Félagsleg ráðgjöf

Þegar einstaklingur/fjölskylda hyggst sækja um þjónustu fjölskyldusviðs er lagt upp með að ráðgjöf sé fyrsta skrefið í þjónustuferlinu. Viðtal hjá ráðgjafa gæti verið forsenda þess að sú umsókn sem einstaklingur hyggst senda inn teljist gild.

Markmið ráðgjafar

Markmið ráðgjafar er tvíþætt, annars vegar að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál og hins vegar að veita stuðning vegna félagslegs eða persónulegs vanda. Haft er að leiðarljósi að styðja einstaklinga og fjölskyldur til sjálfshjálpar þannig að hver og einn geti notið sín sem best í samfélaginu.

Allir sem hafa náð 18 ára aldri og eiga lögheimili í Mosfellsbæ geta leitað ráðgjafar sér að kostnaðarlausu.

Hvaða málefni falla undir félagslega ráðgjöf?

Undir félagslega ráðgjöf falla m.a. eftirtalin atriði:

 • Fjárhagsvandi og fjármál.
 • Húsnæðisvandi.
 • Atvinnuleysi.
 • Samskipti innan fjölskyldna, meðal annars sambúðarvanda.
 • Uppeldismál og málefni barna og unglinga.
 • Hjónaskilnaðir og sambúðarslit.
 • Forsjár- og umgengnismál.
 • Ættleiðingarmál.
 • Afengis- og/eða vímuefnavandi.
 • Skert færni og/eða fötlun.
 • Aðstæður á efri árum.

 

Ávallt er leitast við að veita ráðgjöfina í samhengi við önnur úrræði ef við á og tengja hana þjónustu annarra aðila eftir því sem hentar, svo sem skóla, heilsugæslustöðvar, sérhæfðrar ráðgjafar á borð við SÁÁ o.s.frv.

Starfsfólk fjölskyldusviðs er bundið þagnarskyldu um málefni einstaklinga sem þangað leita. Undantekningu frá þagnarskyldu má einungis gera samkvæmt lagaboði, svo sem ef barni er hætta búin.