Fjárhagsaðstoð

Fjölskyldunefnd fer með málefni fjárhagsaðstoðar í umboði bæjarstjórnar. Starfsmenn fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar sjá um framkvæmd þjónustunnar. Þeir hafa að leiðarljósi að hvetja einstaklinginn til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum, virða sjálfsákvörðunarrétt hans og styrkja hann til sjálfshjálpar.

Markmið með veitingu fjárhagsaðstoðar er að stuðla að því að einstaklingar og fjölskyldur geti framfleytt sér.

Umsókn um fjárhagsaðstoð

Hverjir geta sótt um fjárhagsaðstoð?

  • Þeir sem eiga lögheimili í bæjarfélaginu.
  • Atvinnurekendur og sjálfstætt starfandi einstaklingar sem hafa hafa hætt rekstri og lagt inn virðisaukanúmer.

 

Hvað felst í fjárhagsaðstoð?

  • Aðstoðin er í formi styrks eða láns. Jafnan eru kannaðir aðrir möguleikar en fjárhagsaðstoð.
  • Fjárhagsaðstoð er einungis veitt í tengslum við önnur úrræði, svo sem ráðgjöf og leiðbeiningar.
  • Sá sem nýtur fjárhagsaðstoðar skal tilkynna fjölskyldusviði ef breytingar verða á tekjum og fjölskylduaðstæðum. Slíkar breytingar geta haft áhrif á rétt til fjárhagsaðstoðar.
  • Fjárhagsaðstoð sem veitt er á grundvelli rangra eða villandi upplýsinga er alltaf endurkræf.

Fjárhagsaðstoð til einstaklings getur verið allt að 196.685 krónur á mánuði og 314.696 á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð en heimilishald hefur áhrif á upphæð fjárhagsaðstoðar, sjá nánar upplýsingar um grunnfjárhæðir í 9. grein reglna um fjárhagsaðstoð. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna.

Um fjárhagsaðstoð í Mosfellsbæ gilda reglur sem bæjarstjórn hefur samþykkt í samræmi við 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (nr. 40/1991).