Sumarfrístund 2021

Nú er sumarið að nálgast og að vanda er fjölbreytt frístundastarf í boði fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ.

Allir þeir sem að vilja koma á framfæri upplýsingum um námskeið fyrir börn og unglinga geta sent upplýsingar á netfangið dana[hja]mos.is.

Frístundastarf í sumar

Sumarnámskeið fimleikadeildar Aftureldingar.

Í boði eru 6 vikur í sumar fyrir börn fædd 2010-2015.

Námskeiðin eru í gangi frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga.
Hægt að kaupa heila daga og hálfa daga, fyrir og eftir hádegi.

Tímasetningar og verð:
- 14. - 18. júní - 12.700 kr. / 6.500 kr.
- 21. - 25. júní - 15.900 kr. / 8.200 kr.
- 28. júní - 2. júlí - 15.900 kr. / 8.200 kr.
- 3. - 6. ágúst - 15.900 kr. / 8.200 kr.
- 9. - 13. ágúst - 15.900 kr. / 8.200 kr.
- 16. - 20. ágúst - 15.900 kr. / 8.200 kr.

Skráning: afturelding.felog.is 

Hafa samband: fimleikar@afturelding.is 

Frjálsar og Sunddeild Aftureldingar taka höndum saman í sumar og bjóða upp á heildagsnámskeið.

Frábærir þjálfara sem fylgja krökkunum allan daginn í frjálsum, sundi og leik. Börnin þurfa að koma með nesti fyrir daginn.

Námskeið í boði fyrir 1. - 4. bekk:
- 14. - 18. júní
- 21. - 25. júní
- 28. júní - 2. júlí
- 3. - 6. ágúst
- 9. - 13. ágúst
- 16. - 20. ágúst

Námskeiðin eru frá kl. 9:00-16:00.
Þjálfarar mæta kl. 8:30 til að taka á móti börnunum.

Mæting að Varmá.

Skráning: afturelding.felog.is

Fyrir alla krakka í 1. - 5. bekk. Byrjendur og lengra komin. Öll velkomin!

Námskeið í boði:
- 14. - 18. júní
- 21. - 25. júní
- 28. júní - 2. júlí
- 3. - 6. ágúst
- 9. - 13. ágúst
- 16. - 20. ágúst

Yfirþjálfari: gunnar@afturelding.is

Skráning: afturelding.felog.is

Námskeið í boði:
- 14. - 18. júní (4 dagar)
- 21. - 25. júní (5 dagar)
- 28. júní - 2. júlí (5 dagar)
- 3. - 6. ágúst (4 dagar)
- 9. - 13. ágúst (5 dagar).

Kennt alla virka daga kl. 9:30 - 12:00.
Gæsla innifalin í verði frá kl. 9:00.
Hverju námskeiði lýkur með knattþrautum og grillveislu.

Yfirþjálfari: bjarki@afturelding.is

Staðsetning: Gervigrasið að Varmá.

Skráning: afturelding.felog.is

Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Námskeið í boði fyrir 1. - 4. bekk:
- 14. - 18. júní
- 21. - 25. júní
- 28. júní - 2. júlí
- 3. - 6. ágúst
- 9. - 13. ágúst
- 16. - 20. ágúst

Námskeiðin eru frá kl. 9:00 - 12:00. Boðið er upp á gæslu frá kl. 8:30.
Þjálfarar taka strætó með þeim börnum sem þurfa að komast að Varmá á fimleikanámskeið eftir hádegi.

Staðsetning: Lágafellslaug.

Skráning: afturelding.felog.is

Bókasafnið býður upp á skemmtilega smiðju í skapandi skrifum fyrir börn á aldrinum 10-12 ára. Ritsmiðjan verður haldin 14.-16. júní kl. 13:00-15:30. Smiðjan er ókeypis og er allt efni innifalið.

Frekari upplýsingar um námskeiðið og hvenær skráning hefst mun birtast á bokmos.is og Facebook-síðu safnsins þegar nær dregur.

Boðið verður upp á árlegan Sumarlestur í Bókasafninu í sumar. Markmiðið með lestrarátakinu er að hvetja börn til þess að lesa í sumarleyfinu, viðhalda þannig lestrarfærni sinni og auka við hana. Hægt er að skrá sig í afgreiðslu safnsins frá og með 27. maí.

Ýmislegt verður í boði í safninu í sumar; stefnt er á að búa til stærsta lestrartré sem sést hefur í Mosfellsbæ, vikulegt happdrætti og uppskeruhátíð að Sumarlestrinum loknum.

Fylgist með á bokmos.is, og Facebook-síðu safnsins í sumar þar sem nálgast má frekari upplýsingar um Sumarlesturinn og þá viðburði sem verða í boði.

Golfklúbbur Mosfellsbæjar mun bjóða upp á golf og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í sumar. Námskeiðin eru byggð upp á skemmtilegum leikjum bæði á golfvellinum og í hans nánasta umhverfi. Golfið verður aldrei langt undan en einnig verður námskeiðið brotið upp með skemmtilegri dagskrá!

Námskeiðin henta vel fyrir öll börn, hvort sem þau hafa prófað golf áður eða ekki. Ekki er nauðsynlegt að eiga búnað til golfiðkunar – allt slíkt er á svæðinu. Börnin þurfa að taka með sér nesti fyrir hádegismat. Mikilvægt er að þau séu alltaf klædd eftir veðri.

Grétar Eiríksson íþróttafræðingur og PGA golfkennari hefur yfirumsjón með námskeiðunum en leiðbeinendur eru afrekskylfingar í GM með reynslu af kennslu á golfnámskeiðum.

Skráning hefst á námskeiðin þann 1. maí á golfmos.is.

Námskeiðin eru á eftirfarandi dagsetningum sumarið 2021:

Júní
10. - 18. júní (6 dagar)
14. - 18. júní (4 dagar)

Júlí
5. - 9. júlí (5 dagar)
26. - 30. júlí (5 dagar)

Ágúst
9. - 13. ágúst (5 dagar)

Námskeiðin eru kennd á milli kl. 10:00 - 14:00 á daginn. Nemendur hafa tækifæri til þess að mæta kl. 09:00 alla daga gegn auka gjaldi, 2.000 kr. fyrir alla vikuna.

Verð:
- 6 dagar - 23.900 kr.
- 5 dagar - 19.900 kr.
- 4 dagar - 15.900 kr

Innifalið í námskeiðsgjaldi er:
- Golfhringur í Bakkakoti með grillveislu að loknum hring
- Pokamerki á golfsettið
- Félagsaðild hjá GM sumarið 2021 með leikheimild á Steinarsvelli í Bakkakoti
- Æfingaboltar á æfingasvæði GM við Hlíðavöll

Systkinaafsláttur er 15%

Námskeiðin eru opin fyrir börn fædd á árunum 2009-2015.

Komdu og vertu með á skemmtilegasta námskeiði sumarsins!

Nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að fá í tölvupósti á netfangið gretar@golfmos.is.

Sveitasælan 2021

Við í Húsdýragarðinum á Hraðastöðum bjóðum börnum upp á að koma á námskeið hjá okkur og upplifa lífið í sveitinni. Við bjóðum uppá vikunámskeið frá mánudegi til föstudags. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 6 ára og eldri.

Okkar markmið með námskeiðinu er að börnin skemmta sér vel og læra að umgangast dýrin og njóta þess að vera í sveitinni.

Námskeiðin hefjast þann 14. júní og standa til 19. ágúst.

- 14. - 18. júní: kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00
- 21. - 25. júní: kl 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00
- 28. júní - 2. júlí: kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00
- 5. - 9. júlí: kl. 9:00 - 12:00
- 12. - 16. júlí: kl. 9:00 - 12:00
- 19. - 23. júlí: kl. 9:00 - 12:00
- 26. - 30. júlí: kl. 9:00 - 12:00
- 3. - 6. ágúst: kl. 9:00 - 12:00 (4 dagar)
- 9. - 13. ágúst: kl. 9:00 - 12:00
- 16. - 19. ágúst: kl. 9:00 - 12:00 (4 dagar)

Verð:
- 5 dagar: 15.000 kr.
- 4 dagar: 12.000 kr.
10 % systkina afsláttur.

Það sem verður m.a. gert á námskeiðunum:
Börnunum verður kennt að umgangast dýrin og fóðra þau. Þau sem vilja fá að fara á hestbak. Kemba og flétta hestana. Farið verður í leiki.

Börnin verða að taka með sér nesti og klæða sig eftir veðri þar sem námskeiðin eru að mestu utandyra.

Skráning:
Skráning sendist inná facebook síðuna okkar Hraðastaðir horse riding & farm / Húsdýragarðurinn á hraðastöðum eða á netfangið hradastadir@gmail.com.

Það sem þarf að koma fram í skráningu er hvaða vika, nafn barns, aldur, nafn foreldris/forráðamanns og símanúmer.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar!

Nánari upplýsingar í síma 776-7087, Linda eða 770-2361, Nína.

Í sumar verður boðið upp á Leikgleði námskeið fyrir 6-16 ára hjá Leikfélagi Mosfellssveitar.

Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi. Öll námskeiðin enda með sýningu í Bæjarleikhúsinu.

Upplýsingar og skráning eru á leikgledi.is.

Eftirfarandi námskeið verða í boði:

6-8 ára
- Námskeið A 14. - 25. júní kl. 10:00 - 11:00
- Námskeið B 28. júní - 9. júlí kl. 10:00 - 11:00

9-12 ára
- Námskeið A 14. - 25. júní kl. 11:30 - 13:30
- Námskeið B 14. - 25. júní kl. 14:00 - 16:00
- Námskeið C 28. júní - 9. júlí kl.11:30 - 13:30
- Námskeið D 28. júní - 9. júlí kl. 14:00 - 16:00
- Námskeið E 12. - 23. júlí kl. 14:00 - 16:00

13-16 ára
- 21. júní - 23. júlí kl. 16:30 - 19:30

Minna-Mosfell - Minjar - fyrir 9 - 13 ára.

Námskeiðið er vinnustofa fyrir börn og unglinga (9 - 13 ára) þar sem nemendur fá að grafa eftir beinum fornra bókstafa, líkt og raunverulegir fornleifafræðingar gera. Við teiknum síðan upp bókstafina og nemendur taka í lok námskeiðsins með sér heim A3 veggspjald með sínum persónulega bókstaf. Nemendur fá þjálfun í sköpun, teikningu og virkja ímyndunaraflið.

Fjöldi barna á hverju námskeiði er hámark 6.

Dagsetningar í boði:

Júní
- 1. vika: 14. - 18. júní (17. júní er frídagur) kl. 9:00 - 12:00 (kr. 18.500)
- 2. vika: 21. - 25. júní. kl. 9:00 - 12:00 (kr. 23.000)
- 3. vika: 28. - 2. júlí. kl. 13:00 - 16:00 (kr. 23.000)

Ágúst
- 4. vika: 3. - 6. ágúst (hefst á þriðjudegi) kl. 13:00 - 16:00 (kr. 18.500)
- 5. vika: 9. - 13. ágúst kl. 9:00 - 12:00 (kr. 23.000)
- 6. vika: 16. - 20. ágúst kl. 13:00 - 16:00 (kr. 23.000)

Kennari: Sigríður Rún Kristinsdóttir

Nánari upplýsingar: siggarune.com > sumarnámskeið 

Skráning: siggarune@siggarune.com / 698-8965 

Námskeiðið er haldið á Minna-Mosfelli 2 í Mosfellsdal.

Minna-Mosfell - Teiknum dýrin - fyrir 8 - 12 ára.

Námskeiðið er fyrir börn, 8 - 12 ára, sem hafa áhuga á teikningu og/eða dýrum og skipta teiknihæfileikar engu máli, allir geta verið með. Æfingar og aðferðir eru einstaklingsmiðaðar. Kennslan fer fram á sveitabæ í Mosfellsdal í mikilli nálægð við náttúru og dýr.

Fjöldi barna á hverju námskeiði er hámark 6.

Dagsetningar í boði:

Júní
- 1. vika: 14. - 18. júní (17. júní er frídagur) kl. 13:00 - 16:00 (kr. 16.000)
- 2. vika: 21. - 25. júní. kl. 13:00 - 16:00 (kr. 20.000)
- 3. vika: 28. - 2. júlí. kl. 9:00 - 12:00 (kr. 20.000)

Ágúst
- 4. vika: 3. - 6. ágúst (hefst á þriðjudegi) kl. 9:00 - 12:00 (kr. 16.000)
- 5. vika: 9. - 13. ágúst kl. 13:00 - 16:00 (kr. 20.000)
- 6. vika: 16. - 20. ágúst kl. 9:00 - 12:00 (kr. 20.000)

Kennari: Sigríður Rún Kristinsdóttir

Nánari upplýsingar: siggarune.com > sumarnámskeið 

Skráning: siggarune@siggarune.com / 698-8965 

Námskeiðið er haldið á Minna-Mosfelli 2 í Mosfellsdal.

Sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 11 ára.

Dagsetningar í boði:
- 14. - 18. júní kl. 9:00 - 12:00. (4 dagar vegna frídags á þjóðhátíðardaginn 17. júní.)
- 21. - 25. júní kl. 9:00 - 12:00.
- 28. - 2. júlí kl. 9.:00 - 12:00.

Námskeiðin eru skipulögð þannig að hægt sé að fara á eitt, tvö eða öll námskeiðin.
Viðfangsefnið er myndlist og náttúra, farið verður í grunnþætti myndlistar.
Unnið verður úti og inni með fjölbreyttri tækni.

Kennari: Ásdís Sigurþórsdóttir.

Verð:
- Námskeiðið 15. - 19. júní - 18.500 kr. (16 kennslustundir.)
- Námskeiðin 8. - 12. júní & 22. - 26. júní - 23.000 kr. (20 kennslustundir.)

Fjöldi barna á hverju námskeiði er hámark 14.

Nánari upplýsingar: myndmos.is > Sumarnámskeið.

Skráning:  myndmos@myndmos.is / 663-5160.

Reiðskóli Hestamenntar býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og unglina frá 6 - 15 ára.

Í boði eru viku og tveggja vikna námskeið frá mánudegi til föstudags, fyrir hádegi kl. 9:00 - 12:00 eða eftir hádegi kl. 13:00 - 16:00.

Námskeiðin hefjast þann 10. júní og standa til 20. ágúst.

Stubbanámskeið verður fyrir 4 - 6 ára börn vikuna 26 - 30. júlí kl. 9:00 - 12:00.

Skráning og allar nánari upplýsingar eru á hestamennt.is.

Hægt er að hafa samband með tölvupóst á hestamennt@hestamennt.is eða í síma 865-2809, Fredrica.

Reiðskólinn er staddur í hesthúsahverfinu við Varmárbakka í Mosfellsbæ.

Í boði er Leikjahopp/Freestyle námskeið sem samanstendur af frjálsum leik á trampólíni. Farið verður í ýmsa leiki eins og skotbolta, koddaslag og klifurkeppni. Við leggjum mest upp úr hópefli, gleði og skemmtun.

Börnin þurfa að hafa með sér nesti og léttan klæðnað.

Frekari upplýsingar á vef Rush Iceland.

Staðsetning:
Námskeiðin fara fram í Rush, Dalvegi 10-14.

Aldur:
Námskeiðin eru fyrir 7-12 ára (börn fædd 2009-2014). Þeim er skipt í 7-9 ára hóp og 10-12 ára hóp.

Dagsetningar:
- Námskeiðsvika 1: 14. - 18. júní (frí 17. júní)
- Námskeiðsvika 2: 21. - 25. júní
- Námskeiðsvika 3: 28. júní - 2. júlí
- Námskeiðsvika 4: 5. júlí - 9. júlí
- Námskeiðsvika 5: 12. júlí - 16. júlí
- Námskeiðsvika 6: 9. - 13. ágúst

Tími:
Námskeiðin eru frá kl. 9:00 - 12:00 eða kl. 13:00 - 16:00.

Verð:
Hvert námskeið kostar 21.900 kr.
Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Innifalið í námskeiðinu er:
- Rush bolur
- Rush sokkar
- Rush armband
- Viðurkenningarskjal
- Ískrap

Leiðbeinendur:
Leiðbeinendur okkar eru starfsmenn Rush sem allir hafa reynslu af námskeiðshaldi og því að vinna með börnum.

Skráning: namskeid@rushiceland.is

Vinsamlega gefið upp eftirfarandi í tölvupóstinum:

- Námskeiðsviku/dagsetningar
- Tíma (9:00-12:00 eða 13:00-16:00)
- Nafn barns
- Fæðingardagur barns
- Nafn foreldris/forráðamanns
- Netfant foreldris/forráðamanns
- Símanúmer foreldris/forráðamanns
- Kennitala greiðanda

Ef annað þarf að koma fram þá vinsamlegast setjið það með í póstinn  

Hefst mánudaginn 14. júní.

Námskeiðin eru fyrir nemendur í yngstu 4. bekkjum grunnskóla og einnig fyrir þau sem eru að hefja skólagöngu á komandi hausti.

Lögð verður mikil áhersla á útivist og almennar íþróttir ásamt tómstundum. Farið verður í stuttar ferðir, leiki, hjólreiðatúr, íþróttir, fjallgöngu, ratleik, sund og margt fleira skemmtilegt.

Börnin þurfa að koma með nesti (2xkaffi + hádegismatur) og hlífðarföt að heiman.


Dagskrá og skipulag:

- 14. - 18. júní: Námskeið 1
- 21. - 25. júní: Námskeið 2
- 28. júní - 2. júlí: Námskeið 3
- 5. - 9. júlí: Námskeið 4
- 12. - 16. júlí: Námskeið 5
- 19. - 23. júlí: Námskeið 6
- 9. - 13. ágúst: Námskeið 7

- Dagsetningar og skipulag námskeiðanna (pdf).

Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.
Vinsamlega athugið að námskeið geta fallið niður ef að næg þátttaka næst ekki.


Skráning og verð:

- Öll námskeiðin verða í Lágafellsskóla og fer skráning fram á mosfellsbaer.felog.is.
- Hvert námskeið kostar kr. 12.500.
- Námskeiðsgjald skal greitt við skráningu.

Morgun- og síðdegisgæsla:

Boðið er upp á morgungæslu kl. 08:00-09:00 og síðdegisgæslu kl. 16:00-17:00, ef nægur fjöldi næst. Auka klst. (08:00-09:00 og 16:00-17:00) 350 kr/klst.

Nánari upplýsingar:

Allar nánari upplýsingar veitir Kristinn, kristinnitom[hja]mos.is.

Börn sem þurfa stuðning:

Við bendum foreldrum barna sem þurfa stuðning á að sækja um tímanlega svo hægt sé að manna stuðninginn eftir þörfum. Sendið póst á kristinnitom@mos.is með helstu upplýsingum.

Sumarnámskeið Lágafellskirkju fyrir 6-9 ára krakka (1.-4. bekkur, fædd á árinu 2012-2015).

Lágafellskirkja býður upp á sumarnámskeið í bæði júní og ágúst. Hver dagur byggist upp af leik, ævintýrum, söng, fræðslu, fjöri og útiveru. Þátttakendur koma með eigið nesti alla dagana, það verða 3 nestisstundir yfir daginn.

Námskeiðin verða í gangi milli kl. 9:00-16:00 en húsið opnar kl. 8:45.

Nauðsynlegt er að skrá þátttakendur í gegnum skráningarkerfið okkar.

Tímabil í boði:
- Vika 1: 14.-18. júní (8.000 kr.) - Frí fimmtudaginn 17. júní
- Vika 2: 21.-25. júní (10.000 kr.)
- Vika 3: 9.-13. ágúst (10.000 kr.)
- Vika 4: 16.-20. ágúst (10.000 kr.)

Dagskrá
Námskeiðin eru haldin að safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3 í Mosfellsbæ og verða í gangi mánudaga til föstudaga milli kl. 9:00-16:00, húsið opnar kl. 8:45. Hver dagur felur í sér mikið fjör, ævintýri, útiveru, ferðalög í nærumhverfi eða vettvangsferðir með strætó, föndur og spjall.

Nánari upplýsingar og skráning á vef Lágafellskirkju.

Hið sívinsæla sundnámskeið Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju verður haldið fyrir börn fædd 2015 í Varmárlaug og Lágafellslaug. Námskeiðin eru frá 10. - 25. júní. Hver hópur er 30 mínútur í lauginni í senn.

Tvö námskeiðin eru haldin í Lágafellslaug. Fyrra námskeiðið hefst kl. 8:30 - 9:00 og seinna námsskeiðið hefst kl. 9:00 - 9:30.

Námsskeiðin í Varmárlaug eru þrjú: kl. 10:00 - 10:30, 10:30 - 11:00 og 11:00 - 11:30.

Námskeiðsgjald er 12.000. kr og greiðist fyrir fyrsta tíma í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Systkinaafsláttur er veittur. Mikilvægt er að börnin séu mætt 10 mínútur fyrir tímann.

Í gegnum tíðina eru ófá börn sem hafa sigrast á vatnshræðslu á þessum námskeiðum. Mörg börn læra sín fyrstu sundtök og enn aðrir bæta við fyrri kunnáttu. Frábær undirbúningur fyrir skólasundkennslu.

Kennarar eru Siggeir Magnússon íþróttakennari (Kobbi krókódíll) og Svava Ýr Baldvinsdóttir íþróttakennari ( Hanna hafmeyja).

Nánari upplýsingar í íþróttamiðstöðinni að Varmá í síma 566-6754 eða 772-9406 (Svava).

Skráning fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá eða á netfangið sundnamskeid.hannaogkobbi@gmail.com. Munið eftir að taka fram nafn barns og gsm númer forráðamanns.

Sumarnámskeið fyrir 2. - 4. bekk (8 - 10 ára)

Á námskeiðinu verður farið yfir framkomu og sjálfsöryggi, hvernig hægt er að syngja á mismunandi hátt og farið verður í skemmtilega leiki. Við kynnum fyrir krökkunum allskonar raddstíla og leyfum þeim að prófa. Farið verður í laga- og textasmíðar, leiki, framkomu og túlkun. Mikil áhersla verður lögð á söng- og sköpunargleðina og að hafa gaman að því að tjá sig.

Dagsetningar:
9. - 12. ágúst kl. 10:00 - 12:00.

Fjöldi þátttakenda:
8 - 10 í hverjum hóp.

Kennarar:
Malen Áskelsdóttir, tónlistarkona, og Aldís Fjóla, CVT kennari.

Verð:
Námskeiðið kostar 25.900 kr.
Staðfestingargjald er 10.000 kr. sem er óendurkræft.

Nánari upplýsingar: 699-4463 og info@songsteypan.is

Skráning: songsteypan.is/skraning

Sumarnámskeið fyrir 5. - 7. bekk (11 - 13 ára)

Á námskeiðinu verður farið yfir framkomu og sjálfsöryggi, hvernig hægt er að syngja á mismunandi hátt og farið verður í skemmtilega leiki. Við kynnum fyrir krökkunum allskonar raddstíla og leyfum þeim að prófa. Farið verður í laga- og textasmíðar, leiki, framkomu og túlkun. Mikil áhersla verður lögð á söng- og sköpunargleðina og að hafa gaman að því að tjá sig.

Dagsetningar:
9. - 12. ágúst kl. 13:00 - 15:00.

Fjöldi þátttakenda:
8 - 10 í hverjum hóp.

Kennarar:
Malen Áskelsdóttir, tónlistarkona, og Aldís Fjóla, CVT kennari.

Verð:
Námskeiðið kostar 25.900 kr.
Staðfestingargjald er 10.000 kr. sem er óendurkræft.

Nánari upplýsingar: 699-4463 og info@songsteypan.is

Skráning: songsteypan.is/skraning

Ævintýra- og útivistarnámskeið Mosverja sumarið 2021 eru fyrir börn 7-10 ára (sem eru að klára 1.-4. bekk).

Skráning hefst 22. apríl og fer fram á skatar.felog.is.

Hvert námskeið stendur í eina viku í senn en dagskrá námskeiðanna nær yfir tvær vikur. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og byggist upp á skemmtilegri útiveru. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi aðgang að reiðhjóli og hjólahjálmi og séu fær um að hjóla.

Námskeiðin eru tilvalin fyrir hressa krakka sem vilja fara í alvöru ævintýri í sumar!
Dæmi um viðfangsefni: Hjólaferðir, fjöruferð, fjallganga, skógarferð, sundferð, baka brauð við eld og allskonar skemmtilegt.

Dagsetningar fyrir Ævintýranámskeið:

- 14. - 18. júní (ath. 4 dagar*)
- 21. - 24. júní
- 28. júní - 2. júlí
- 12. júlí - 16. júlí
- 19. - 23. júlí
- 9. - 13. ágúst
- 16. - 20. ágúst

Vikunámskeið kostar 15.000 kr (*4. daga vikur á 13.000 kr.)

Hvar? Skátaheimilið að Álafossvegi 18.

Hvenær? Námskeiðin eru frá kl. 10:00-16:00.

Frekari upplýsingar: sumar@mosverjar.is 

 

Summer Activities and Recreation 2021

The Mosfellsbær Golf Club offers junior golf program for children aged 6 and older. The main focus of the program is to provide quality golf instruction for all junior golfers, regardless of age or ability. The program includes games and activities off the course as well.

No previous golfing experience is necessary and the Golf Club provides all equipment needed.

Registration begins on May 1st at golfmos.is.

Availability:

June
7. - 11. June (5 days)
14. - 18. June (4 days)

July
5. - 9. July (5 days)
26. - 30. July (5 days)

August
9. - 13. August (5 days)

Prices:
- 4 day program: ISK 15.900
- 5 day program: ISK 19.900

15% discount for siblings.

The program hours are from 10:00 - 14:00.
Those who are interested in an earlier start can begin the program at 09:00 for an extra fee of ISK 2.000 (per week).

Please note that your child must wear weather appropriate clothing and bring packed lunch.

For further information please email gretar@golfmos.is.