Vinnuskólinn

Vinnuskóli Mosfellsbæjar er starfræktur yfir sumarið á tímabilinu júní til ágúst.

Skráning í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fer fram í gegnum ráðningavef Mosfellsbæjar og hefst ummsóknarferli í mars ár hvert.

Daglegur rekstur skólans er í höndum tómstundarfulltrúa, yfirflokksstjóra og flokksstjóra.

Markmið vinnuskólans:

  • Kenna nemendum að vinna og hegða sér á vinnustað.
  • Kenna nemendum að umgangast  bæinn sinn.
  • Auka skynjun og virðingu nemenda fyrir umhverfinu. 
  • Veita nemendum vinnu yfir sumartímann.

Vinnuskólinn sumarið 2021

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Mosfellsbæjar fyrir sumarið 2021. 

Umsóknafrestur er til 23. apríl og verður öllum umsóknum sem berast fyrir þann tíma svarað fyrir 30. apríl 2021.

Reynt verður að verða við óskum allra en gera má ráð fyrir að ekki verði hægt að uppfylla allar óskir um tímabil og vinnustöð.

Ef einhverjar spurningar vakna sendið tölvupóst á netfangið vinnuskoli@mos.is.