COVID-19 faraldurinn - upplýsingar um þjónustu og mikilvægar tilkynningar / Changes in service and important notices

Heimasóttkví

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur gefið út myndband um heimasóttkví.


Tilslakanir 15. júní

Þann 15. júní næstkomandi tekur gildi auglýsing heilbrigðisráðherra um frekari tilslökun á samkomubanni vegna COVID-19. Meginbreytingin felst í því að fjöldamörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Núgildandi takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva við 75% af leyfilegum hámarksfjölda falla jafnframt niður 15. júní. Aðrar breytingar verða ekki.

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:


 

Tilslakanir 25. maí 

Mánudaginn 25. maí verður allt að 200 manns heimilt að koma saman í stað 50 nú, heimilt verður að opna líkamsræktarstöðvar með sömu takmörkunum og gilda um sund- og baðstaði og öllum veitingastöðum, þar með töldum krám og skemmtistöðum, og einnig spilasölum, verður heimilt að hafa opið til kl. 23:00.

Hvatt er til þess að viðhalda tveggja metra nálægðarmörkum eftir því sem kostur er.

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:


 

Sundlaugar opna 18. maí 

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að heimila opnun sundlauga og baðstaða 18. maí. Fjöldi sundgesta er takmarkaður og rík áhersla lögð á hreinlæti og sóttvarnir. 

Fjöldi gesta verður miðaður við starfsleyfi viðkomandi laugar eða baðstaðar og er reglan sú að gestir mega aldrei vera fleiri en nemur helmingi hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd árið 2015 eða síðar teljast ekki með í gestafjölda.

Frétt á vef Stjórnarráðs Íslands:


 

Samfélagssáttmáli – í okkar höndum

Tryggjum góðan árangur áfram og gerum samfélagssáttmála. Sáttmála sem gildir í vor og sumar og við munum öll virða.

Við erum öll almannavarnir – og verðum það áfram.


 

Þjónusta og starfsemi Mosfellsbæjar frá 4. maí 2020

Frá og með mánudeginum 4. maí 2020 verður í ljósi tilslakana á samkomubanni aftur venjulegur opnunartíma á Bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar:

- Mánudaga kl. 8:00-16:00.
- Þriðjudaga kl. 8:00-16:00.
- Miðvikudaga kl. 8:00-18:00.
- Fimmtudaga kl. 8:00-16:00.
- Föstudaga kl. 8:00-14:00.

Íbúar eru áfram hvattir til að nota rafrænar þjónustuleiðir eins og netspjall og tölvupóst, mos[hja]mos.is, í eins ríku mæli og hægt er eða hringja í Þjónustuverið í s. 525-6700.

Frá og með 4. maí verður skólahald leik- og grunnskóla verður með hefðbundnum hætti. Sama á við um starfsemi dagforeldra, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og aðra lögbundna þjónustu á leik- og grunnskólastigi.

Mælst er til þess að skólar og foreldrafélög skipuleggi ekki fjölmennarsamkomur og takmarki gestakomur í skólana, t.d. sveitaferðir og sumarhátíðir. Samkomur á vegum skóla geta farið fram utan hans en án fullorðinna gesta.

Fjöldatakmarkanir gilda um starfsmenn leik- og grunnskóla þ.e. 2 metra fjarlægð og hámarksfjöldi fullorðinna í hverju rými er 50.

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 er enn í gildi og því er mikilvægt að hafa í huga almennar sóttvarnarráðstafnir er enn í gildi bæði í skólum sem og annars staðar. Skólar eiga að fylgja sínum viðbragðsáætlunum varðandi möguleg smit.

Mikilvægt er að leggja áherslu á:
- Almenn þrif, sérstaklega algenga snertifleti.
- Aðgangur að sótthreinsandi vökva fyrir hendur sé hafður eins víða og talin er þörf á.

Frá og með 4. maí verður skólahald leik- og grunnskóla verður með hefðbundnum hætti. Sama á við um starfsemi dagforeldra, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og aðra lögbundna þjónustu á leik- og grunnskólastigi.

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 er enn í gildi og því er mikilvægt að hafa í huga almennar sóttvarnarráðstafnir er enn í gildi.

Mikilvægt er að leggja áherslu á:
- Almenn þrif, sérstaklega algenga snertifleti.
- Aðgangur að sótthreinsandi vökva fyrir hendur sé hafður eins víða og talin er þörf á.

Akstur frístundabíls og skólabíls er með eðlilegum hætti.

Kennsla með leik- og grunnskólabörnum með eðlilegum hætti. Æfingar fyrir leik- og grunnskólabörn með eðlilegum hætti. Sundlaug og íþróttamiðstöðvar lokaðar fyrir annarri starfsemi.

Íþróttastarf barna

 Tilslökunin tekur gildi 4. maí 2020 gildir til 1. júní, en aflétting eða framlenging á henni verður endurmetin af stjórnvöldum.

Fjöldatakmörkunin nær ekki til íþrótta- og æskulýðsstarfs barna á leik- og grunnskólaaldri. Íþrótta- og sundkennsla barna og ungmenna verður með hefðbundnum hætti, bæði út og inni.Æfingar og keppnir í skipulögðu íþróttastarfi barna og ungmenna (yngri en 16 ára) eru heimilar án áhorfenda, hvort heldur utan- eða innanhúss.

- Íþróttastarf barna (pdf).

 

Íþróttastarf fullorðinna

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar: Eru lokaðar almenningi.

Æfingar og keppnir: Æfingar og keppnir skipulagðs íþróttastarfs eru heimilar án áhorfenda með þeim takmörkunumað snertingar eru óheimilar og halda skal 2 metra bili á milli einstaklinga. Notkun á sameiginlegum búnaði, einkum þeim sem snertur er með höndum, skal haldið í lágmarki og ber að sótthreinsa hann á milli notkunar. Óheimilt er að nota búningsklefa, sturtuklefa og aðra inniaðstöðu aðra en íþróttasal og salernisaðstöðu.

Skipulagt íþróttastarf innandyra: Við skipulagt íþróttastarf innandyra mega ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman í einu rými, sem skal vera a.m.k. 800 m².

Skipulagt íþróttastarf utandyra: Við skipulagt íþróttastarf utandyra mega ekki fleiri en sjö einstaklingar æfa eða leika saman í hópi. Séu fleiri hópar við æfingar á sama svæði skal miða við að hver hópur hafi um 2.000 m² til umráða.

Sundæfingar: Sundæfingar eru heimilaðar fyrir allt að sjö manns í einu, hvort sem er inni eða úti, og notkun búnings- og sturtuaðstöðu eftir því sem þörf krefur

- Íþróttastarf fullorðinna (pdf).

 

Bókasafn Mosfellsbæjar og Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar verða opin frá og með 4. maí.

Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar til 1. júní 2020. Með fjöldasamkomum er átt við þegar fleiri en 50 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Þó mega ekki vera fleiri en svo í rými að 2 metrar geti verið á milli óskyldra aðila. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 50 einstaklingar inni í sama rými, kaffihúsum, og mötuneytum.

Neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 er enni í gildi og því mikilvægt er að hafa í huga almennar sóttvarnarráðstafnir er enn í gildi.

- Stofnanir, söfn og menningarhús sveitarfélaganna (pdf).

 

Félagsleg heimaþjónusta, heimsending á fæði og dagdvöl á Eirhömrum er með óbreyttu sniði eins og er. Hægt er að sækja um félagslega heimaþjónustu í Íbúagátt Mosfellsbæjar eða með því að hringja í Þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700.

Samkvæmt leiðbeiningum fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga sem taka gildi 4. maí er mælst til þess að félagsmiðstöðvar aldraðra virði áfram reglu um 20 manna hármarksfjölda. Áfram skuli gætt að handþvotti og sóttvörnum ásamt því að virða tveggja metra fjarlægðartakmarkanir.

Félagsstarfið getur því opnað en þó með miklum takmörkunum. 

 

Skipulagið verður eftirfarandi í maí mánuði:

Handavinnustofa Eirhömrum
- Aðeins 17 manns geta verið í rými félagsstarfsins í einu.
- Íbúar Eirhamra geta mætt í handavinnustofu á mánud. og miðvikud. frá kl. 13:00-16:00.
- Aðrir íbúar Mosfellsbæjar geta mætt á þriðjud. og fimmtud. kl. 13:00-16:00.

Fótaaðgerðarstofa og hárgreiðslustofa
- Þjónusta við íbúa Eirhamra er á mánudögum og miðvikudögum.
- Þjónusta við aðra íbúa Mosfellsbæjar er á þriðjudögum og fimmtudögum.

 

Lögð er áhersla á að skipta notendum velferðarþjónustu þar sem við á upp í svokallaða sóttvarnarhópa með það að markmiði að takmarka samneyti við fjölda fólks svo forðast megi veikinda margra, komi upp smit. Allt skipulagt hópastarf, námskeið og spilamennska fellur niður að minnsta kosti fram á haustið. Í maí verður ekkert kaffi í boði í handavinnustofu. Vonum að allir sýni þessu ástandi skilning og að við hjálpumst öll að. Við erum öll almannavarnir.

 

Áfram gilda almennar reglur: 
- Mikilvægi handþvotts og sóttvarna.
- Haldið 2ja metra fjarlægð á milli fólks.
- Takmarkið náið samneyti við ákveðinn fjölda fólks. Almenna reglan er að einstaklingar í sama sóttvarnahópi fái þjónustu á sama tíma. 

 

Athugið að ekki má koma í félagsstarf ef þátttakendur:
a) Eru í sóttkví.
b) Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
c) Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d) Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverk, þreytu, kviðverk, niðurgang o.fl.) 

Athugið: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur getur þurft að endurskoða leiðbeiningar á ný og ganga til baka í þrengra samkomubann.

Samkvæmt leiðbeiningum fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga sem taka gildi 4. maí er mælst til þess að félagsmiðstöðvar aldraðra virði áfram reglu um 20 manna hármarksfjölda. Áfram skuli gætt að handþvotti og sóttvörnum ásamt því að virða tveggja metra fjarlægðartakmarkanir.

Félagsstarfið getur því opnað en þó með miklum takmörkunum. 

 

Skipulagið verður eftirfarandi í maí mánuði:

Handavinnustofa Eirhömrum
- Aðeins 17 manns geta verið í rými félagsstarfsins í einu.
- Íbúar Eirhamra geta mætt í handavinnustofu á mánud. og miðvikud. frá kl. 13:00-16:00.
- Aðrir íbúar Mosfellsbæjar geta mætt á þriðjud. og fimmtud. kl. 13:00-16:00.

Fótaaðgerðarstofa og hárgreiðslustofa
- Þjónusta við íbúa Eirhamra er á mánudögum og miðvikudögum.
- Þjónusta við aðra íbúa Mosfellsbæjar er á þriðjudögum og fimmtudögum.

 

Lögð er áhersla á að skipta notendum velferðarþjónustu þar sem við á upp í svokallaða sóttvarnarhópa með það að markmiði að takmarka samneyti við fjölda fólks svo forðast megi veikinda margra, komi upp smit. Allt skipulagt hópastarf, námskeið og spilamennska fellur niður að minnsta kosti fram á haustið. Í maí verður ekkert kaffi í boði í handavinnustofu. Vonum að allir sýni þessu ástandi skilning og að við hjálpumst öll að. Við erum öll almannavarnir.

 

Áfram gilda almennar reglur: 
- Mikilvægi handþvotts og sóttvarna.
- Haldið 2ja metra fjarlægð á milli fólks.
- Takmarkið náið samneyti við ákveðinn fjölda fólks. Almenna reglan er að einstaklingar í sama sóttvarnahópi fái þjónustu á sama tíma. 

 

Athugið að ekki má koma í félagsstarf ef þátttakendur:
a) Eru í sóttkví.
b) Eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku).
c) Hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d) Eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverk, þreytu, kviðverk, niðurgang o.fl.) 

Athugið: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur getur þurft að endurskoða leiðbeiningar á ný og ganga til baka í þrengra samkomubann.

Upplýsingar um þjónustu sem önnur sveitarfélög eða stofnanir utan Mosfellsbæjar veita til fatlaðs fólks sem er búsett í Mosfellsbæ má finna á vefsvæðum viðkomandi sveitarfélaga/stofnana.

Íbúar eru beðnir um að skila flokkuðu plasti í pokum frá heimilisúrgangi á grenndarstöðvar eða á endurvinnslustöðvar í Mosfellsbæ vegna tímabundinnar lokunar á vindflokkunarbúnaði Sorpu bs. sem hefur séð um flokkun á plasti í pokum úr almennu sorpi. Ástæðan er vegna mögulegra smithættu af völdum Covid-19 veirunnar. Þetta fyrirkomulag verður þar til ákvörðun hefur verið tekin um annað.

Yfirlýsingu Umhverfisstofnunar í heild sinni má sjá hér að neðan:
Umhverfisstofnun hefur eftir samráð við sóttvarnarlækni lagt til að flokkun úrgangs með loftblæstri verði hætt tímabundið til að draga úr smithættu vegna Covid-19 veirunnar. Það þýðir að ekki má nýta vindflokkara fyrir plast í pokum í móttöku- og flokkunarstöð SORPU á meðan þetta ástand varir. Um er að ræða búnað sem notaður er til að flokka plast í pokum frá heimilisúrgangi í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Íbúar í þeim sveitarfélögum sem skila plasti í pokum með heimilissorpi eru beðnir um að skila flokkuðu plasti á grenndarstöðvar eða á endurvinnslustöðvar þar til tilkynnt verður um annað.


Covid.is - vefur fyrir almenning

Á vefnum covid.is eru upplýsingar fyrir almenning um Covid-19 faraldurinn. Vefurinn er á vegum embættis Landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Ert þú búin(n) að sækja appið?

Við hvetjum alla sem eiga eftir að ná sér í smitrakninga appið að gera það núna.

Því fleiri sem sækja appið því betri og skilvirkari eru upplýsingarnar sem hægt er að vinna úr.

Vertu sterkur hlekkur í keðjunni – því við erum öll almannavarnir.

 


 

Neyðarstjórn Mosfellsbæjar

Neyðarstjórn Mosfellsbæjar er að störfum og fundar reglulega á meðan neyðarstig almannavarna vegna Covid-19 faraldursins er í gildi.

Á neyðarstigi er nauðsynlegt að forgangsraða verkefnum og verja grunnstoðir í þjónustu Mosfellsbæjar til að halda uppi nauðsynlegustu starfsemi.

 


 

Fréttir og tilkynningar um Covid-19

 


 

Staða barna við núverandi aðstæður í samfélaginu

Félagsmálaráðneytið hefur látið vinna myndband og birt á fésbókarsíðu sinni til að vekja fólk til vitundar um stöðu barna við þær aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu vegna Covid-19.