Skólaskrifstofa
Skólaskrifstofa annast stjórnsýslu, rekstur og þjónustu vegna uppeldis- og menntamála bæjarfélagsins. Skólaskrifstofa fylgist með framkvæmd skólahalds og hefur yfirumsjón með áætlanagerð og almennt eftirlit með skólastarfi.
Skólaskrifstofa sér leik- og grunnskólum fyrir sérfræðilegri ráðgjöf skv. lögum og reglugerðum og hvetur til umbóta og framþróunar í skólastarfi.

Sérfræðiþjónusta
Við skólaþjónustu starfa tveir sálfræðingar. Til þeirra geta foreldrar og uppeldisstéttir leitað vegna ýmissa erfiðleika barna, svo sem erfiðleika við nám, hegðun, samskipti og vegna vanlíðunar af einhverju tagi.
Sálfræðingarnir sinna kennslufræðilegum og sálfræðilegum athugunum og greiningum á vanda barna og veita börnum, foreldrum og uppeldisstéttum ráðgjöf og stuðningsviðtöl.
Algengast er að skóli, að höfðu samráði við foreldra vísi máli til skólaþjónustunnar, en einnig geta foreldrar leitað beint eftir aðstoð. Eftir að tilvísun hefur borist er nánari upplýsinga leitað hjá þeim sem þekkja barnið best, svo sem foreldrum barnsins og kennurum. Eftir viðtöl og greiningu á vanda barnsins eru tillögur til úrbóta kynntar og málinu fylgt eftir í samræmi við þær.
Beiðni um talmeinaþjónustu fer í gegnum skólastjórnendur.
Stefnur
Útgefið efni
Ársskýrslur
Skýrslur
Reglugerðir leikskóla
Reglugerðir grunnskóla
- Gerð og búnaður grunnskólahúsnæðis og skólalóða.
- Heimakennsla á grunnskólastigi.
- Jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla.
- Matsnefnd leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólakennara.
- Mat og eftirlit í grunnskólum og upplýsingaskylda sveitarstjórna um skólahald.
- Miðlun og meðferð upplýsinga um nemendur í grunnskólum og rétt foreldra til aðgangs að upplýsingum um börn sín.
- Nemendaverndarráð í grunnskólum.
- Notkun skólahúsa og samkomuhald í skólum.
- Sérkennsla.
- Skólaráð við grunnskóla.
- Skólareglur í grunnskólum.