COVID-19 faraldurinn - upplýsingar um þjónustu og mikilvægar tilkynningar / Changes in service and important notices

Breytt fyrirkomulag þjónustu bæjarskrifstofa

Í ljósi neyðarstigs Almannavarna og takmarkana sem þeim fylgja sem tóku gildi á miðnætti 30. október 2020 er þjónustuver bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar áfram opið: 

 • Fyrir gesti frá kl. 8:00-12:00 alla virka daga.

Símsvörun þjónustuvers bæjarskrifstofa er:

 • Kl. 8:00-16:00 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga.
 • Kl. 8:00-18:00 miðvikudaga.
 • Kl. 8:00-14:00 föstudaga.

Mosfellsbær leggur áfram áherslu á rafrænar leiðir svo sem netspjall, tölvupóst (mos[hja]mos.is) og síma (525-6700). Gögnum má skila í póstkassa bæjarskrifstofa í anddyri turnsins að Þverholti 2.

English:

The Department of Civil Protection and Emergency Management has updated the current restrictions regarding COVID-19. These changes will be in effect from midnight on October 30th, 2020.

The Mosfellsbaer Service Center will be open to visitors on weekdays from 8:00-12:00.

Please contact the Service Center by telephone (525-6700), email (mos[@]mos.is) or online chat. Opening hours:

 • Mondays, Tuesdays and Thursdays: 8:00-16:00.
 • Wednsdays: 8:00-18:00.
 • Fridays: 8:00-14:00.

Documents can be delivered to the Service Center's mailbox located on the 1st floor at Þverholt 2.

 


Samkomutakmarkanir í gildi frá 18. nóvember til 1. desember

Breytingarnar sem taka gildi miðvikudaginn 18. nóvember eru eftirfarandi:

 • Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur. Þetta á við um s.s. hárgreiðslustofur, nuddstofur, öku- og flugkennslu og sambærilega starfsemi. Hámarksfjöldi viðskiptavina á sama tíma er 10 manns.
 • Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman.
 • Í skólastarfi á framhaldsskólastigi mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð.
 • Veitt er undanþágu frá grímuskyldu þeim sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Þeir sem fengið hafa COVID-19 eru einnig undanþegnir grímuskyldu geti þeir sýnt gilt vottorð þess efnis.

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands.

 


Neyðarstjórn Mosfellsbæjar

Neyðarstjórn Mosfellsbæjar er að störfum og fundar reglulega á meðan neyðarstig almannavarna vegna Covid-19 faraldursins er í gildi.

Á neyðarstigi er nauðsynlegt að forgangsraða verkefnum og verja grunnstoðir í þjónustu Mosfellsbæjar til að halda uppi nauðsynlegustu starfsemi.

 


Covid.is - vefur fyrir almenning

Á vefnum covid.is eru upplýsingar fyrir almenning um Covid-19 faraldurinn. Vefurinn er á vegum embættis Landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Ert þú búin(n) að sækja appið?

Við hvetjum alla sem eiga eftir að ná sér í smitrakninga appið að gera það núna.

Því fleiri sem sækja appið því betri og skilvirkari eru upplýsingarnar sem hægt er að vinna úr.

Vertu sterkur hlekkur í keðjunni – því við erum öll almannavarnir.

 


 

Fréttir og tilkynningar um Covid-19