Menntastefna Mosfellsbæjar

Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Mosfellsbæjar. Verkefnisteymi sem skipað er fulltrúum frá mennta- og uppeldisstofnunum bæjarins hefur unnið að undirbúningi frá því í maí á þessu ári en til stendur að endurskoðuð stefna verði tilbúin til útgáfu og innleiðingar í byrjun árs 2022. Víðtækt samtal og samráð við hagsmunaaðila er lykilatriði í gerð vel heppnaðarar stefnu og því verður leitast við að fá fram viðhorf og sjónarmið allra sem að skólastarfinu koma þ.e. barna, foreldra, starfsfólks, íbúa og kjörinna fulltrúa.

Íbúaþing 20. nóvember 2021

Íbúaþing um menntastefnu Mosfellsbæjar fór fram 20. nóvember sl.

Skólaþing 11. október 2021

Skólaþing var haldið með þátttöku allra hagsmunaaðila 11. október sl. Íbúar gátu skráð sig til þátttöku.

Framgangur verkefnisins

Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með framgangi verkefnisins geta fylgst með fréttum hér á síðunni sem verður reglulega uppfærð á meðan á vinnslu verkefnisins stendur. Ragnheiður Agnarsdóttir, verkefnisstjóri heldur utan um stefnumótunarferlið.

Rafrænt íbúaþing um menntastefnu Mosfellsbæjar

17.11.2021 Rafrænt íbúaþing um menntastefnu Mosfellsbæjar
Boðað er til íbúaþings um menntastefnu laugardaginn 20. nóvember frá kl. 10:00-12:00. Markmið íbúaþings er að skapa vettvang fyrir íbúa til að hafa áhrif á mótun menntastefnu Mosfellsbæjar sem nú er í endurskoðun og áætlað að verði gefin út í janúar 2022.
Meira ...

Íbúaþingi um menntastefnu frestað frá 6. til 20. nóvember

05.11.2021 Íbúaþingi um menntastefnu frestað frá 6. til 20. nóvember
Fyrirhuguðu íbúaþingi um menntastefnu sem halda átti laugardaginn 6. nóvember frá kl. 10:00-12:00 í Helgafellsskóla hefur verið frestað til laugardagsins 20. nóvember í ljósi stöðunnar á faraldrinum. Ef ekki reynist unnt að halda íbúaþing í skólanum þann dag verður boðið upp á rafrænan íbúafund.
Meira ...

Íbúaþing um menntastefnu 6. nóvember

01.11.2021 Íbúaþing um menntastefnu 6. nóvember
Boðað er til íbúaþings um menntastefnu laugardaginn 6. nóvember frá kl. 10:00-12:00 í Helgafellsskóla. Markmið íbúaþings er að skapa vettvang fyrir íbúa til að hafa áhrif á mótun menntastefnu Mosfellsbæjar sem nú er í endurskoðun og áætlað að verði gefin út í janúar 2022.
Meira ...

Þér er boðið á skólaþing Mosfellsbæjar 11. október

04.10.2021 Þér er boðið á skólaþing Mosfellsbæjar 11. október
Þann 11. október 2021 fer fram skólaþing í Mosfellsbæ. Markmið skólaþings er að skapa vettvang fyrir nemendur, starfsfólk, foreldra/forráðamenn og íbúa til verkefnavinnu sem ætlað er að verða innlegg í menntastefnu Mosfellsbæjar sem gefin verður út í janúar 2022.
Meira ...

Menntastefna Mosfellsbæjar

09.09.2021 Menntastefna Mosfellsbæjar
Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun á menntastefnu Mosfellsbæjar en henni er ætlað að koma í stað núgildandi skólastefnu. Verkefnisteymi sem skipað er fulltrúum frá mennta- og uppeldisstofnunum bæjarins hefur unnið að undirbúningi frá því í maí á þessu ári en til stendur að endurskoðuð stefna verði tilbúin til útgáfu og innleiðingar í byrjun árs 2022.
Meira ...