Reglur um aðgang að fundargátt Mosfellsbæjar

Reglur þessar sem settar eru af bæjarráði Mosfellsbæjar fjalla um möguleika þess fyrir stjórnmálahreyfingu, sem hefur átt fulltrúa í bæjarstjórn Mosfellsbæjar á liðnu kjörtímabili hefur boðið fram en ekki hefur fengið kjörinn fulltrúa á yfirstandandi kjörtímabili, að sækja um heimild til aðgangs að fundargáttinni samkvæmt reglum þessum.

1. gr.
Stjórnmálahreyfing sem á rétt á að sækja um aðgang að fundargátt Mosfellsbæjar skal senda inn formlega umsókn um aðganginn og veitist hann þá tveimur fulltrúum viðkomandi stjórnmálahreyfingar, aðal- og varamanni og er aðgangurinn persónulegur aðgangur þessara fulltrúa.

2. gr.
Aðgangur að fundargáttinni sbr. 1. gr. er í samræmi við tilnefningu viðkomandi stjórnmálahreyfingar hverju sinni, en hún getur skipt um aðal- og eða varafulltrúa sinn hvenær sem hún óskar þess og skal það gert skriflega.

3. gr.
Aðgangur að fundargáttinni sbr. 1. gr. er veittur að hámarki í eitt kjörtímabil eftir að viðkomandi stjórnmálahreyfing átti síðast aðild að bæjarstjórn Mosfellsbæjar

4. gr.
Sömu reglur gilda varðandi trúnað og þagnarskyldu og gildir almennt um aðgang að fundargátt Mosfellsbæjar og undirgangast skulu þeir einstaklingar sem aðganginn hafa hverju sinni þagnarskylduákvæði með sérstakri undirritun þar að lútandi.

5. gr.
Reglur þessar sem samþykktar eru af bæjarráði Mosfellsbæjar taka þegar gildi og gilda þar til þeim kann að verða breytt eða numdar úr gildi.

 

Samþykkt á 994. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 16. september 2010.