Sumarfrístund 2021

Nú er sumarið að nálgast og að vanda er fjölbreytt frístundastarf í boði fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ.

Allir þeir sem að vilja koma á framfæri upplýsingum um námskeið fyrir börn og unglinga geta sent upplýsingar á netfangið dana[hja]mos.is.

Frístundastarf í sumar

Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun bjóða upp á golf og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í sumar. Námskeiðin eru byggð upp á skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í hans nánasta umhverfi. Golfið verður aldrei langt undan en einnig verður námskeiðið brotið upp með skemmtilegri dagskrá!

Námskeiðin henta vel fyrir alla krakka, hvort sem þau hafa prófað golf áður eða ekki. Ekki er nauðsynlegt að eiga búnað til golfiðkunar – allt slíkt er á svæðinu. Krakkar þurf að taka með sér nesti fyrir hádegismat. Mikilvægt að vera alltaf klædd eftir veðri.

Grétar Eiríksson íþróttafræðingur og PGA golfkennari hefur yfirumsjón með námskeiðunum en leiðbeinendur eru afrekskylfingar í GM með reynslu af kennslu á golfnámskeiðum.

Skráning hefst á námskeiðin þann 1. maí á golfmos.is.

Námskeiðin eru á eftirfarandi dagsetningum sumarið 2021:

Júní
7. - 11. Júní (5 dagar)
14. - 18. júní (4 dagar)

Júlí
5. - 9. júlí (5 dagar)
26. - 30. júlí (5 dagar)

Ágúst
9. - 13. ágúst (5 dagar)

Námskeiðin eru kennd á milli kl. 10:00 - 14:00 á daginn. Nemendur hafa tækifæri til þess að mæta kl. 09:00 alla daga gegn auka gjaldi, 2.000 kr. fyrir alla vikuna.

Verð á námskeiðin er 19.900 kr. (15.900 kr. fyrir 4 daga námskeið).

Innifalið í námskeiðsgjaldi er:
- Golfhringur í Bakkakoti með grillveislu að loknum hring
- Pokamerki á golfsettið
- Félagsaðild hjá GM sumarið 2021 með leikheimild á Steinarsvelli í Bakkakoti
- Æfingaboltar á æfingasvæði GM við Hlíðavöll

Systkinaafsláttur er 15%

Námskeiðin eru opin fyrir börn fædd á árunum 2009-2015.

Komdu og vertu með á skemmtilegasta námskeiði sumarsins!

Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá í tölvupósti á netfangið gretar@golfmos.is.

Í sumar verður boðið upp á Leikgleði námskeið fyrir 6-16 ára hjá Leikfélagi Mosfellssveitar.

Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi. Öll námskeiðin enda með sýningu í Bæjarleikhúsinu.

Upplýsingar og skráning eru á leikgledi.is.

Eftirfarandi námskeið verða í boði:

6-8 ára
- Námskeið A 14. - 25. júní kl. 10:00 - 11:00
- Námskeið B 28. júní - 9. júlí kl. 10:00 - 11:00

9-12 ára
- Námskeið A 14. - 25. júní kl. 11:30 - 13:30
- Námskeið B 14. - 25. júní kl. 14:00 - 16:00
- Námskeið C 28. júní - 9. júlí kl.11:30 - 13:30
- Námskeið D 28. júní - 9. júlí kl. 14:00 - 16:00
- Námskeið E 12. - 23. júlí kl. 14:00 - 16:00

13-16 ára
- 21. júní - 23. júlí kl. 16:30 - 19:30

Reiðskóli Hestamenntar býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og unglina frá 6 - 15 ára.

Í boði eru viku og tveggja vikna námskeið frá mánudegi til föstudags, fyrir hádegi kl. 9:00 - 12:00 eða eftir hádegi kl. 13:00 - 16:00.

Námskeiðin hefjast þann 10. júní og standa til 20. ágúst.

Stubbanámskeið verður fyrir 4 - 6 ára börn vikuna 26 - 30. júlí kl. 9:00 - 12:00.

Skráning og allar nánari upplýsingar eru á hestamennt.is.

Hægt er að hafa samband með tölvupóst á hestamennt@hestamennt.is eða í síma 865-2809, Fredrica.

Reiðskólinn er staddur í hesthúsahverfinu við Varmárbakka í Mosfellsbæ.

Sumarnámskeið Lágafellskirkju fyrir 6-9 ára krakka (1.-4. bekkur, fædd á árinu 2012-2015).

Lágafellskirkja býður upp á sumarnámskeið í bæði júní og ágúst. Hver dagur byggist upp af leik, ævintýrum, söng, fræðslu, fjöri og útiveru. Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða 3 nestisstundir yfir daginn.

Námskeiðin verða í gangi milli kl. 9:00-16:00 en húsið opnar kl. 8:45.

Nauðsynlegt er að skrá þátttakendur í gegnum skráningarkerfið okkar.

Tímabil í boði:
- Vika 1: 14.-18. júní (8.000 kr.) - Frí fimmtudaginn 17. júní
- Vika 2: 21.-25. júní (10.000 kr.)
- Vika 3: 9.-13. ágúst (10.000 kr.)
- Vika 4: 16.-20. ágúst (10.000 kr.)

Dagskrá
Námskeiðin eru haldin að safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3 í Mosfellsbæ og verða í gangi mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00-16:00, húsið opnar kl. 8:45. Hver dagur felur í sér mikið fjör, ævintýri, útiveru, ferðalög í nærumhverfi eða vettvangsferðir með strætó, föndur og spjall.

Nánari upplýsingar og skráning á vef Lágafellskirkju.

 

Summer Activities and Recreation 2021

The Mosfellsbær Golf Club offers junior golf program for children aged 6 and older. The main focus of the program is to provide quality golf instruction for all junior golfers, regardless of age or ability. The program includes games and activities off the course as well.

No previous golfing experience is necessary and the Golf Club provides all equipment needed.

Registration begins on May 1st at golfmos.is.

Availability:

June
7. - 11. June (5 days)
14. - 18. June (4 days)

July
5. - 9. July (5 days)
26. - 30. July (5 days)

August
9. - 13. August (5 days)

Prices:
- 4 day program: ISK 15.900
- 5 day program: ISK 19.900

15% discount for siblings.

The program hours are from 10:00 - 14:00.
Those who are interested in an earlier start can begin the program at 09:00 for an extra fee of ISK 2.000 (per week).

Please note that your child must wear weather appropriate clothing and bring packed lunch.

For further information please email gretar@golfmos.is.