Umsókn um aukadaga fyrir skólasetningu 2021

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á frístund til að brúa það bil sem verður frá þeim tíma er leikskólavistun lýkur þar til nemendur hefja nám við skóla í haust. Verðandi nemendum í 1. bekk og nemendum sem verða í 2. bekk er því boðið að skrá sig í Frístundasel skólans dagana 9. - 20. ágúst n.k. Opnunartími þessa daga er frá kl. 08:00 – 16:00.

Gjald vegna þessara aukadaga er greitt samkvæmt gjaldskrá lengdrar viðveru og kemur þá til viðbótar við það gjald sem er innheimt vegna skráningar nemanda í Frístundasel frá því almenn starfsemi fer í gang þann 25. ágúst n.k. 

Mikilvægt er að þeir nemendur sem sækja um að nýta sér þjónustu frístundasels allan daginn frá 9. – 20. ágúst komi með þrefalt nesti þar sem ekki verður boðið upp á hádegismat þessa daga.

Vakin er athygli á því að Frístund er lokuð starfsdaginn og skólasetningardaginn, 23. og 24. ágúst.

Síðasti skráningardagur er 18. júní.
Eftir að skráning er staðfest er hún bindandi.

Frístundasel - reglur vegna þjónustu heilsdagsskóla

UMSÆKJANDI
HVAR / STAÐSETNING
VISTUNARTÍMI

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

GJALDSKRÁ
Grunngjald fyrir hverja klukkustund í viðbótarvistun í frístundaseljum er kr. 359,-
Sjá nánar í GJALDSKRÁ

Athugið að ekki er veittur systkinaafsláttur í viðbótarvistun, þ.e. sérstökum opnunartímum frístundasels s.s. í jóla, páska- og vetrarfríum.
Sjá nánar í SAMÞYKKT UM SYSTKINAAFSLÁTTSjá 4. grein