Byggingarmál

Íbúðarlóðir við Súluhöfða - Úthlutun lokið

 

Íbúðarlóðir við Fossatungu og Kvíslartungu - Úthlutun lokið

 

Atvinnu- og iðnaðarsvæði

Til úthlutunar eru þrjár atvinnuhúsalóðir við Desjamýri í Mosfellsbæ og fer úthlutun þeirra fram samkvæmt úthlutunarskilmálum á grundvelli hæsta tilboðs í hverja lóð fyrir sig. Lágmarksverð jafngildir gatnagerðargjöldum af leyfilegu byggingarmagni.

 

Byggingarfulltrúi

Byggingarfulltrúi Mosfellsbæjar er Árni Jón Sigfússon.

  • Símatími: Mán.-Fim. kl: 10:00-11:00 í síma 525-6700.
  • Viðtalstími: Mán.-Fim. eftir samkomulagi í Kjarna, Þverholti 2., 2.hæð.
  • Vinsamlega sendið viðtalsbeiðni í tölvupósti: arnijon[hja]mos.is.

 

Starfssvið

Starfssvið byggingarfulltrúa og embættis hans er skilgreint í IV. kafla byggingarlaga nr.73/1997 og í byggingarreglugerð. Byggingarfulltrúi sér um sérstakar afgreiðslur byggingarmála á afgreiðslufundum í hverri viku samkvæmt samþykkt Mosfellsbæjar staðfest af umhverfisráðuneytinu - Lög um mannvirki nr. 160/2010,  sem byggir á 1.gr í lögum um breytingu nr. 117/1999 á skipulags- og byggingarlögum nr.73/1997 og byggingareglugerð nr. 112/2012.

Byggingarfulltrúi áritar uppdrætti og gefur út byggingarleyfi. Embætti byggingarfulltrúa vakir yfir því að hús og önnur mannvirki séu byggð í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglur. Embættið sér um úttekt einstakra þátta byggingarframkvæmda og lokaúttekt fullbyggðs mannvirkis og gefur út vottorð þar um áður en mannvirki skal tekið í notkun.

Á skrifstofu byggingarfulltrúa eru gefnar upplýsingar um ýmis mál, sem lúta að byggingarmálum. Þá eru á skrifstofunni geymd afrit af öllum þeim uppdráttum, sem þar hafa verið lagðir inn og samþykktir.

Embættið tilkynnir Fasteignadeild Þjóðskrá Íslands samþykktir í byggingarmálum og skráir fasteignir í fasteignaskrá.