Vetrarfrístund 2021

Fjölbreytt frístundastarf er í boði fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ.

Allir þeir sem að vilja koma á framfæri upplýsingum um námskeið fyrir börn og unglinga geta sent upplýsingar á netfangið dana[hja]mos.is.

Íþróttabæklingur Aftureldingar

Afturelding leggur metnað sinn í að bjóða upp á framúrskarandi þjálfun og að bjóða ungum iðkendum upp á fjölbeytt framboð af íþróttum.

 

Laugardaginn 11. september hefst Íþróttaskóli barnanna að nýju. Um er að ræða 12 tíma námskeið í Íþróttamiðstöðinni að Varmá og lýkur skólanum laugardaginn 27. nóvember.

Tímasetning:
- Börn fædd 2018 - kl. 09:15-10:10
- Börn fædd 2017 - kl. 10:15-11:10
- Börn fædd 2016 - kl. 11:15-12:10

Námskeiðsgjald er kr. 12.000,-
Veittur er systkinaafsláttur.

Skráning:
- Hægt er að senda póst á netfangið, ithrottaskolinn@gmail.com.
- Einnig er hægt að skrá á fésbókarsíðu Íþróttaskólans, Íþróttaskóli barnanna Afturelding.

Upplýsingar sem verða að koma fram eru nafn og kennitala barns sem og gsm númer forráðamanns/forráðamanna.

Fjölbreytni er mikil í Íþróttaskólanum. Farið er í hina ýmsu leiki, við syngjum og dönsum. Mikið unnið með bolta (kasta, grípa, drippla, blaka, sparka), badminton, grunnhreyfingar í fimleikum, styrkur, þol, fimi, þor o.fl.

Íþróttaskólinn er góður undirbúningur fyrir íþróttakennslu þar sem þau kynnast umhverfi og reglum í íþróttahúsi (búningsklefinn, starfsfólkið, röðin, agi, tillitssemi). Foreldrar taka virkan þátt með börnunum sínum.

Nánari upplýsingar:
Fésbókarsíða Íþróttaskólans (Íþróttaskóli barnanna Afturelding) eða senda fyrirspurn á ithrottaskolinn@gmail.com.

Hlakka til að sjá ykkur í Íþróttamiðstöðinni að Varmá.

Svava Ýr Baldvinsdóttir, íþróttakennari og allir hinir íþróttaálfarnir í Íþróttaskólanum

Í vetur verður boðið upp á 10 vikna Leikgleði námskeið fyrir 8-16 ára hjá Leikfélagi Mosfellssveitar.

Á námskeiðunum vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúast að leikhússtarfi. Námskeiðin enda með sýningu í Bæjarleikhúsinu.

Nánari upplýsingar og skráning eru á leikgledi.is.

Eftirfarandi námskeið verða í boði á haustönn:

8-12 ára
4. október - 30. nóvember.
Kennt er á mánudögum kl. 16:00-17:30.

13-16 ára
4. október - 30. nóvember.
Kennt er á mánudögum kl. 17:45-19:45.

Skátastarfið hefst 6. september. Félagsstarf Mosverja er á ársgrundvelli svipað og skólaárið, byrjar í september og stendur til byrjun júní.

Fundartímar:
- Drekaskátarnir í 2.- 4. bekk hittast á þriðjudögum kl. 16:30-17:30
- Fálkaskátarnir í 5.- 7. bekk hittast á þriðjudögum kl. 17:30-19:00
- Dróttskátarnir í 8.-10. bekk hittast á miðvikudögum kl. 20:00-21:30
- Rekka- og róverskátarnir sem eru í framhaldsskóla og eldri hittast á mánudögum kl. 20:00-22:00

Allar upplýsingar er að finna á Facebook síðu Mosverja. Einnig er hægt að hafa samband í netfangið mosverjar@mosverjar.is.

Skátahreyfingin er alþjóðleg æskulýðshreyfing sem vinnur að valdeflingu ungmenna í þeim tilgangi að virkja þau til jákvæðra áhrifa í sínu samfélagi og til þátttöku í að bæta þann heim sem við búum í. Skátastarf er gefandi bæði fyrir ungt fólk og fullorðna sjálfboðaliða sem sinna starfinu með því. Í skátastarfi öðlast börn og ungmenni ekki eingöngu reynslu, kunnáttu og minningar heldur er félagsskapurinn líka frábær, tækifærin endalaus og starfið kemur í sífellu skemmtilega á óvart.