að minnka líkurnar á að röng niðurstaða á prófi á landamærum geti leitt til stærri hópsmita á Íslandi.

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:Heimasóttkví

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út myndband um heimasóttkví.


Tilslakanir 15. júní

Þann 15. júní næstkomandi tekur gildi auglýsing heilbrigðisráðherra um frekari tilslökun á samkomubanni vegna COVID-19. Meginbreytingin felst í því að fjöldamörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Núgildandi takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva við 75% af leyfilegum hámarksfjölda falla jafnframt niður 15. júní. Aðrar breytingar verða ekki.

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:


 

Tilslakanir 25. maí 

Mánudaginn 25. maí verður allt að 200 manns heimilt að koma saman í stað 50 nú, heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði og öllum veitingastöðum, þar með töldum krám og skemmtistöðum, og einnig spilasölum, verður heimilt að hafa opið til kl. 23:00.

Hvatt er til þess að viðhalda tveggja metra nálægðarmörkum eftir því sem kostur er.

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:


 

Sundlaugar opna 18. maí 

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að heimila opnun sundlauga og baðstaða 18. maí. Fjöldi sundgesta er takmarkaður og rík áhersla lögð á hreinlæti og sóttvarnir. 

Fjöldi gesta verður miðaður við starfsleyfi viðkomandi laugar eða baðstaðar og er reglan sú að gestir mega aldrei vera fleiri en nemur helmingi hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd árið 2015 eða síðar teljast ekki með í gestafjölda.

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:


 

Samfélagssáttmáli – í okkar höndum

Tryggjum góðan árangur áfram og gerum samfélagssáttmála. Sáttmála sem gildir í vor og sumar og við munum öll virða.

Við erum öll almannavarnir – og verðum það áfram.


 

Þjónusta og starfsemi Mosfellsbæjar frá 4. maí 2020

Frá og með mánudeginum 4. maí 2020 verður í ljósi tilslakana á samkomubanni aftur venjulegur opnunartíma á Bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar:

- Mánudaga kl. 8:00-16:00.
- Þriðjudaga kl. 8:00-16:00.
- Miðvikudaga kl. 8:00-18:00.
- Fimmtudaga kl. 8:00-16:00.
- Föstudaga kl. 8:00-14:00.

Íbúar eru áfram hvattir til að nota rafrænar þjónustuleiðir eins og netspjall og tölvupóst, mos[hja]mos.is, í eins ríku mæli og hægt er eða hringja í Þjónustuverið í s. 525-6700.

Frá og með 4. maí verður skólahald leik- og grunnskóla verður með hefðbundnum hætti. Sama á við um starfsemi dagforeldra, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og aðra lögbundna þjónustu á leik- og grunnskólastigi.

Mælst er til þess að skólar og foreldrafélög skipuleggi ekki fjölmennarsamkomur og takmarki gestakomur í skólana, t.d. sveitaferðir og sumarhátíðir. Samkomur á vegum skóla geta farið fram utan hans en án fullorðinna gesta.

Fjöldatakmarkanir gilda um starfsmenn leik- og grunnskóla þ.e. 2 metra fjarlægð og hámarksfjöldi fullorðinna í hverju rými er 50.

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 er enn í gildi og því er mikilvægt að hafa í huga almennar sóttvarnarráðstafnir er enn í gildi bæði í skólum sem og annars staðar. Skólar eiga að fylgja sínum viðbragðsáætlunum varðandi möguleg smit.

Mikilvægt er að leggja áherslu á:
- Almenn þrif, sérstaklega algenga snertifleti.
- Aðgangur að sótthreinsandi vökva fyrir hendur sé hafður eins víða og talin er þörf á.

Frá og með 4. maí verður skólahald leik- og grunnskóla verður með hefðbundnum hætti. Sama á við um starfsemi dagforeldra, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og aðra lögbundna þjónustu á leik- og grunnskólastigi.

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 er enn í gildi og því er mikilvægt að hafa í huga almennar sóttvarnarráðstafnir er enn í gildi.

Mikilvægt er að leggja áherslu á:
- Almenn þrif, sérstaklega algenga snertifleti.
- Aðgangur að sótthreinsandi vökva fyrir hendur sé hafður eins víða og talin er þörf á.

Akstur frístundabíls og skólabíls er með eðlilegum hætti.

Kennsla með leik- og grunnskólabörnum með eðlilegum hætti. Æfingar fyrir leik- og grunnskólabörn með eðlilegum hætti. Sundlaug og íþróttamiðstöðvar lokaðar fyrir annarri starfsemi.

Íþróttastarf barna

 Tilslökunin tekur gildi 4. maí 2020 gildir til 1. júní, en aflétting eða framlenging á henni verður endurmetin af stjórnvöldum.

Fjöldatakmörkunin nær ekki til íþrótta- og æskulýðsstarfs barna á leik- og grunnskólaaldri. Íþrótta- og sundkennsla barna og ungmenna verður með hefðbundnum hætti, bæði út og inni.Æfingar og keppnir í skipulögðu íþróttastarfi barna og ungmenna (yngri en 16 ára) eru heimilar án áhorfenda, hvort heldur utan- eða innanhúss.

- Íþróttastarf barna (pdf).

 

Íþróttastarf fullorðinna

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar: Eru lokaðar almenningi.

Æfingar og keppnir: Æfingar og keppnir skipulagðs íþróttastarfs eru heimilar án áhorfenda með þeim takmörkunumað snertingar eru óheimilar og halda skal 2 metra bili á milli einstaklinga. Notkun á sameiginlegum búnaði, einkum þeim sem snertur er með höndum, skal haldið í lágmarki og ber að sótthreinsa hann á milli notkunar. Óheimilt er að nota búningsklefa, sturtuklefa og aðra inniaðstöðu aðra en íþróttasal og salernisaðstöðu.

Skipulagt íþróttastarf innandyra: Við skipulagt íþróttastarf innandyra mega ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman í einu rými, sem skal vera a.m.k. 800 m².

Skipulagt íþróttastarf utandyra: Við skipulagt íþróttastarf utandyra mega ekki fleiri en sjö einstaklingar æfa eða leika saman í hópi. Séu fleiri hópar við æfingar á sama svæði skal miða við að hver hópur hafi um 2.000 m² til umráða.

Sundæfingar: Sundæfingar eru heimilaðar fyrir allt að sjö manns í einu, hvort sem er inni eða úti, og notkun búnings- og sturtuaðstöðu eftir því sem þörf krefur

- Íþróttastarf fullorðinna (pdf).

 

Bókasafn Mosfellsbæjar og Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar verða opin frá og með 4. maí.

Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar til 1. júní 2020. Með fjöldasamkomum er átt við þegar fleiri en 50 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Þó mega ekki vera fleiri en svo í rými að 2 metrar geti verið á milli óskyldra aðila. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 50 einstaklingar inni í sama rými, kaffihúsum, og mötuneytum.

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 er enni í gildi og því mikilvægt er að hafa í huga almennar sóttvarnarráðstafnir er enn í gildi.

- Stofnanir, söfn og menningarhús sveitarfélaganna (pdf).

 

Félagsleg heimaþjónusta, heimsending á fæði og dagdvöl á Eirhömrum er með óbreyttu sniði eins og er. Hægt er að sækja um félagslega heimaþjónustu í Íbúagátt Mosfellsbæjar eða með því að hringja í Þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700.

Samkvæmt leiðbeiningum fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga sem taka gildi 4. maí er mælst til þess að félagsmiðstöðvar aldraðra virði áfram reglu um 20 manna hármarksfjölda. Áfram skuli gætt að handþvotti og sóttvörnum ásamt því að virða tveggja metra fjarlægðartakmarkanir.

Félagsstarfið getur því opnað en þó með miklum takmörkunum. 

 

Skipulagið verður eftirfarandi í maí mánuði:

Handavinnustofa Eirhömrum
- Aðeins 17 manns geta verið í rými félagsstarfsins í einu.
- Íbúar Eirhamra geta mætt í handavinnustofu á mánud. og miðvikud. frá kl. 13:00-16:00.
- Aðrir íbúar Mosfellsbæjar geta mætt á þriðjud. og fimmtud. kl. 13:00-16:00.

Fótaaðgerðarstofa og hárgreiðslustofa
- Þjónusta við íbúa Eirhamra er á mánudögum og miðvikudögum.
- Þjónusta við aðra íbúa Mosfellsbæjar er á þriðjudögum og fimmtudögum.

 

Lögð er áhersla á að skipta notendum velferðarþjónustu þar sem við á upp í svokallaða sóttvarnarhópa með það að markmiði að takmarka samneyti við fjölda fólks svo forðast megi veikinda margra, komi upp smit. Allt skipulagt hópastarf, námskeið og spilamennska fellur niður að minnsta kosti fram á haustið. Í maí verður ekkert kaffi í boði í handavinnustofu. Vonum að allir sýni þessu ástandi skilning og að við hjálpumst öll að. Við erum öll almannavarnir.

 

Áfram gilda almennar reglur: 
- Mikilvægi handþvotts og sóttvarna.
- Haldið 2ja metra fjarlægð á milli fólks.
- Takmarkið náið samneyti við ákveðinn fjölda fólks. Almenna reglan er að einstaklingar í sama sóttvarnahópi fái þjónustu á sama tíma. 

 

Athugið að ekki má koma í félagsstarf ef þátttakendur:
a) Eru í sóttkví.
b) Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
c) Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d) Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverk, þreytu, kviðverk, niðurgang o.fl.) 

Athugið: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur getur þurft að endurskoða leiðbeiningar á ný og ganga til baka í þrengra samkomubann.

Samkvæmt leiðbeiningum fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga sem taka gildi 4. maí er mælst til þess að félagsmiðstöðvar aldraðra virði áfram reglu um 20 manna hármarksfjölda. Áfram skuli gætt að handþvotti og sóttvörnum ásamt því að virða tveggja metra fjarlægðartakmarkanir.

Félagsstarfið getur því opnað en þó með miklum takmörkunum. 

 

Skipulagið verður eftirfarandi í maí mánuði:

Handavinnustofa Eirhömrum
- Aðeins 17 manns geta verið í rými félagsstarfsins í einu.
- Íbúar Eirhamra geta mætt í handavinnustofu á mánud. og miðvikud. frá kl. 13:00-16:00.
- Aðrir íbúar Mosfellsbæjar geta mætt á þriðjud. og fimmtud. kl. 13:00-16:00.

Fótaaðgerðarstofa og hárgreiðslustofa
- Þjónusta við íbúa Eirhamra er á mánudögum og miðvikudögum.
- Þjónusta við aðra íbúa Mosfellsbæjar er á þriðjudögum og fimmtudögum.

 

Lögð er áhersla á að skipta notendum velferðarþjónustu þar sem við á upp í svokallaða sóttvarnarhópa með það að markmiði að takmarka samneyti við fjölda fólks svo forðast megi veikinda margra, komi upp smit. Allt skipulagt hópastarf, námskeið og spilamennska fellur niður að minnsta kosti fram á haustið. Í maí verður ekkert kaffi í boði í handavinnustofu. Vonum að allir sýni þessu ástandi skilning og að við hjálpumst öll að. Við erum öll almannavarnir.

 

Áfram gilda almennar reglur: 
- Mikilvægi handþvotts og sóttvarna.
- Haldið 2ja metra fjarlægð á milli fólks.
- Takmarkið náið samneyti við ákveðinn fjölda fólks. Almenna reglan er að einstaklingar í sama sóttvarnahópi fái þjónustu á sama tíma. 

 

Athugið að ekki má koma í félagsstarf ef þátttakendur:
a) Eru í sóttkví.
b) Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
c) Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d) Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverk, þreytu, kviðverk, niðurgang o.fl.) 

Athugið: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur getur þurft að endurskoða leiðbeiningar á ný og ganga til baka í þrengra samkomubann.

Upplýsingar um þjónustu sem önnur sveitarfélög eða stofnanir utan Mosfellsbæjar veita til fatlaðs fólks sem er búsett í Mosfellsbæ má finna á vefsvæðum viðkomandi sveitarfélaga/stofnana.

Íbúar eru beðnir um að skila flokkuðu plasti í pokum frá heimilisúrgangi á grenndarstöðvar eða á endurvinnslustöðvar í Mosfellsbæ vegna tímabundinnar lokunar á vindflokkunarbúnaði Sorpu bs. sem hefur séð um flokkun á plasti í pokum úr almennu sorpi. Ástæðan er vegna mögulegra smithættu af völdum Covid-19 veirunnar. Þetta fyrirkomulag verður þar til ákvörðun hefur verið tekin um annað.

Yfirlýsingu Umhverfisstofnunar í heild sinni má sjá hér að neðan:
Umhverfisstofnun hefur eftir samráð við sóttvarnarlækni lagt til að flokkun úrgangs með loftblæstri verði hætt tímabundið til að draga úr smithættu vegna Covid-19 veirunnar. Það þýðir að ekki má nýta vindflokkara fyrir plast í pokum í móttöku- og flokkunarstöð SORPU á meðan þetta ástand varir. Um er að ræða búnað sem notaður er til að flokka plast í pokum frá heimilisúrgangi í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Íbúar í þeim sveitarfélögum sem skila plasti í pokum með heimilissorpi eru beðnir um að skila flokkuðu plasti á grenndarstöðvar eða á endurvinnslustöðvar þar til tilkynnt verður um annað.


Covid.is - vefur fyrir almenning

Á vefnum covid.is eru upplýsingar fyrir almenning um Covid-19 faraldurinn. Vefurinn er á vegum embættis Landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Ert þú búin(n) að sækja appið?

Við hvetjum alla sem eiga eftir að ná sér í smitrakninga appið að gera það núna.

Því fleiri sem sækja appið því betri og skilvirkari eru upplýsingarnar sem hægt er að vinna úr.

Vertu sterkur hlekkur í keðjunni – því við erum öll almannavarnir.

 


 

Neyðarstjórn Mosfellsbæjar

Neyðarstjórn Mosfellsbæjar er að störfum og fundar reglulega á meðan neyðarstig almannavarna vegna Covid-19 faraldursins er í gildi.

Á neyðarstigi er nauðsynlegt að forgangsraða verkefnum og verja grunnstoðir í þjónustu Mosfellsbæjar til að halda uppi nauðsynlegustu starfsemi.

 


 

Fréttir og tilkynningar um Covid-19

 


 

Staða barna við núverandi aðstæður í samfélaginu

Félagsmálaráðneytið hefur látið vinna myndband og birt á fésbókarsíðu sinni til að vekja fólk til vitundar um stöðu barna við þær aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu vegna Covid-19.