Stuðningur við afreksfólk í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt eða tómstund með félögum utan bæjarins

Meginreglan er sú að afreksfólk í Mosfellsbæ og þjálfarar/leiðbeinendur sækja um styrki innan síns íþrótta- og tómstundafélags. Félög með samstarfsamning við Mosfellsbæ fá á hverju ári framlag frá Mosfellsbæ í afreks- og styrktarsjóð til að mæta kostnaði afreksfólks vegna æfinga og keppnisferða og til að auðvelda þjálfurum/leiðbeinendum að efla sig í starfi. Hvert félag um sig ráðstafar þessum fjármunum í samræmi við það.

Með þessum vinnureglum er verið að huga að því afreksfólki sem að stundar utan þeirra félaga sem að hér að ofan eru nefnd. Er umsóknir berast á að fjalla um þær og afgreiða í íþrótta- og tómstundanefnd en ef koma upp tilvik þar sem bregðast þarf hratt við og/eða nefndarstörf liggja niðri, þá hafa starfsmenn nefndarinnar fullt umboð til að afgreiða erindi og kynna á næsta reglulega fundi nefndarinnar.

Íþrótta- og tómstundanefnd ber ábyrð á því að styrkfjárhæðir hvers árs séu innan fjárheimilda og við það miðað við að styrkir til einstaklinga séu að jafnaði á milli 35.000–70.000 kr. sem ræðst af verkefnum þeirra. Það kunna að koma upp tilvik þar sem styrkur getur verið hærri en þó ekki hærri en 105.000 kr. Starfsmenn nefndarinnar upplýsa nefndina reglulega um fjölda einstaklinga sem hljóta fjárstyrk og upphæðir styrkja.

Fjárstyrkir eru veittir vegna

  • Ferða innanlands og erlendis vegna æfinga, keppni fyrir landslið eða þátttöku í viðburðum hjá landssambandi sem tengjast íþrótt- eða tómstund viðkomandi.
  • Þátttöku á Ólympíuleikum, Norðurlanda-, Evrópu-, Heimsmeistaramótum, Smáþjóðaleikum eða öðrum sambærilegum mótum eða viðburðum íþrótta- og tómstundafélaga.

 

Um umsækjendur og umsóknir

Umsóknir skulu vera í nafni umsóknaraðila, undirritaðar af honum og staðfest af formanni félags eða þjálfara. Sé umsækjandi yngri en 18 ára skal forráðamaður hans staðfesta umsóknina. Sækja skal um á vef bæjarins. Til að auðvelda ákvörðun er mikilvægt að umsækjandi vandi alla gerð umsóknar og er æskilegt að með henni fylgi:

  • Áætlanir um æfingar og fyrirhugaða þátttöku í keppnum og markmið íþróttamannsins.
  • Fjárhagsáætlun vegna æfinga eða keppni eða þátttöku í viðburði/móti
  • Aðrar upplýsingar sem umsækjandi metur mikilvægar.

 

Öllum umsóknum er svarað skriflega.

 

Samþykkt 734. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 6.3.2019.