Frístundastyrkir til 67 ára og eldri

Reglur um niðurgreiðslur:

  • Upphæð niðurgreiðslu fyrir árið 2019 er kr. 10.000.- og er tímabilið frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.
  • Umsækjandi þarf að vera með lögheimili í Mosfellsbæ. Sótt er um niðurgreiðsluna í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Skila þarf inn kvittun fyrir útlögðum kostnaði vegna þátttökugjalda í íbúagátt eða í Þjónustuver Mosfellsbæjar, Þverholti 2.
  • Greiðslur eru lagðar inn á reikning umsækjanda eftir að umsókn og gildri kvittun hefur verið skilað inn. Kvittun skal ekki vera eldri en 6 mánaða. Greitt er út fjórum sinnum á ári; 15. mars, 15. júní, 15. september og 15. desember.
  • Hreyfi- og tómstundatilboð eða námskeið skulu að lágmarki vara í 4 vikur og vera stýrt af viðurkenndum leiðbeinendum eða kennurum.
  • Í Íbúagátt Mosfellsbæjar er listi yfir skráð félög/félagasamtök/fyrirtæki/einstaklinga en hafa ber í huga að listinn er þó ekki tæmandi.