COVID-19 faraldurinn - upplýsingar um þjónustu og mikilvægar tilkynningar / Changes in service and important notices

Tilslakanir 25. maí 

Mánudaginn 25. maí verður allt að 200 manns heimilt að koma saman í stað 50 nú, heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði og öllum veitingastöðum, þar með töldum krám og skemmtistöðum, og einnig spilasölum, verður heimilt að hafa opið til kl. 23:00.

Hvatt er til þess að viðhalda tveggja metra nálægðarmörkum eftir því sem kostur er.

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:


 

Sundlaugar opna 18. maí 

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að heimila opnun sundlauga og baðstaða 18. maí. Fjöldi sundgesta er takmarkaður og rík áhersla lögð á hreinlæti og sóttvarnir. 

Fjöldi gesta verður miðaður við starfsleyfi viðkomandi laugar eða baðstaðar og er reglan sú að gestir mega aldrei vera fleiri en nemur helmingi hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd árið 2015 eða síðar teljast ekki með í gestafjölda.

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:


 

Samfélagssáttmáli – í okkar höndum

Tryggjum góðan árangur áfram og gerum samfélagssáttmála. Sáttmála sem gildir í vor og sumar og við munum öll virða.

Við erum öll almannavarnir – og verðum það áfram.


 

Þjónusta og starfsemi Mosfellsbæjar frá 4. maí 2020

Frá og með mánudeginum 4. maí 2020 verður í ljósi tilslakana á samkomubanni aftur venjulegur opnunartíma á Bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar:

- Mánudaga kl. 8:00-16:00.
- Þriðjudaga kl. 8:00-16:00.
- Miðvikudaga kl. 8:00-18:00.
- Fimmtudaga kl. 8:00-16:00.
- Föstudaga kl. 8:00-14:00.

Íbúar eru áfram hvattir til að nota rafrænar þjónustuleiðir eins og netspjall og tölvupóst, mos[hja]mos.is, í eins ríku mæli og hægt er eða hringja í Þjónustuverið í s. 525-6700.

Frá og með 4. maí verður skólahald leik- og grunnskóla verður með hefðbundnum hætti. Sama á við um starfsemi dagforeldra, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og aðra lögbundna þjónustu á leik- og grunnskólastigi.

Mælst er til þess að skólar og foreldrafélög skipuleggi ekki fjölmennarsamkomur og takmarki gestakomur í skólana, t.d. sveitaferðir og sumarhátíðir. Samkomur á vegum skóla geta farið fram utan hans en án fullorðinna gesta.

Fjöldatakmarkanir gilda um starfsmenn leik- og grunnskóla þ.e. 2 metra fjarlægð og hámarksfjöldi fullorðinna í hverju rými er 50.

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 er enn í gildi og því er mikilvægt að hafa í huga almennar sóttvarnarráðstafnir er enn í gildi bæði í skólum sem og annars staðar. Skólar eiga að fylgja sínum viðbragðsáætlunum varðandi möguleg smit.

Mikilvægt er að leggja áherslu á:
- Almenn þrif, sérstaklega algenga snertifleti.
- Aðgangur að sótthreinsandi vökva fyrir hendur sé hafður eins víða og talin er þörf á.

Frá og með 4. maí verður skólahald leik- og grunnskóla verður með hefðbundnum hætti. Sama á við um starfsemi dagforeldra, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og aðra lögbundna þjónustu á leik- og grunnskólastigi.

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 er enn í gildi og því er mikilvægt að hafa í huga almennar sóttvarnarráðstafnir er enn í gildi.

Mikilvægt er að leggja áherslu á:
- Almenn þrif, sérstaklega algenga snertifleti.
- Aðgangur að sótthreinsandi vökva fyrir hendur sé hafður eins víða og talin er þörf á.

Akstur frístundabíls og skólabíls er með eðlilegum hætti.

Kennsla með leik- og grunnskólabörnum með eðlilegum hætti. Æfingar fyrir leik- og grunnskólabörn með eðlilegum hætti. Sundlaug og íþróttamiðstöðvar lokaðar fyrir annarri starfsemi.

Íþróttastarf barna

 Tilslökunin tekur gildi 4. maí 2020 gildir til 1. júní, en aflétting eða framlenging á henni verður endurmetin af stjórnvöldum.

Fjöldatakmörkunin nær ekki til íþrótta- og æskulýðsstarfs barna á leik- og grunnskólaaldri. Íþrótta- og sundkennsla barna og ungmenna verður með hefðbundnum hætti, bæði út og inni.Æfingar og keppnir í skipulögðu íþróttastarfi barna og ungmenna (yngri en 16 ára) eru heimilar án áhorfenda, hvort heldur utan- eða innanhúss.

- Íþróttastarf barna (pdf).

 

Íþróttastarf fullorðinna

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar: Eru lokaðar almenningi.

Æfingar og keppnir: Æfingar og keppnir skipulagðs íþróttastarfs eru heimilar án áhorfenda með þeim takmörkunumað snertingar eru óheimilar og halda skal 2 metra bili á milli einstaklinga. Notkun á sameiginlegum búnaði, einkum þeim sem snertur er með höndum, skal haldið í lágmarki og ber að sótthreinsa hann á milli notkunar. Óheimilt er að nota búningsklefa, sturtuklefa og aðra inniaðstöðu aðra en íþróttasal og salernisaðstöðu.

Skipulagt íþróttastarf innandyra: Við skipulagt íþróttastarf innandyra mega ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman í einu rými, sem skal vera a.m.k. 800 m².

Skipulagt íþróttastarf utandyra: Við skipulagt íþróttastarf utandyra mega ekki fleiri en sjö einstaklingar æfa eða leika saman í hópi. Séu fleiri hópar við æfingar á sama svæði skal miða við að hver hópur hafi um 2.000 m² til umráða.

Sundæfingar: Sundæfingar eru heimilaðar fyrir allt að sjö manns í einu, hvort sem er inni eða úti, og notkun búnings- og sturtuaðstöðu eftir því sem þörf krefur

- Íþróttastarf fullorðinna (pdf).

 

Bókasafn Mosfellsbæjar og Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar verða opin frá og með 4. maí.

Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar til 1. júní 2020. Með fjöldasamkomum er átt við þegar fleiri en 50 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Þó mega ekki vera fleiri en svo í rými að 2 metrar geti verið á milli óskyldra aðila. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 50 einstaklingar inni í sama rými, kaffihúsum, og mötuneytum.

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 er enni í gildi og því mikilvægt er að hafa í huga almennar sóttvarnarráðstafnir er enn í gildi.

- Stofnanir, söfn og menningarhús sveitarfélaganna (pdf).

 

Félagsleg heimaþjónusta, heimsending á fæði og dagdvöl á Eirhömrum er með óbreyttu sniði eins og er. Hægt er að sækja um félagslega heimaþjónustu í Íbúagátt Mosfellsbæjar eða með því að hringja í Þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700.

Samkvæmt leiðbeiningum fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga sem taka gildi 4. maí er mælst til þess að félagsmiðstöðvar aldraðra virði áfram reglu um 20 manna hármarksfjölda. Áfram skuli gætt að handþvotti og sóttvörnum ásamt því að virða tveggja metra fjarlægðartakmarkanir.

Félagsstarfið getur því opnað en þó með miklum takmörkunum. 

 

Skipulagið verður eftirfarandi í maí mánuði:

Handavinnustofa Eirhömrum
- Aðeins 17 manns geta verið í rými félagsstarfsins í einu.
- Íbúar Eirhamra geta mætt í handavinnustofu á mánud. og miðvikud. frá kl. 13:00-16:00.
- Aðrir íbúar Mosfellsbæjar geta mætt á þriðjud. og fimmtud. kl. 13:00-16:00.

Fótaaðgerðarstofa og hárgreiðslustofa
- Þjónusta við íbúa Eirhamra er á mánudögum og miðvikudögum.
- Þjónusta við aðra íbúa Mosfellsbæjar er á þriðjudögum og fimmtudögum.

 

Lögð er áhersla á að skipta notendum velferðarþjónustu þar sem við á upp í svokallaða sóttvarnarhópa með það að markmiði að takmarka samneyti við fjölda fólks svo forðast megi veikinda margra, komi upp smit. Allt skipulagt hópastarf, námskeið og spilamennska fellur niður að minnsta kosti fram á haustið. Í maí verður ekkert kaffi í boði í handavinnustofu. Vonum að allir sýni þessu ástandi skilning og að við hjálpumst öll að. Við erum öll almannavarnir.

 

Áfram gilda almennar reglur: 
- Mikilvægi handþvotts og sóttvarna.
- Haldið 2ja metra fjarlægð á milli fólks.
- Takmarkið náið samneyti við ákveðinn fjölda fólks. Almenna reglan er að einstaklingar í sama sóttvarnahópi fái þjónustu á sama tíma. 

 

Athugið að ekki má koma í félagsstarf ef þátttakendur:
a) Eru í sóttkví.
b) Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
c) Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d) Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverk, þreytu, kviðverk, niðurgang o.fl.) 

Athugið: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur getur þurft að endurskoða leiðbeiningar á ný og ganga til baka í þrengra samkomubann.

Samkvæmt leiðbeiningum fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga sem taka gildi 4. maí er mælst til þess að félagsmiðstöðvar aldraðra virði áfram reglu um 20 manna hármarksfjölda. Áfram skuli gætt að handþvotti og sóttvörnum ásamt því að virða tveggja metra fjarlægðartakmarkanir.

Félagsstarfið getur því opnað en þó með miklum takmörkunum. 

 

Skipulagið verður eftirfarandi í maí mánuði:

Handavinnustofa Eirhömrum
- Aðeins 17 manns geta verið í rými félagsstarfsins í einu.
- Íbúar Eirhamra geta mætt í handavinnustofu á mánud. og miðvikud. frá kl. 13:00-16:00.
- Aðrir íbúar Mosfellsbæjar geta mætt á þriðjud. og fimmtud. kl. 13:00-16:00.

Fótaaðgerðarstofa og hárgreiðslustofa
- Þjónusta við íbúa Eirhamra er á mánudögum og miðvikudögum.
- Þjónusta við aðra íbúa Mosfellsbæjar er á þriðjudögum og fimmtudögum.

 

Lögð er áhersla á að skipta notendum velferðarþjónustu þar sem við á upp í svokallaða sóttvarnarhópa með það að markmiði að takmarka samneyti við fjölda fólks svo forðast megi veikinda margra, komi upp smit. Allt skipulagt hópastarf, námskeið og spilamennska fellur niður að minnsta kosti fram á haustið. Í maí verður ekkert kaffi í boði í handavinnustofu. Vonum að allir sýni þessu ástandi skilning og að við hjálpumst öll að. Við erum öll almannavarnir.

 

Áfram gilda almennar reglur: 
- Mikilvægi handþvotts og sóttvarna.
- Haldið 2ja metra fjarlægð á milli fólks.
- Takmarkið náið samneyti við ákveðinn fjölda fólks. Almenna reglan er að einstaklingar í sama sóttvarnahópi fái þjónustu á sama tíma. 

 

Athugið að ekki má koma í félagsstarf ef þátttakendur:
a) Eru í sóttkví.
b) Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
c) Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d) Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverk, þreytu, kviðverk, niðurgang o.fl.) 

Athugið: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur getur þurft að endurskoða leiðbeiningar á ný og ganga til baka í þrengra samkomubann.

Upplýsingar um þjónustu sem önnur sveitarfélög eða stofnanir utan Mosfellsbæjar veita til fatlaðs fólks sem er búsett í Mosfellsbæ má finna á vefsvæðum viðkomandi sveitarfélaga/stofnana.

Íbúar eru beðnir um að skila flokkuðu plasti í pokum frá heimilisúrgangi á grenndarstöðvar eða á endurvinnslustöðvar í Mosfellsbæ vegna tímabundinnar lokunar á vindflokkunarbúnaði Sorpu bs. sem hefur séð um flokkun á plasti í pokum úr almennu sorpi. Ástæðan er vegna mögulegra smithættu af völdum Covid-19 veirunnar. Þetta fyrirkomulag verður þar til ákvörðun hefur verið tekin um annað.

Yfirlýsingu Umhverfisstofnunar í heild sinni má sjá hér að neðan:
Umhverfisstofnun hefur eftir samráð við sóttvarnarlækni lagt til að flokkun úrgangs með loftblæstri verði hætt tímabundið til að draga úr smithættu vegna Covid-19 veirunnar. Það þýðir að ekki má nýta vindflokkara fyrir plast í pokum í móttöku- og flokkunarstöð SORPU á meðan þetta ástand varir. Um er að ræða búnað sem notaður er til að flokka plast í pokum frá heimilisúrgangi í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Íbúar í þeim sveitarfélögum sem skila plasti í pokum með heimilissorpi eru beðnir um að skila flokkuðu plasti á grenndarstöðvar eða á endurvinnslustöðvar þar til tilkynnt verður um annað.


 

Tilslakanir á takmörkunum - 4. maí 2020

Upplýsingar frá Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins.

 

Efni tengt tilslökunum á takmörkunum 4. maí 2020 á vef Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins.

Dregið úr takmörkunum: Samkomur, skólahald og velferðarþjónusta

Dregið úr takmörkunum á samkomum og skólahaldi frá 4. maí

Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra kynntu á blaðamannafundi þann 14. apríl næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19.

 

Helstu breytingar sem verða 4. maí næstkomandi:

Fjöldamörk samkomubanns miðast við 50 einstaklinga í stað 20 áður. Reglur um tveggja metra fjarlægð haldast óbreyttar.

Skólastarf í leik- og grunnskólum verður með eðlilegum hætti.

Í framhalds- og háskólum gildir meginreglan um hámark 50 einstaklinga í sama rými.

Ýmis þjónusta: Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn og sambærileg starfsemi geta hafið starfsemi en halda skal 2 m fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur er.

Heilbrigðisþjónusta: Öll heilbrigðisstarfsemi sem ekki felur í sér valkvæðar skurðaðgerðir eða aðrar ífarandi aðgerðir verður heimil. Tannlækningar verða einnig heimilar.

Skipulagt íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: 

 • Ekki fleiri en 50 einstaklingar verða saman í hóp.
 • Halda skal tveggja metra fjarlægð eftir því sem það er unnt, einkum hjá eldri börnum. 

 

 Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: 

 • Ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman.
 • Snertingar eru óheimilar og halda skal tveimur metrum á milli einstaklinga.
 • Notkun á sameiginlegum búnaði skal haldið í lágmarki en annars skal sótthreinsa hann á milli notkunar. 

 

Nokkur atriði sem haldast óbreytt:

 • Undanþágur fyrir efnahagslega mikilvæg fyrirtæki verða óbreyttar.
 • Líkt og hingað til verður heimilt að taka á móti 100 einstaklingum í matvöruverslunum og lyfjaverslunum hverju sinni að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
 • Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar.
 • Reglur um skemmtistaði, krár, spilasali og svipaða starfsemi verða óbreyttar og slíkir staðir því áfram lokaðir.
 • Fyrirmæli landlæknis frá 23. mars sl. um valkvæðar skurðaðgerðir eða aðrar ífarandi aðgerðir haldast óbreytt. 

 

Ríkislögreglustjóri, almannavarnardeild og Embætti landlæknis, sóttvarnarlæknir hafa gefið út leiðbeiningar fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga sem taka gildi 4. maí og gilda til 2. júní 2020.

Samkvæmt þeim er mælst til þess að félagsmiðstöðvar aldraðra virði áfram reglu um 20 manna hármarksfjölda. Áfram skuli gætt að handþvotti og sóttvörnum ásamt því að virða tveggja metra fjarlægðartakmarkanir.

Félagsstarfið getur því opnað en þó með miklum takmörkunum. 

 

Skipulagið verður eftirfarandi í maí mánuði:

Handavinnustofa Eirhömrum

 • Aðeins 17 manns geta verið í rými félagsstarfsins í einu.
 • Íbúar Eirhamra geta mætt í handavinnustofu á mánud. og miðvikud. frá kl. 13:00-16:00.
 • Aðrir íbúar Mosfellsbæjar geta mætt á þriðjud. og fimmtud. kl. 13:00-16:00. 

 

Fótaaðgerðarstofa og hárgreiðslustofa

 • Þjónusta við íbúa Eirhamra er á mánudögum og miðvikudögum.
 • Þjónusta við aðra íbúa Mosfellsbæjar er á þriðjudögum og fimmtudögum.

 

Lögð er áhersla á að skipta notendum velferðarþjónustu þar sem við á upp í svokallaða sóttvarnarhópa með það að markmiði að takmarka samneyti við fjölda fólks svo forðast megi veikinda margra, komi upp smit. Allt skipulagt hópastarf, námskeið og spilamennska fellur niður að minnsta kosti fram á haustið. Í maí verður ekkert kaffi í boði í handavinnustofu. Vonum að allir sýni þessu ástandi skilning og að við hjálpumst öll að. Við erum öll almannavarnir. 

 

Áfram gilda almennar reglur: 

 • Mikilvægi handþvotts og sóttvarna.
 • Haldið 2ja metra fjarlægð á milli fólks.
 • Takmarkið náið samneyti við ákveðinn fjölda fólks. Almenna reglan er að einstaklingar í sama sóttvarnahópi fái þjónustu á sama tíma. 

 

Athugið að ekki má koma í félagsstarf ef þátttakendur: 

a) Eru í sóttkví.
b) Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
c) Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d) Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverk, þreytu, kviðverk, niðurgang o.fl.) 

Athugið: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur getur þurft að endurskoða leiðbeiningar á ný og ganga til baka í þrengra samkomubann. 

 

At a press conference today, the Prime Minister, the Minister of Health, and the Minister of Justice introduced steps to lift the restrictions currently in place in Iceland due to the COVID-19 outbreak. The Minister of Health announced her decision to ease restrictions on larger gatherings and limitations on schools and preschools.

 

As of 4 May, larger gatherings will be limited to 50 people, instead of 20, and service providers, such as hair salons and dentists, will be able to open their doors again. High schools and universities will reopen with certain limitations, while elementary schools and preschools will return to normal. The decision is based on the recommendations of the Chief Epidemiologist.

More than 1700 people have been diagnosed with COVID-19 in Iceland, and over 100 people have been hospitalized due to the virus. In recent days, the rate of new infections has slowed. The outbreak is thought to have reached its peak and is now on moving down, as a result of to wide-ranging containment and mitigation measures. The prevalence of the virus among the general population seems to be about 1%, according to the large-scale screening undertaken by the biotech company deCode. It remains necessary to maintain a certain level of restrictions, in order to prevent a second wave of infections. Thus, the Chief Epidemiologist proposes measures will be lifted incrementally and reviewed every three to four weeks.

 

Main changes from 4 May

Limits on large gatherings will go from 20 to 50 people. The two-meter social distancing rule will still be in effect.

Schools and preschools will operate normally.

High schools and universities will reopen, but the 50-person limit and two-meter social distancing measures apply.

Various services: Hair salons, massage parlours, physical therapy clinics, beauty parlours, museums, and other similar services can reopen, but are to maintain the two-meter social distancing rule as possible.

Healthcare: Healthcare and dental practices (elective surgery excluded) will resume.

Organized sports activities for children are permitted outdoors with limitations:

 • Groups will be limited to no more than 50 children.
 • Participants are to keep two meters apart as possible, especially in older age groups.

 

Other organized sports activities are permitted outdoors with limitations:

 • No more than four individuals can train or play together.
 • Touching is prohibited, and individuals are to stay two meters apart.
 • The use of shared equipment should be limited, and all equipment sanitized after every use.

 

The following measures will remain in effect:

 • Exemptions for economically significant companies will remain unchanged.
 • As before, grocery stores and pharmacies can allow up to 100 people to enter their establishments simultaneously.
 • Swimming pools and gym facilities will remain closed.
 • Nightclubs, bars, and similar businesses will remain closed.
 • The Directorate of Health’s instructions regarding the postponement of elective surgeries will remain in effect.

 


Covid.is - vefur fyrir almenning

Á vefnum covid.is eru upplýsingar fyrir almenning um Covid-19 faraldurinn. Vefurinn er á vegum embættis Landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Ert þú búin(n) að sækja appið?

Við hvetjum alla sem eiga eftir að ná sér í smitrakninga appið að gera það núna.

Því fleiri sem sækja appið því betri og skilvirkari eru upplýsingarnar sem hægt er að vinna úr.

Vertu sterkur hlekkur í keðjunni – því við erum öll almannavarnir.

 


Heilræði á tímum kórónuveiru

Lýðheilsusvið embættis landlæknis hefur tekið saman 10 heilræði sem byggja á niðurstöðum rannsókna á því hvað er gagnlegt að gera til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan.

Nú þegar við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum tengdum kórónuveirunni er mikilvægt að huga vel að þessum þáttum. Heilræðin taka mið af þeim sérstöku aðstæðum sem nú ríkja í samfélaginu.

 


 

Notkun á einnota hönskum og grímum

Embætti landlæknis og Landspítalinn hafa gefið út veggspjaldið „Skynsamleg notkun almennings á einnota hönskum og grímum“. Veggspjaldið er einnig til á ensku og pólsku.

 


 

Neyðarstjórn Mosfellsbæjar

Neyðarstjórn Mosfellsbæjar er að störfum og fundar reglulega á meðan neyðarstig almannavarna vegna Covid-19 faraldursins er í gildi.

Á neyðarstigi er nauðsynlegt að forgangsraða verkefnum og verja grunnstoðir í þjónustu Mosfellsbæjar til að halda uppi nauðsynlegustu starfsemi.

 


 

Þjónusta og starfsemi Mosfellsbæjar til 4. maí 2020

Í ljósi neyðarstigs almannavarna sem nú er í gildi vegna COVID-19 faraldursins eru íbúar og viðskiptavinir sem eiga erindi við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar hvattir til að nota rafrænar þjónustuleiðir eins og netspjall og tölvupóst, mos[hja]mos.is, í eins ríku mæli og hægt er eða hringja í Þjónustuverið í s. 525-6700 til að takmarka komur á bæjarskrifstofurnar.

Frá og með fimmtudeginum 23. mars verður fyrirkomulag á afgreiðslutíma í Þjónustuveri Mosfellsbæjar að Þverholti 2 breytt.

 • Þjónustuverið verður opið fyrir þá sem eiga erindi á bæjarskrifstofurnar frá kl. 10:00-12:00 alla virka daga.
 • Símsvörun þjónustuvers í s. 525-6700 og afgreiðsla erinda með rafrænum þjónustuleiðum, s.s. í netspjalli á vef Mosfellsbæjar og í tölvupósti verður á eftirfarandi tímum: Mánudaga - fimmtudaga frá kl. 08:00-16:00 og föstudaga frá kl. 08:00-14:00.
 • Önnur gögn en teikningar má skilja eftir í læstu pósthólfi, merkt Mosfellsbæ, sem er staðsett á 1. hæð í anddyri í turninum Þverholti 2.
 • Listi yfir netföng starfsmanna.

 

English

Due to the COVID-19 pandemic Mosfellsbær inhabitants and other visitors are kindly asked to contact Mosfellsbær Service Center via email, mos[hja]mos.is, webchat or telephone, 525-6700, in an effort to decrease visits to the Municipal offices at Þverholt 2.

From the 23rd of March Mosfellsbær‘s Service Center opening hours will be as follows:

 • Open for visiting customers every weekday from 10:00-12:00.
 • Our telephone, email and webchat hours are from 08:00-16:00 Mondays to Thursdays and from 08:00-14:00 on Fridays.
 • Documents other than drawings can be dropped off in Mosfellsbær‘s mailbox on the 1st floor at Þverholt 2.
 • Email addresses of employees.

 

Takmörkun á skólahaldi vegna farsóttar er í gildi frá 16. mars - 12. apríl 2020.

Skólahald í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar er samkvæmt útgefinni auglýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu um takmörkun á skólahaldi vegna farsóttar.

Grunnskólar
Í grunnskólum Mosfellsbæjar er skólastarf skipulagt út frá því að ekki séu fleiri en 20 nemendur í kennslu í sömu stofu og að námshópar blandist ekki innan skóladagsins. Öll hefðbundin kennsla í list- og verkgreinastofum fellur niður og íþrótta- og sundkennsla verður í formi hreyfingar á skólalóð, inni í hópastofum eða annarrar útikennslu. Starfsemi sérúrræða verður haldið úti eins og aðstæður leyfa.

Þá verður þjónusta mötuneytis í boði fyrir þau börn sem eru í skólanum á matartímum. Öll neysla á mat fer fram í heimastofum eða í matsal skóla þar sem því verður við komið. Vettvangsferðir falla niður ásamt öðrum ferðalögum.

Leikskólar
Í leikskólum Mosfellsbæjar er starfsemi skipulögð með þeim hætti að börn eru í sem minnstum hópum og aðskilin eins og kostur er. Þá daga sem börn mæta í skólann er boðið upp á fæði samkvæmt hefðbundnu skipulagi.

Leik- og grunnskólar í Mosfellsbæ munu halda úti eins miklu skólastarfi og kennslu og kostur er við þessar aðstæður.

Gerðar eru ráðstafanir með þrif/sótthreinsun eftir hvern dag í öllum skólabyggingum.

Skólastjórar í Mosfellsbæ upplýsa forráðamenn um fyrirkomulag skólahalds.

Frístund í grunnskólum er opin fyrir 1. og 2. bekk en starfsemin er skert. Skólastjórar í Mosfellsbæ upplýsa foreldra/forráðamenn um fyrirkomulag frístundar.

Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Bólsins í Mosfellsbæ hefur verið lokað í samræmi við samkomubann. Starfsmenn Bólsins halda starfseminni áfram rafrænt og má sjá nánari upplýsingar um það á vef Bólsins, bolid.is. Forvarnastarfi félagsmiðstöðvarinnar eins og útivöktum og leitarstarfi verður haldið áfram.

Allur skólaakstur og frístundaakstur í Mosfellsbæ fellur niður á meðan á samkomubanni stendur nema skólabíll í Mosfellsdal keyrir ákveðnar ferðir til og frá Varmárskóla í samræmi við viðveru nemenda úr Mosfellsdal.

Sundlaugar Mosfellsbæjar, Varmárlaug og Lágafellslaug, verða lokaðar frá og með þriðjudeginum 24. mars vegna hertrar takmörkunar á samkomubanni.

Íþróttamiðstöðin að Varmá og Íþróttamiðstöðin Lágafell eru lokaðar, þar með talið líkamsrækt og salir.

Öll íþróttamannvirki bæjarins eru nú lokuð en starfsfólk er við vinnu við hreingerningar og að halda öllum kerfum gangandi. Að auki er unnið að ýmsu viðhaldi sem annars hefði ekki verið hægt að framkvæma nema með lokun.

Bókasafn Mosfellsbæjar verður lokað frá og með þriðjudeginum 24. mars í takt við hertar takmarkanir í yfirstandandi samkomubanni. Eins og sakir standa reiknum við með að opna dyr safnsins aftur þriðjudaginn 14. apríl. Öllum viðburðum hefur verið frestað um sinn.

Einnig munum við færa skiladaga á efni sem ætti að skila 24. mars - 13. apríl. Nýr skiladagur er þá 14. apríl (þriðjudagur eftir páska), nema annað hafi verið ákveðið.

Við minnum á að Rafbókasafnið  er alltaf opið og aðgengilegt öllum sem eiga bókasafnskort í gildi. Rafbækur má lesa eða hlusta á beint úr tölvu eða í gegnum Libby appið í snjalltækjum. Nánari leiðbeiningar á vef Bókasafns Mosfellsbæjar.

Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar verður lokað frá og með þriðjudeginum 24. mars.

Félagsleg heimaþjónusta, heimsending á fæði og dagdvöl á Eirhömrum er með óbreyttu sniði eins og er. Hægt er að sækja um félagslega heimaþjónustu í Íbúagátt Mosfellsbæjar eða með því að hringja í Þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700.

Starfsemi fótaaðgerðarfræðings og hárgreiðslustofa í Eirhömrum er lokað tímabundið með hliðsjón af neyðarstigi almannavarna.

Neyðarstjórn Mosfellsbæjar, Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni og Vorboðarnir kór eldri borgara hafa ákveðið að loka tímabundið starfsemi í þágu eldri borgara á þeirra vegum með hliðsjón af neyðarstigi almannavarna.

Upplýsingar um þjónustu sem önnur sveitarfélög eða stofnanir utan Mosfellsbæjar veita til fatlaðs fólks sem er búsett í Mosfellsbæ má finna á vefsvæðum viðkomandi sveitarfélaga/stofnana.

Íbúar eru beðnir um að skila flokkuðu plasti í pokum frá heimilisúrgangi á grenndarstöðvar eða á endurvinnslustöðvar í Mosfellsbæ vegna tímabundinnar lokunar á vindflokkunarbúnaði Sorpu bs. sem hefur séð um flokkun á plasti í pokum úr almennu sorpi. Ástæðan er vegna mögulegra smithættu af völdum Covid-19 veirunnar. Þetta fyrirkomulag verður þar til ákvörðun hefur verið tekin um annað.

Yfirlýsingu Umhverfisstofnunar í heild sinni má sjá hér að neðan:
Umhverfisstofnun hefur eftir samráð við sóttvarnarlækni lagt til að flokkun úrgangs með loftblæstri verði hætt tímabundið til að draga úr smithættu vegna Covid-19 veirunnar. Það þýðir að ekki má nýta vindflokkara fyrir plast í pokum í móttöku- og flokkunarstöð SORPU á meðan þetta ástand varir. Um er að ræða búnað sem notaður er til að flokka plast í pokum frá heimilisúrgangi í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Íbúar í þeim sveitarfélögum sem skila plasti í pokum með heimilissorpi eru beðnir um að skila flokkuðu plasti á grenndarstöðvar eða á endurvinnslustöðvar þar til tilkynnt verður um annað.

 


 

Fréttir og tilkynningar um Covid-19

 


 

Staða barna við núverandi aðstæður í samfélaginu

Félagsmálaráðneytið hefur látið vinna myndband og birt á fésbókarsíðu sinni til að vekja fólk til vitundar um stöðu barna við þær aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu vegna Covid-19.