Ráð og nefndir

Hlutverk nefnda sveitarfélagsins er skýrt í samþykktum bæjarstjórnar, lögum og reglum. 

Samþykktir nefnda í einstökum málum þarf að staðfesta í bæjarstjórn eða bæjarráði.

 

Eftirfarandi nefndir eru starfandi hjá Mosfellsbæ

Bæjarráð

Bæjarráð hefur umsjón með stjórnsýslu bæjarins.


Fjölskyldunefnd 

Fer með verkefni barnaverndarnefndar, félagsmál, húsnæðismál og jafnréttismál.


Fræðslunefnd

Fer með fræðslumál, m.a. verkefni skólanefndar sem og leikskólanefndar auk þess að sjá um dagvistunarúrræði fyrir börn í Mosfellsbæ.


Íþrótta- og tómstundanefnd 

Fer með íþrótta- og tómstundamál og málefni íþrótta- og félagsmiðstöðva.


Lýðræðis- og mannréttindanefnd

Fer með lýðræðis- og mannréttindarmál.Menningar- og nýsköpunarnefnd

Fer með málefni Bókasafns Mosfellsbæjar, nýsköpun, vinabæjasamskipti og málefni lista- og menningarsjóðs bæjarins.


Neyðarstjórn

Er ætlað að styðja og styrkja aðgerðir einstakra sveitarfélaga með samræmingu, upplýsingum og boðleiðum. 


Notendaráð um málefni fatlaðs fólks

Formlegur vettvangur samráðs og samstarfs við bæjaryfirvöld um hagsmuni fatlaðs fólks í sveitarfélaginu.


Skipulagsnefnd

Fer með skipulags- og byggingarmál samkvæmt skipulagslögum.


Umhverfisnefnd

Nefndin fer með umhverfismál, m.a. verkefni náttúruverndarnefndar og gróðurverndarnefndar o.fl.


Ungmennaráð

Umræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna á aldrinum 13-20 ára í sveitarfélaginu.


Öldungaráð

Formlegur vettvangur samráðs og samstarfs við bæjaryfirvöld um hagsmuni eldri borgara í sveitarfélaginu.


Samstarfsnefndir

Bæjarstjórn kýs fulltrúa bæjarins í samstarfsnefndir sveitarfélagsins.
 


Aðrar nefndir

Upplýsingar um aðrar nefndir sem fulltrúar bæjarins sitja í.