Frístundaávísun fyrir börn og unglinga

Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Mosfellsbæ með fjárframlagi á móti kostnaði við frístundaiðkun.

Hægt er að ráðstafa styrknum gegnum flest frístundakerfi frístundafélaga í þeim tilfellum er valið að nýta frístundaávísun um leið og barn er skráð hjá félaginu. Styrk til annarra félaga þarf að skrá gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar.

Frístundatímabil nær yfir skólaár og hefst 15. ágúst ár hvert til 31. maí árið eftir. 

Frístundatímabilið 2019-2020

Börn fædd á árunum 2002 til 2013 eiga rétt á frístundaávísun á frístundatímabilinu 15. ágúst 2019 til 31. maí 2020. Þar að segja fyrir börn sem verða 6 ára og 18 ára á árinu, börn sem eru að hefja nám í fyrsta bekk grunnskóla til og með unglinga á öðru ári í framhaldsskóla. Sé barn orðið 18 ára sækir það sjálft um í Íbúagátt Mosfellsbæjar.

Vinsamlega athugið að aðeins börn með lögheimili í Mosfellsbæ fá valmöguleika um að nýta frístundaávísun.

 

Upphæð frístundaávísunar

Frístundaávísun 2019-2020 er 50.000 kr. en hækkar fyrir þriðja barn upp í 60.000, einnig fyrir fjórða og fimmta barn o.s.frv.. Þetta á við um fjölskyldur sem skráðar eru með sama lögheimili og fjölskyldunúmer hjá foreldri.


Fyrsta barn: 50.000 kr.

Samtals upphæð á fjölskyldu: 50.000 kr.
Meðaltal/Ráðstöfun á barn: 50.000 kr.*


Annað barn: 50.000 kr.

Samtals upphæð á fjölskyldu: 100.000 kr.
Meðaltal/Ráðstöfun á barn: 50.000 kr.*


Þriðja barn: 60.000 kr.

Samtals upphæð á fjölskyldu: 160.000 kr.
Meðaltal/Ráðstöfun á barn: 53.333 kr.*


Fjórða barn: 60.000 kr.

Samtals upphæð á fjölskyldu: 220.000 kr.
Meðaltal/Ráðstöfun á barn: 55.000 kr.*


Fimmta barn: 60.000 kr.

Samtals upphæð á fjölskyldu: 280.000 kr.
Meðaltal/Ráðstöfun á barn: 56.000 kr.*


Sjötta barn: 60.000 kr.

Samtals upphæð á fjölskyldu: 340.000 kr.
Meðaltal/Ráðstöfun á barn: 56.666 kr.*

*Sú upphæð sem forráðamaður getur ráðstafað fyrir hvert barn.
Hvernig er frístundaávísunin notuð? 


1. Nota frístundaávísun í gegnum skráningarkerfi félags

  1. Þegar iðkandi er skráður á námskeið/í félag er farið í skráningarkerfi félagsins (t.d. afturelding.felog.is).
  2. Þar er valið að "nýta frístundaávísun" á móti námskeiðs/félagsgjöldum. Kerfið sækir þá upphæð frístundaávísunar barnsins sjálfkrafa. Foreldri getur kosið að breyta upphæðinni sem á að nýta.
  3. Þegar skráningunni á námskeið/í félag er staðfest er upphæðinni ráðstafað sjálfkrafa.


2. Nota frístundaávísun í gegnum Íbúagátt til félags sem er ekki með eigið skráningarkerfi

  1. Skráir þig inn í Íbúagátt Mosfellsbæjar.
  2. Smellir á flipann "Frístundaávísun" efst á síðunni og færð upp umsóknina.
  3. Velur barn til að birta lista yfir frístundastarf sem er í boði hjá sveitarfélaginu. (Barnið þarf að eiga lögheimili í Mosfellsbæ og hafa ekki þegar nýtt frístundaávísunina.)
  4. Velur að opna skráningu félaga án frístundakerfa. (Hægt er að skipta ávísuninni þannig að hún renni til tveggja félaga.)
  5. Staðfestu upphæð frístundaávísunar sem á að nýta. (Með staðfestingu sinni á frístundaávísun í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar samþykkir forráðamaður barns að Mosfellsbær greiði völdu félagi eða félögum þá styrkfjárhæð sem tilgreind var við félagið.)
  6. Þegar umsóknarferlinu er lokið hefur ávísun verið úthlutað til viðkomandi félags.


Athugið: Eingöngu er verið að ráðstafa frístundaávísun, ekki greiða námskeiðsgjöld.