Reglur um úthlutun plássa í ungbarnaþjónustu í leikskólum Mosfellsbæjar

1. gr.
Ungbarnaþjónusta er starfrækt við þrjá leikskóla í Mosfellsbæ fyrir börn að tveggja ára aldri eða þar til þau fá leikskólapláss í einhverjum leikskóla bæjarins.

2.gr.
Sótt er um pláss fyrir barn í ungbarnaþjónustu á Íbúagátt Mosfellsbæjar í sömu umsókn og sótt er um hefðbundið leikskólapláss.

3.gr.
Skilyrði fyrir vistun í ungbarnaþjónustunni er að forráðamaður barnsins og barnið sjálft eigi lögheimili í Mosfellsbæ.

4. gr.
Umsóknin gildir sjálfkrafa fyrir þau ungbarnapláss sem bæjarfélagið starfrækir.

5. gr.
Úthlutanir í ungbarnaþjónustu eiga sér stað eftir því sem pláss eru laus. Vistun í ungbarnaþjónustu fellur niður þegar barni býðst hefðbundið leikskólapláss.

6. gr.
Úthlutun plássa í ungbarnaþjónustu Mosfellsbæjar fer fram á eftirfarandi hátt:

  • Fötluð börn hafa forgang að plássi.
  • Úthlutað er eftir aldursröð.

7. gr.
Hægt er að sækja um forgang að ungbarnaþjónustu ef barnaverndarsjónarmið mæla með því. Umsóknir um forgang að ungbarnaþjónustu, umfram 6. gr. eru unnar í samráði við starfsmenn barnaverndarnefndar.

8. gr.
Við upphaf vistunar barns í ungbarnaþjónustu er gerður rafrænn samningur við foreldra eða forráðamenn barnsins um vistunina.

9.gr.
Barn sem innritast í pláss í ungbarnaþjónustu er ekki að innritast í hefðbundið leikskólapláss í viðkomandi leikskóla. Almenn úthlutun í leikskóla er að öllu jöfnu á haustin eða þegar pláss losna. Barn getur því innritast í ungbarnaþjónustu í einn leikskóla og farið svo í hefðbundið leikskólapláss í öðrum leikskóla þegar að þeirri úthlutun kemur.

 

Samþykkt í Bæjarstjórn á 687 fundi 25. Janúar 2017.