Þjónusta við fatlað fólk
Mosfellsbær veitir margvíslega þjónustu, svo sem ráðgjöf og stuðning við fatlað fólk og foreldra fatlaðra barna, þjónustu á heimilum, hæfingu, starfsþjálfun, verndaða vinnu, stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn, skammtímavistun og akstursþjónustu.
Hægt er að hafa samband við Þjónustuver Mosfellsbæjar í síma 525-6700 fyrir nánari upplýsingar.

Önnur þjónusta
Umsjón og framkvæmd þjónustu
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar sér um þjónustu við fatlað fólk, framkvæmd þjónustunnar og eftirliti með henni. Þjónustan miðar að því að skapa þeim skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi en sé þjónustuþörf meiri er sértæk þjónusta veitt.
Fulltrúar fjölskyldunefndar og starfsmenn fjölskyldusviðs eru bundnir þagnarskyldu um einkamál þeirra sem njóta þjónustu sviðsins. Þagnarskyldan helst þrátt fyrir að viðkomandi láti af störfum.
Fatlaðir eiga rétt á almennri þjónustu sem veitt er á fjölskyldusviði í samræmi við lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 en að auki geta fatlaðir átt rétt á þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
Þjónustan miðar að því að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og skapa því skilyrði til að lifa eðlilegu lífi og taka virkan þátt í samfélaginu. Nánari upplýsingar á vef Stjórnarráðs Íslands.