Neyðarstjórn Mosfellsbæjar

Neyðarstjórn er ætlað að styðja og styrkja aðgerðir einstakra sveitarfélaga með samræmingu, upplýsingum og boðleiðum. Öll sveitarfélög skipa neyðarstjórn með erindisbréfi sem skilgreinir hlutverk og tilgang neyðarstjórna og liggur sú skipan til grundvallar mönnun neyðarstjórnanna.

Neyðarstjórnirnar starfa hvort sem er á hefðbundnum tímum og almannavarnatímum.

Hlutverk neyðarstjórna

Frumskylda sveitarfélaga er að stuðla að öryggi og velferð borgaranna. Neyðarstjórn hefur því hlutverki að gegna að samhæfa aðgerðir og grípa til neyðarráðstafana þegar neyðarástand skapast til að forgangsraða lögbundinni þjónustu, samfélagslega mikilvægri starfsemi, tryggja almannaheill og lágmarka hugsanlegan samfélagslegan skaða.

Neyðarástand getur skapast þegar öryggi og innviðum samfélagsins er ógnað, svo sem vegna náttúruvár, þegar umhverfi og heilsu er ógnað, og þegar tæknivá eða annars konar hættuástand skapast. Á neyðarstigi er verkefnum forgangsraðað og grunnstoðir í þjónustu sveitarfélagsins varðar til að halda uppi nauðsynlegustu starfsemi.

Bæjarstjóri fer ásamt bæjarráði með framkvæmdastjórn sveitarfélagsins. Fagsvið, skrifstofur og fyrirtæki sveitarfélagsins bera hvert í sínu lagi ábyrgð á þeirri þjónustu sem þau veita. Neyðarstjórn starfar samkvæmt viðbragðsáætlun sveitarfélagsins.

Í neyðarstjórn Mosfellsbæjar sitja eftirfarandi:


  • Arnar Jónsson
  • Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
  • arnar[hja]mos.is


  • Hugrún Ósk Ólafsdóttir
  •  Verkefnastjóri/Starfsmaður neyðarstjórnar
  • hugrun[hja]mos.is