Sumarfrístund 2020

Nú er sumarið að nálgast og að vanda er fjölbreytt frístundastarf í boði fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ.

Allir þeir sem að vilja koma á framfæri upplýsingum um námskeið fyrir börn og unglinga geta sent upplýsingar á netfangið dana[hja]mos.is.

Frístundastarf í sumar

Sumarnámskeið fimleikadeildar Aftureldingar eru samblanda af leikjum, útiveru, fimleikum og fjölbreyttri gleði.

Skráning: afturelding.felog.is

Boðið er upp á heilsdagsnámskeið frá kl. 9:00-16:00 og hálfsdagsnámskeið eftir hádegi, kl. 13:00-16:00.

Einnig er boðið upp á gæslu frá 8:00-9:00.

Börnin þurfa að mæta með eigið nesti.

Aldur: 6-10 ára (í ágúst er börnum sem eru að byrja í fyrsta bekk boðið að taka þátt).

Dagsetning námskeiða:

9.-12. júní:
- Kl. 9:00-16:00 = 12.700 kr.
- Kl. 13:00-16:00 = 6.500 kr.

15.-19.  júní:
- Kl. 9:00-16:00 = 12.700 kr.
- Kl. 13:00-16:00 = 6.500 kr.

22.-26. júní:
- Kl. 9:00-16:00 = 15.900 kr.
- Kl. 13:00-16:00 = 8.200 kr.

29. júní - 3. júlí:
- Kl. 9:00-16:00 = 15.900 kr.
- Kl. 13:00-16:00 = 8.200 kr.

4.-7. ágúst:
- Kl. 9:00-16:00 = 12.700 kr.
- Kl. 13:00-16:00 = 6.500 kr.

10.-14. ágúst:
- Kl. 9:00-16:00 = 15.900 kr.
- Kl. 13:00-16:00 = 8.200 kr.

17.-21. ágúst:
- Kl. 9:00-16:00 = 15.900 kr.
- Kl. 13:00-16:00 = 8.200 kr.

20% afsláttur ef öll námskeið eru keypt.

20% systkinaafsláttur. Vinsamlega athugið að það þarf að hafa samband ef þið viljið nýta ykkur systkinaafslátt því það þarf að skrá afsláttinn handvirkt.
Ungmennafélagið Afturelding, s: 566-7089.

Einnig verða sumaræfingar fyrir keppnishópa: 2., 3., 4. flokkur og drengjahópur.

 

Námskeið hjá hjóladeild Aftureldingar.

Skráning: afturelding.felog.is

Tímabil: 1. - 10. júní, mán. og mið.

Grunnnámskeið: kl. 16:10 - 17:10 (20 pláss).
Framhaldsnámskeið: kl. 17:10 - 18:10 (20 pláss).

Hjól með virkum bremsum og hjálmur eru skilyrði.

Verð: 8.000 kr.

Upplýsingar:
Við munum byrja allar æfingar við pumptrackið hjá Varmárskóla.
Farið verður í grunntækni, jafnvægi, bremsur, beygjur og þess háttar.
Við munum fara á vel valda staði í nágrenninu með æfingar í huga, einnig munum við fara á nýja hjólabraut í garðinum hjá Magne og Ástu í Icebike.

Framhaldsnámskeið: Á þessu námskeiði þurfa krakkarnir að hafa gott vald á hjóli og bremsum þar sem við munum nýta fell og hlíðar í nágrenni Mosfellsbæjar.

Þjálfarar:
- Georg Vilhjálmsson, sími: 664-1233.
- Steini Sævar Sævarsson, sími: 896-3060.

Georg og Steinar eru báðir með þjálfaramenntun frá ÍSÍ og áratuga reynsla í hjólasportinu.

Námskeið hjá knattspyrnudeild Aftureldingar.

Skráning: afturelding.felog.is

Knattspyrnuskóli Aftureldingar

Knattspyrnuskólinn er fyrir hressa krakka fædda 2006 - 2013.

Tímabil:
- Námskeið 1: 9. - 12. júní (5 dagar).
- Námskeið 2: 15. - 19. júní (4 dagar).
- Námskeið 3: 22. - 26. júní (5 dagar).
- Námskeið 4: 29. júní - 3. júlí (5 dagar).
- Námskeið 5: 4. - 7. ágúst (4 dagar).
- Námskeið 6: 10. - 14. ágúst (5 dagar).

Verð: 7.500 kr. (5 dagar) og 6.000 kr. (4 dagar)

Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Afsláttur af námskeiðspökkum:
10% af námskeiðum 1 - 3 og 2 - 4 og 20% af 1 - 6.

Upplýsingar:
Skóli á vegum knattspyrnudeildar Aftureldingar þar sem meginmarkmiðið er að börn á aldrinum sjö til fimmtán ára læri undirstöðuatriði í fótbolta á leikrænan og skemmtilegan hátt. Lögð er áhersla á grunntækni í knattspyrnu og að allir fá verkefni við sitt hæfi. Skólinn er kjörinn vettvangur fyrir nýja iðkendur til að kynnast grunnatriðum íþróttarinnar en er jafnframt ætlaður börnum sem æfa fótbolta og vilja skemmtilega viðbót við hefðbundnar æfingar. Knattspyrnuskólinn fer fram á gervigrasinu að Varmá.

- Kennt er alla virka daga frá kl. 09:30 - 12:00.
- Gæsla innifalin í verði frá kl. 09:00.
- Hverju námskeiði lýkur með knattþrautum og grillveislu.
- Leynigestir kíkja í heimsókn.

Nánari upplýsingar veitir yfirþjálfari á netfangið: bjarki[hja]afturelding.is.

 


 

Fótbolta akademía sumarið 2020

Knattspyrnudeild Aftureldingar kynnir námskeið fyrir leikmenn 5. flokks og 4. flokks karla og kvenna fyrir sumarið 2020.

Tímabil:
- Námskeið 1: 9. - 12. júní. Gervigras Varmá kl. 09:30-12:00 (5 dagar).
- Námskeið 2: 22. - 26. júní. Gervigras Varmá kl. 09:30-12:00 (5 dagar).

Verð: 7.500 kr.

10% afsláttur ef skráð er á bæði námskeiðin.

Upplýsingar:
Boðið verður uppá Fótbolta Akademíu í júní fyrir þessa flokka. Markmiðið er að bæta við æfingum fyrir þennan aldur til að auka tæknilega færni, sendingar og móttökur. Æfingar fara fram undir stjórn menntaðra þjálfara hjá knattspyrnudeild.

Þjálfarar:
- Bjarki Már Sverrisson, yfirþjálfari yngri flokka.
- Hallur Ásgeirsson, þjálfari yngri flokka, auk annarra gestaþjálfara.

Nánari upplýsingar veitir yfirþjálfari á netfangið: bjarki[hja]afturelding.is.

 

Námskeið hjá körfuboltadeild Aftureldingar:

Skráning: afturelding.felog.is

1. - 4. bekkur: Leikjanámskeið, mán. - fös. kl. 09:00 - 12:00.
5. - 7. bekkur: Körfubolta æfingar, mán. - fim. kl. 12:30 - 14:00.
8. - 10. bekkur: Körfubolta æfingar, mán. - mið. og fim. kl. 18:30 - 20:00.

Tímabil
- 8 - 12. júní.
- 15. - 19. júní.
- 22. - 26. júní.
- 29. júní - 3. júlí.
- 10. ágúst - 14. ágúst.
- 17. - 21. ágúst.

Verð:
5 dagar: 7.500 kr. 
4 dagar: 6.000 kr.

Nánari upplýsingar veitir yfirþjálfari á netfangið: saebi[hja]simnet.is.

50% afsláttur fyrir alla krakka sem eru að æfa í körfuknattleiksdeild Aftureldingar. Þeir sem ætla nýta afsláttin þurfa að skrá sig hjá Sævaldi þjálfara, saebi[hja]simnet.is.

Hinn árlegi Sumarlestur verður í boði í Bókasafninu í sumar. Markmiðið með lestrarátakinu er að hvetja börn til þess að lesa í sumarleyfinu og viðhalda þannig og auka við lestrarfærni sína. Hægt er að skrá sig og tryggja sér lestrardagbók í afgreiðslu safnsins frá og með 5. júní.

Það verður ýmislegt í boði í safninu í sumar, t.d. vikulegt happdrætti, sjávarlífsratleikur og uppskeruhátíð. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með á bokmos.is og Facebook-síðu Bókasafnsins í sumar þar sem nálgast má frekari upplýsingar um Sumarlesturinn og þá viðburði sem verða í boði.

Dagskrá:
- Vikulegt happdrætti: Fyrir hverja bók, myndasögu, hljóðbók eða tímarit sem þátttakendur lesa í sumar geta þeir nú fyllt út bókaumsögn og skilað í kassa í barnadeildinni. Dregið verður úr bókaumsögnum vikuleg í allt sumar og veittir vinningar.
- Sjávarlífsratleikur: Verður í boði í Bókasafninu á meðan á Sumarlestrinum stendur.
- Uppskeruhátíð: Sumarlestri lýkur 28. ágúst. Við munum fagna frábæru gengi þátttakenda með uppskeruhátíð í byrjun september. Dagskrá mun birtast á bokmos.is og Facebook-síðu safnsins þegar nær dregur.

 

Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun bjóða upp á golf og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í sumar. Námskeiðin eru með nýju sniði en þau eru byggð upp á skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í hans nánasta umhverfi. Golfið verður aldrei langt undan en einnig verður námskeiðið brotið upp með skemmtilegri dagskrá!

Námskeiðin henta vel fyrir alla krakka, hvort sem þau hafa prófað golf áður eða ekki. Ekki er nauðsynlegt að eiga búnað til golfiðkunar – allt slíkt er á svæðinu. Krakkar þurf að taka með sér nesti fyrir hádegismat. Mikilvægt að vera alltaf klædd eftir veðri.

Grétar Eiríksson íþróttafræðingur og PGA golfkennaranemi hefur yfirumsjón með námskeiðunum en leiðbeinendur eru afrekskylfingar í GM með reynslu af kennslu á golfnámskeiðum.

Námskeiðin eru á eftirfarandi dagsetningum sumarið 2020:

Júní
- 9. - 19. júní (8 dagar).

Júlí
- 6. - 10. júlí (5 dagar).
- 13. - 16. júlí (4 dagar).
- 27. - 31. júlí (5 dagar).

Ágúst
- 10. - 13. ágúst (4 dagar).

Námskeiðin eru kennd á milli klukkan 10:00 og 14:00 á daginn. Nemendur hafa tækifæri til þess að mæta kl. 09:00 alla daga gegn auka gjaldi, 2.000 kr fyrir alla vikuna.

Verð á námskeiðin er:
- 4 daga námskeið: 14.000 kr.
- 5 daga námskeið: 18.000 kr.
- 8 daga námskeið: 28.000 kr.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er:
- Golfhringur í Bakkakoti með grillveislu að loknum hring.
- Pokamerki á golfsettið.
- Félagsaðild hjá GM sumarið 2020 með leikheimild á Steinarsvelli í Bakkakoti.
- Æfingaboltar á æfingasvæði GM við Hlíðavöll.

15% systkinaafsláttur.

Námskeiðin eru opin fyrir börn fædd á árunum 2008-2014.

Komdu og vertu með á skemmtilegasta námskeiði sumarsins!

Skráning hefst á námskeiðin þann 1. maí á golfmos.is.

Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá í tölvupósti, sendið póst á netfangið gretar[hja]golfmos.is.

 

Húsdýragarðurinn á Hraðastöðum býður upp á námskeið fyrir börn á aldrinum 6 ára og eldri. Markmiðið er að börnin skemmti sér vel um leið og þau læra að umgangast dýrin og njóta þess að vera í sveitinni.

Mikilvægt er að börnin klæði sig eftir veðri þar sem námskeiðið fer að mestu fram utandyra. Einnig er gott ef þau taka með sér nesti.

- Námskeiðin hefjast 08. júní og standa til 21. ágúst.
- Hvert námskeið stendur frá mánudegi til föstudags.
- Verð: 15.000 kr. (þau námskeið sem eru einungis 4 dagar er á 12.000 kr.).
- 10% systkina afsláttur.

Dagsetningar:
- 08. - 12. júní kl. 09:00 - 12:00 og kl. 13:00 - 16:00
- 15. - 19. júní (4 dagar) kl. 09:00 - 12:00 og kl. 13:00 - 16:00
- 22. - 26. júní kl. 09:00 - 12:00 og kl. 13:00 - 16:00
- 29. - 03. júlí kl. 09:00 - 12:00 og kl. 13:00 - 16:00
- 06. - 10. júlí kl. 09:00 - 12:00 og kl. 13:00 - 16:00
- 13. - 17. júlí kl. 09:00 - 12:00 og kl. 13:00 - 16:00
- 20. - 24. júlí kl. 09:00 - 12:00 og kl. 13:00-16:00
- 27. - 31. júlí kl. 09:00-12:00 og kl. 13:00-16:00
- 04. - 07. ágúst (4 dagar) kl. 09:00 - 12:00 og kl. 13:00-16:00
- 10. - 14. ágúst kl. 09:00-12:00 og kl. 13:00-16:00
- 17.- 21. ágúst kl. 09:00-12:00 og kl. 13:00-16:00

Það sem verður m.a. gert á námskeiðunum:
- Börnunum verður kennt að umgangast dýrin og fóðra þau.
- Þeir sem vilja fá að fara á hestbak.
- Kemba og flétta hestana.
- Farið verður í leiki.

Skráning:
Hægt er að skrá barn/börn með því að senda skilaboð á Facebook eða á netfangið hradastadir[hja]simnet.is.
Það sem þarf að koma fram í skráningu er dagsetning (hvaða vika er valin), nafn barns og aldur, nafn foreldris/forráðamanns og símanúmer.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar!

Nánari upplýsingar:
- Linda s: 776-7087
- Nína s: 770-2361

 

Ævintýri í leikhúsinu er yfirskrift námskeiðanna í ár. Öll námskeiðin vinna með ævintýri á einn eða annan hátt í bland við sköpun, framkomu og framsögn, sjálfstraust, tónlist, leiklist og dans. Nemendur fá að kynnast ýmsum hliðum leikhússins bæði á sviði og baksviðs. Í lok hvers námskeiðs er sett upp sýning fyrir fjölskyldu og vini.

Í sumar verða í boði eftirfarandi þriggja vikna námskeið:

- Námskeið 1 (6-8 ára) 9.-26. júní kl. 9:00-10:00.
- Námskeið 2 (6-8 ára) 6.-24. júlí kl. 9:00-10:00.
- Námskeið 3 (9-10 ára) 9.-26. júní kl. 10:30-11:30.
- Námskeið 4 (9-10 ára) 9.-26. júní kl. 12:00-13:00.
- Námskeið 5 (9-10 ára) 6.-24. júlí kl. 10:30-11:30.
- Námskeið 6 (9-10 ára) 6.-24. júlí kl. 12:00-13:00.
- Námskeið 7 (11-12 ára) 9.-26. júní kl. 13:30-15:00.
- Námskeið 8 (11-12 ára) 9.-26. júní kl. 15:30-17:00.
- Námskeið 9 (11-12 ára) 6.-24. júlí kl. 13:30-15:00.
- Námskeið 10 (11-12 ára) 6.-24. júlí kl. 15:30-17:00.
- Námskeið 11 (13-16 ára) 15. júní-17. júlí kl. 17:30-19:00 (fimm vikur).

Allar nánari upplýsingar og skráning eru á leikgledi.wixsite.com/namskeid.

 

Sumarnámskeið myndlistarskólans verða haldin í júní:

- 8.-12. júní.
- 15.-19. júní.
- 22.-26. júní.

Viðfangsefnið er myndlist og náttúra, farið verður í grunnþætti myndlistar.

Unnið verður úti og inni með fjölbreyttri tækni.

Frekari upplýsingar á myndmos.is.

 

Sumarnámskeið fyrir 13 ára og eldri í hnífasmíði.

Á námskeiðinu gera hnífanemar einn hníf og sauma slíður.
Allt efni er innifalið; hnífsblað, efni í skaft og leður í slíður.

- 4 daga námskeið 15.-19. júní, 4. klst. í senn, kl. 09:00-13:00, verð 30.000 kr.
- 5 daga námskeið 22.-26. júní, 3. klst. í senn, kl. 09:00-12:00, verð 30.000 kr.

Í boði er 20% systkinaafsláttur.

Skráning fer fram hjá palli[hja]knifemaker.is

 

Hildur Margrétardóttir er Waldorfkennari og myndlistakona og býður hún upp á sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 9-11 ára í sumar. Áhersla er sett á hreyfingu, tengingu við náttúruna og upplifunarnám. Börn læra um hin ólíku vistkerfi sveitafélagsins og plöntu-, fugla- og skordýralíf.

Börn þurfa að hafa aðgang að hjóli á meðan á námskeiðinu stendur.

- Náttúruspeki með Hildi á Facebook

Námskeið fyrir 9-11 ára
- 4 daga námskeið 15. - 19. júní, kl 9:00-12:00, verð 18.000 kr.
- 5 daga námskeið 22. - 26. júní, kl 9:00-12:00, verð 22.500 kr.

Boðið er upp á 20% systkinaafslátt.

 

- Aldur: 7-10 ára.
- Tímabil: 10-14. ágúst.
- Kennt mánudag, miðvikudag og föstudag kl. 13:00-14:00.
- Verð: 2.500 krónur

Skráning inn á: afturelding.is/fimleikar/skraning

Reiðnámskeið hefjast þann 8. júní og standa til 21. ágúst. Skráning og allar nánari upplýsingar eru á hestamennt.is.

Reiðskólinn er staddur í hesthúsahverfinu við Varmárbakka í Mosfellsbæ.

Reiðnámskeið fyrir 6-15 ára
Í boði eru viku og tveggja vikna námskeið frá mánudegi til föstudags:
- Fyrir hádegi kl. 9:00 - 12:00.
- Eftir hádegi kl. 13:00 - 16:00.

Stubbanámskeið fyrir 4-6 ára
- 20. - 24. júlí: Fyrir hádegi kl. 9:00 - 12:00.

Hægt er að hafa samband með tölvupóst á hestamennt[hja]hestamennt.is eða í síma 865-2809 (Fredrica).

 

Sumarfjör 2020 verður með svipuðu móti og undanfarin ár. Lögð verður mikil áhersla á útivist og almennar íþróttir ásamt tómstundum. Farið verður í stuttar ferðir, leiki, hjólreiðatúr, íþróttir, fjallgöngu, ratleik, sund og margt fleira skemmtilegt.

Námskeiðin eru fyrir nemendur í yngstu 4. bekkjum grunnskóla og einnig fyrir þau sem eru að hefja skólagöngu á komandi hausti.

Hefst þriðjudaginn 8. júní.

Dagskrá og skipulag:
- 8.-12. júní: Námskeið 1
- 15.-19. júní: Námskeið 2
- 22.-26. júní: Námskeið 3
- 29. júní - 3. júlí: Námskeið 4
- 6.-10. júlí: Námskeið 5
- 13.-17. júlí: Námskeið 6
- 20.-24. júlí: Námskeið 7
- 10.-14. ágúst: Námskeið 8

- Dagsetningar og skipulag námskeiðanna (pdf).

Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.
Vinsamlega athugið að námskeið geta fallið niður ef að næg þátttaka næst ekki.

Börnin þurfa að koma með nesti (2xkaffi + hádegismatur) og hlífðarföt að heiman.

Skráning og verð:
- Öll námskeiðin verða í Frístundaseli Varmárskóla og fer skráning fram á mosfellsbaer.felog.is.
- Hvert námskeið kostar kr. 12.500.
- Námskeiðsgjald skal greitt við skráningu.

Morgun- og síðdegisgæsla:
Boðið er upp á morgungæslu kl. 08:00-09:00 og síðdegisgæslu kl. 16:00-17:00, ef nægur fjöldi næst. Auka klst. (08:00-09:00 og 16:00-17:00) 350 kr/klst.

Nánari upplýsingar:
Allar nánari upplýsingar veitir Kristinn, kristinnitom[hja]mos.is.

Vinsamlega athugið: Við bendum foreldrum barna sem þurfa stuðning á að sækja um tímanlega svo hægt sé að manna stuðninginn eftir þörfum. Sendið póst á kristinnitom@mos.is með helstu upplýsingum.

Hið sívinsæla sundnámskeið Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju verður haldið í Varmárlaug og Lágafellslaug fyrir fimm ára börn (fædd 2014) frá 8. - 23. júní.

Í gegnum tíðina eru ófá börn sem hafa sigrast á vatnshræðslu á þessum námskeiðum. Mörg börn læra sín fyrstu sundtök og enn aðrir bæta við fyrri kunnáttu. Frábær undirbúningur fyrir skólasundkennslu.

Tvö námskeið í Lágafellslaug:
- Kl. 8:30 - 9:00.
- Kl. 9:00 - 9:30. 

Þrjú námskeið í Varmárlaug:
- Kl. 10:00 - 10:30.
- Kl. 10:30 - 11:00.
- Kl. 11:00 - 11:30.

Hver hópur er 30 mínútur í lauginni í senn.
Mikilvægt er að börnin séu mætt 10 mínútur fyrir tímann.

Verð fyrir námskeið:
Námskeiðsgjald er 12.000 kr. og greiðist fyrir fyrsta tíma í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Systkinaafsláttur er veittur.

Kennarar:
Kennarar eru Siggeir Magnússon íþróttakennari (Kobbi krókódíll) og Svava Ýr Baldvinsdóttir íþróttakennari (Hanna hafmeyja).

Nánari upplýsingar í íþróttamiðstöðinni að Varmá í síma 566-6754 eða 772-9406. Skráning fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá eða á netfangið sundnamskeid.hannaogkobbi[hja]gmail.com. Munið eftir að taka fram nafn barns og gsm númer forráðamanns.

Bjarni Þór Kristjánsson kennari og handverksmaður býður upp á tálgunarnámskeið.

Skráning: bjarnithorkristjansson@gmail.com

Dagsetningar:
- 11. - 12. júní, kl. 9:00 - 12:00 (2 dagar).
- 15. - 16. júní, kl. 9:00 - 12.00 (2 dagar).

Verð: 9.000 kr. (fyrir 2 daga, 3 tímar í senn).

Staðfestingargjald er 5.000 kr.

20% systkinaafsláttur er í boði.

Staðsetning:
Álafossvegi 29, kjallaraverkstæði hjá Palla hnífasmið.

Lýsing á námskeiðinu:
Börnin læra að beita hnífum og tálga í efnivið úr skóginum. Tálgun, útivist og brauðbakstur yfir eldi.

- Lágmark í hóp eru 5 börn en hámark 8 börn.
- Efni og verkfæri innifalið í verði.

Börnin þurfa að koma með nesti og klæðnað eftir veðurspá.

Skemmtilegt ukulelenám, tónlistarleikir og náttúruupplifun. Tónlistarsköpun í nærandi umhverfi. Þátttakendur læra hljóma og undirleiksmynstur með sönglögum. Engin hljóðfærakunnátta er nauðsynleg, en sönggleði kemur sér vel.

Verð: 22.000 kr. 20% systkinaafsláttur.

Staðsetning: Álafossvegi 23, 3. hæð.

Skráning: samleikur[hja]gmail.com.

Námskeið fyrir börn 6-12 ára:
- 22. - 26. júní, kl. 13:00 - 16:00.
- 29. júní - 3. júlí, kl. 13:00 - 16:00.
- 20. - 24. júlí, kl. 9:00 - 12:00.
- 20. - 24. júlí 2020, kl. 13:00 - 16:00.

Hámark 10 nemendur í hóp.

samleikur.is

 

Ævintýra og útivistarnámskeið Mosverja sumarið 2020 eru fyrir börn 7-10 ára (sem eru að klára 1.-4. bekk).

Hvert námskeið stendur í eina viku í senn en dagskrá námskeiðanna nær yfir tvær vikur. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og byggist upp á skemmtilegri útiveru. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi aðgang að reiðhjóli og hjólahjálmi og séu fær um að hjóla.

Námskeiðin eru tilvalin fyrir hressa krakka sem vilja fara í alvöru ævintýri í sumar!

Dæmi um viðfangsefni: Hjólaferðir, fjöruferð, skógarferð, sundferð, baka brauð við eld og allskonar skemmtilegt.

Dagsetningar fyrir Ævintýranámskeið:

- 9. - 12. júní (ath. 4 dagar*).
- 15. - 19. júní – ath. (4 dagar*).
- 22. - 26. júní.
- 29. júní - 3. júlí.
- 10. - 14. ágúst.

Vikunámskeið kostar 14.000 kr (*4. daga vikur á 12.000,-)

Hvar:
Skátaheimilið að Álafossvegi 18.

Hvenær:
Námskeiðin eru frá kl. 10:00 - 16:00.

Skráning:
Skráning fer fram á skatar.felog.is og hefst 23. apríl.

Frekari upplýsingar á sumar[hja]mosverjar.is.

 

 

Summer Activities and Recreation 2020

The Mosfellsbær Golf Club offers junior golf program for children aged 6 and older. The main focus of the program is to provide quality golf instruction for all junior golfers, regardless of age or ability. The program includes games and activities off the course as well.

No previous golfing experience necessary and the Golf Club provides all equipment needed.

Registration begins on May 1st at golfmos.is.

Availability:

June:
- 9.-19. June (8 days).

July:
- 6.-10. July (5 days).
- 13.- 16. July (4 days).
- 27.-31. July (5 days).

August:
- 10.-13. August (4 days).

Prices:
- 4 day program: ISK 14.000
- 5 day program: ISK 18.000
- 8 day program: ISK 28.000

15% discount for siblings.

The program hours are from 10:00 - 14:00.
Those who are interested in an earlier start can begin the program at 09:00 for an extra fee of ISK 2.000 (per week).

Please note that your child must wear weather appropriate clothing and bring packed lunch.

For further information please email gretar[hja]golfmos.is.

 

The Mosfellsbaer Public Library offers a reading program for children from June 5th to August 28th. The goal is to encourage children to read during the summer vacation, helping them to maintain and develop their reading skills.

Registration will take place at the Library all summer and begins on June 5th.

The Library has planned various fun activities over the summer, e.g. weekly prizes, a marine life scavenger hunt and a Summer Reading Finale Festival in September. For further information on the reading program and summer events please visit the Library’s website or Facebook page.

The Summer Reading Program:

- Weekly Prizes: All participants in the Summer Reading Program can turn in a review of each book, comic, audio book or magazine read during the summer. After a review is completed it must be submitted to the post box in the Children’s Department at the Library. Once a week one lucky participant will receive a prize.

- Marine Life Scavenger Hunt: Come and learn about sea creatures in a Library scavenger hunt during the Summer Reading Program.

- Summer Reading Finale Festival: The Summer Reading Program ends on August 28th. We will celebrate with a Summer Reading Finale Festival in the beginning of September. Further information on date, time and agenda will appear on the Library’s website and Facebook page later this summer.