Íþrótta- og tómstundafélög

 

Vetrarfrístund 2019-2020

Nóg framboð af spennandi afþreyingu fyrir börn og unglinga í vetur.

Leikfélag Mosfellssveitar stendur fyrir hinum sívinsælu Leikgleði námskeiðum í vetur. Í boði verða 10 vikna námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-12 ára og 13-16 ára. Námskeiðin eru kennd einu sinni í viku í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ.
Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi.
Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning eru á heimasíðu Leikgleði, www.leikgledi.is
Endilega hafið samband í gegnum tölvupóst á leikgledi@gmail.com með spurningar. Vinsamlegast sýnið því skilning að það getur tekið 1-4 daga að fá svar. Einnig má hringja í Evu Björgu í síma 694-8964.

Fylgstu með Leikfélaginu á facebook og instagram og Leikgleði á facebook og youtube.

Vetraræfingar hjá GM

Golfklúbbur Mosfellsbæjar býður upp á golfæfingar fyrir krakka á öllum aldri yfir vetrartímann. Æfingarnar hefjast í nóvember og standa yfir í allan vetur. Allar nánari upplýsingar um æfingar eru á https://www.golfmos.is/Afreksstarf/golfaefingar-hja-gm

Haustönn 2019
Fyrir börn fædd 2014, 2015 og 2016
Laugardaginn 14.september hefst Íþróttaskóli barnanna að nýju.
Um er að ræða 12 tíma námskeið í Íþróttamiðstöðinni að Varmá og lýkur skólanum laugardaginn 30.nóvember.

Tímasetning: Börn fædd 2016: kl. 09:15 – 10:10
Börn fædd 2015: kl. 10:15 – 11:10
Börn fædd 2014: kl. 11:15 – 12:10
Námskeiðsgjald er kr. 10.000.- veittur er systkinaafsláttur.

Skráning: Hægt er að senda póst á netfangið, ithrottaskolinn@gmail.com. Einnig er hægt að skrá á fésbókarsíðu Íþróttaskólans, Íþróttaskóli barnanna Afturelding.
Upplýsingar sem verða að koma fram eru nafn og kennitala barns sem og gsm númer forráðamanns/forráðamanna.

Fjölbreytni er mikil í Íþróttaskólanum. Farið er í hina ýmsu leiki, við syngjum og dönsum. Mikið unnið með bolta (kasta, grípa, drippla, blaka, sparka), badminton, grunnhreyfingar í fimleikum, styrkur, þol, fimi, þor o.fl.
Íþróttaskólinn er góður undirbúningur fyrir íþróttakennslu þar sem þau kynnast umhverfi og reglum í íþróttahúsi (búningsklefinn, starfsfólkið, röðin, agi, tillitssemi). Foreldrar taka virkan þátt með börnunum sínum 

Nánari upplýsingar má nálgast: í síma 772-9406, á heimasíðu Aftureldingar, afturelding.is eða sendið fyrirspurn á ithrottaskolinn@gmail.com. Erum á facebook (Íþróttaskóli barnanna Afturelding)

Hlakka til að sjá ykkur í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.
Svava Ýr Baldvinsdóttir, íþróttakennari
og allir hinir íþróttaálfarnir í Íþróttaskólanum


Á námskeiðinu þjálfast nemendur í leirmótun, teikningu og hugmyndavinnu. Lögð er áhersla á að styrkja skapandi hugsun, persónulega tjáningu og leikgleði nemenda.
Myndlistarnám er þroskandi fyrir börn og unglinga. Það þjálfar bæði hug og hönd og kemur að góðu gagni á mörgum sviðum, bæði í skóla og í daglegu lífi. Það þjálfar einbeitingu, athygli og smekk, örvar ímyndunaraflið og opnar augun fyrir umhverfinu.

Heimasíða Myndlistaskólans

Hlutverk tónlistardeildarinnar er að efla almenna tónlistarfræðslu og gera öllum kleift að stunda nám í hljóðfæraleik og söng sem þess óska. Í skólanum er kennt á öll helstu hljóðfæri, auk söngnáms, en alls eru kenndar 17 námsgreinar við skólann.

Heimasíða Listmos

Sund er kjörin hreyfing sem reynir á allan líkamann án þess að einstakir líkamshlutar verði fyrir of miklu álagi. Vatnið hefur þann eiginleika að gera mann „léttari“ þannig að álag á liði og vöðva verður minna en á þurru landi. Sund er því góður kostur fyrir alla.

Sund er kjörin hreyfing sem reynir á allan líkamann án þess að einstakir líkamshlutar verði fyrir of miklu álagi. Vatnið  hefur þann eiginleika að gera mann „léttari“ þannig að álag á liði og vöðva verður minna en á þurru landi. Sund er því góður kostur fyrir alla.


Heimasíða Lágafellslaugar

Kraftlyftingar og Olympískar lyftingar á þriðjudögum kl.19:00 með þjálfara.

Hraustir krakkar eftir skóla tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum.

Heimasíða Eldingar

DansskólinnBarnadansar 4 - 6 ára - Skemmtilegt námskeið fyrir yngstu kynslóðina og frábær hreyfing.

Freestyle dans - Freestyle og break. Skemmtilegir dansar, skemmtileg tónlist.

Hjóna og paranámskeið

Innritun og upplýsingar í síma: 866 2640 og 866 2494 12. - 19. janúar, milli kl. 19:00 - 21:00

Kennslustaður: Varmárskóli Mosfellsbæjar

Afturelding býður upp á æfingar hjá 10.deildum yfir vetrartímann.
Hægt er að skoða hverja deild fyrir sig inn á afturelding.is

Deildirnar sem boði eru:
• Blak
• Fimleikar
• Frjálsar
• Handbolti
• Karate
• Knattspyrna
• Körfubolti
• Sund
• Taekwondo

Skráning og upplýsingar um æfingatíma er inn á afturelding.is


Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun. Öll börn og ungmenni sem við einhverns konar fötlun eða skerta getu að stríða vegna sjúkdóma eða af öðrum ástæðum og sem hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku geta komið á 10 vikna námskeið.

Heimasíða Harðar

Mosverjar
Í skátastarfi upplifum við náttúruna, útivistina og félagsskapinn með vinum okkar. Við lærum að umgangast okkur sjálf, samfélagið og umhverfið okkar á ábyrgan hátt með leikinn í fyrirrúmi. Hver áskorun er ævintýri.
Við hittumst vikulega og förum auk þess í dagsferðir, útilegur og skátamót.
Starfið skiptist í eftirfarandi aldursbil,
Drekaskátar - 2.-4. bekkur
Fálkáskátar - 5.-7. bekkur
Dróttskátar - 8.-10. bekkur
Rekka- og Róverskátar - framhaldsskóli og eldri

Auk þess er alltaf pláss fyrir áhugasama fullorðna sjálfboðaliða.
Upplýsingar um og myndir úr starfinu má finna hér: www.facebook.com/mosverjar
Einnig má senda tölvupóst á mosverjar@mosverjar.is


Skautaæfingar er góð og holl hreyfing fyrir krakka og mjög góður grunnur að heilbrigðu líferni. Með skautaæfingum eflist styrkur, þol og teygjanleiki og börnin eflast í samvinnu að sameiginlegu markmiði.

Heimasíða Björnsins

Grunnur að farsælu starfi björgunarsveitar er fólgið í þeirri nýliðun sem fæst með öflugu starfi unglingadeildar. Í Kyndli eru starfandi um 40 unglingar í yngri og eldri deildum. Til að starfa með unglingadeild Kyndils þarftu að vera á aldrinum 14-18 ára. Í boði er skemmtilegt félagsstarf og fá meðlimir unglingadeildar þjálfun og leiðsögn frá reyndu björgunarsveitarfólki. Mikil áhersla er lögð á útivist í náttúru Íslands. Hafir þú áhuga á að ganga til liðs við unglingadeild Kyndils þá er um að gera að hringja og mæta á kynningarfund.

World Class

• Unglingahreysti
• Dans 7-9, 10-12, 13-15 og 16+
• Opna hóptíma
• Leiðsögn í tækjasal

Heimasíða World Class

Hjá Leynileikhúsinu geta ungir leiklistarunnendur sótt fjölbreytt og skapandi námskeið í leiklist. Á námskeiðunum er unnið er að því að efla framkomu, sköpunarkraft og tækni hvers og eins nemanda, með leikgleði og frumsköpun að leiðarljósi. Einkunnarorð Leynileikhússins eru einmitt LEIKGLEÐI! Leynileikhústímarnir fara fram í skólabyggingum víða um höfuðborgarsvæðið. Slíkt skapar vissulega heildstæðari vinnudag fyrir börnin og minni þörf er á skutli eða strætóferðum til að börnin geti stundað sitt áhugamál.

Heimasíða Leynileikhússins

• SUNNUDAGASKÓLI
Sunnudagaskólinn eru alla sunnudaga yfir vetrartímann klukkan 13:00 í Lágafellskirkju. Þar er komið saman sungið og leikið og eru foreldrar hvattir til þátttöku.

• FORELDRAMORGNAR
Á Foreldramorgnum býður Lágafellssókn foreldrum og ungum börnum þeirra að hittast í safnaðarheimilinu og ræða saman, skiptast á skoðunum og deila reynslu sinni af barnauppeldi.
Í Safnaðarheimilinu er góð aðstaða fyrir börn og hægt að komast út á svalir með barnavagna.

Hálfsmánaðarlega er fræðsla frá utanaðkomandi aðila um málefni sem tengist börnum og barnauppeldi. Fræðslan í haust verður m.a: skyndihjálp barna, svefnvenjur, ungbarnanudd, tengslamyndun o.fl. Dagskrána má sjá inn á Facebook: Foreldramorgnar í Lágafellskirkju, Mosfellsbæ

Foreldramorgnar byrja 12.september og eru á fimmtudögum milli kl. 10:00 - 12:00

• T.T.T
TTT er starf fyrir öll tíu til tólf ára börn sem vilja taka þátt í starfi kirkjunar. Hver samvera byggist upp á leikjum, fræðslu og tónlist.
Við hittumst einu sinni í viku á fimmtudögum milli 17:00-18:00 í safnaðarheimili kirkjunar að Þverholti 3. 2. hæð. Allir velkomnir.


• SOUND – ÆSKULÝÐSSTARF LÁGAFELLSKIRKJU
Sound er félagskapur fyrir alla unglinga í 8. 9 og 10 bekk. Við gerum eitthvað skemmtilegt á hverjum fundi einnig verður farið í nokkrar ferðir. Fundirnir eru á þriðjudögum kl. 19:30 í safnaðarheimili kirkjunar Þverholti 3. 2. hæð.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að nálgast á www.lagafellskirkja.is