Samþykkt um mötuneyti grunnskóla Mosfellsbæjar

Nemendum Mosfellsbæjar stendur til boða hádegisverður sem saman stendur af kjöt- eða fiskréttum, súpum, mjólkurvörum, brauði, grænmeti og ávöxtum. Matseðillinn er unninn samkvæmt manneldismarkmiðum fyrir Íslendinga og er lögð áhersla á að hafa máltíðir fjölbreyttar.

Gjaldskrá, umsóknir og breytingar

1. gr.
Áskriftargjald mötuneyta fer eftir gjaldskrá. Bæjarráð staðfestir gjaldskrár mötuneyta.

2. gr.
Verð á  mánuði fer eftir fjölda daga sem nemendur eru í skólanum. Nemendur geta ekki fengið afslátt þó að þeir mæti ekki í allar máltíðir.

3. gr.
Ekki er veittur systkinaafsláttur af mötuneytisgjaldi.

4. gr.
Hver mánuður greiðist fyrirfram en hægt er að greiða sem reikning sem birtist í heimabanka eða kreditkorti.

  • Í heimabanka: Reikningur birtist á meðal ógreiddra reikninga í heimabanka. Reikning er hægt að greiða í heimabanka eða í bönkum.  Hægt er að óska eftir að fá greiðsluseðil póstsendan.
  • Kreditkort: Ef greitt er með kreditkorti verður kortanúmer og gildistími korts að koma fram við skráningu.

5. gr.
Áskriftarbeiðni verður að berast í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar fyrir 20. hvers mánaðar áður en áskrift hefst.

6. gr.
Gjald vegna mötuneyta er innheimt fyrirfram. Gjalddagi mötuneytis er 1. hvers mánaðar og eindagi 11. hvers mánaðar. Greiðsla fyrir mötuneyti vegna ágúst- og septembermánaða ár hvert er þó á gjalddaga þann 20. september og eindagi þann 30. sama mánaðar. Eftir eindaga reiknast dráttarvextir frá gjalddaga.

7. gr.
Þó nemandi  nýti ekki greidda áskrift vegna orlofa, veikinda eða annarra aðstæðna greiðist fullt gjald eftir sem áður líkt og fram kemur í lið 2.

8. gr.
Uppsögn miðast við 1. dag greiðslumánaðar og skal berast í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Uppsögn skal berast í síðasta lagi á 20. degi yfirstandi mánaðar ef hún á að taka gildi frá og með næstu mánaðamótum þar á eftir.

9. gr.
Ef forráðamenn eiga 2ja mánaða skuld ógreidda við mötuneyti er bæjarfélaginu heimilt að segja áskrift upp og setja skuldina í innheimtu og verður skuldari þá að bera vaxta- og innheimtukostnað af skuld sinni.

Ef nemandi fellur úr áskrift vegna uppsagnar eða skulda verður að sækja um nýja áskrift í Íbúagátt Mosfellsbæjar.

Ekki er hægt að endurnýja áskrift við þá sem eru í vanskilum vegna fyrra skólaárs.

Ferlar vegna skilagreinar og innheimtu 

  • Skilagrein skal berast innheimtufulltrúa fyrir 22. hvers mánaðar. 
  • Skilagrein í september skal berast 15. september. 
  • Skilagrein fyrir október skal berast fyrir 22. september.
  • Skólastjórnandi eða sá sem hann tilnefnir ber ábyrgð á að áskriftaskráningar séu rétt skráðar í skilagrein.
  • Ef villur koma fram ber forráðamönnum að snúa sér til viðkomandi skóla og óska leiðréttingar. Leiðréttingar berast frá skólanum til innheimtufulltrúa.

 

Samþykkt á 594. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 21. nóvember 2012.