Húsnæðismál

Markmiðið með þjónustu á sviði félagslegra húsnæðismála er að stuðla að því að íbúar geti búið við öryggi í húsnæðismálum. Þjónustan er í samræmi við lög um húsnæðismál nr. 44/1998 og önnur lög eftir því sem við á hverju sinni.

Fjölskyldunefnd fer með málefni félagslegra húsnæðismála í umboði bæjarstjórnar. Starfsmenn fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar sjá um framkvæmd þjónustunnar.

Félagslegar leiguíbúðir

Markmið með úthlutun félagslegra leiguíbúða er að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum, sem ekki eru færir um það sjálfir. Úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis er einungis ætlað að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn.

 

Almenn skilyrði fyrir úthlutun leiguíbúða

  • Umsækjandi sé búsettur í Mosfellsbæ og hafi verið það sl. 6 mánuði þegar umsókn er tekin til afgreiðslu fjölskyldusviðs. Heimilt er þó að víkja frá þessari reglu við mjög sérstakar og óvenjulegar aðstæður.
  • Umsækjandi sé ekki í vanskilum við stofnanir bæjarfélagsins eða fyrirtæki.

 

Húsnæðisbætur

Sótt er um húsnæðisbætur á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaðar þeim fjölskyldum og einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra erfiðleika.

Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu húsaleigu vegna samþykktra íbúða á almennum markaði til viðbótar við almennar húsnæðisbætur.

 

Fulltrúi

 

Þagnarskylda

Fulltrúar fjölskyldunefndar og starfsmenn fjölskyldusviðs eru bundnir þagnarskyldu um einkamál þeirra sem njóta þjónustu sviðsins. Þagnarskyldan helst þrátt fyrir að viðkomandi láti af störfum. 

 

Áfrýjun

Trúnaðarmálafundur fjölskyldudeildar fer yfir umsóknir um félagslegar leiguíbúðir og sérstakan húsnæðisstuðning og afgreiðir þær í samræmi við reglur Mosfellsbæjar. Umsækjandi getur áfrýjað afgreiðslu fundarins til fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar.

Ákvörðun fjölskyldunefndar sem tekin er á grundvelli laga um húsnæðismál nr. 44/1998 og reglna Mosfellsbæjar. Umsækjandi getur áfrýjað úrskurði nefndarinnar til úrskurðarnefndar velferðarmála.

Áfrýjun skal borin fram skriflega innan fjögurra vikna frá því að umsækjanda barst vitneskja um afgreiðslu umsóknar.