Helgafellsskóli

Fyrsta skóflustungan að nýjum leik- og grunnskóla í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ var tekin miðvikudaginn 7. desember 2016.

Bygging skólans verður stærsta einstaka framkvæmd sveitarfélagsins á næstu misserum. Heildarstærð hússins verður um 7300 fm og áætlaður byggingarkostnaður um 3500 milljónir. 

Skólinn verður byggður í fjórum áföngum og áætlanir gera ráð fyrir að fyrsti áfangi verði tekinn í notkun byrjun árs 2019. 

Uppbyggingarhraði mun að einhverju leyti taka mið af uppbyggingu hverfisins.