Atvinnulóðir

Úthlutun lóða í Desjamýri

Mosfellsbær auglýsir til úthlutunar þrjár atvinnuhúsalóðir við Desjamýri í Mosfellsbæ og fer úthlutun þeirra fram á grunni fyrirliggjandi úthlutunarskilmála. Lágmarksverð jafngildir gatnagerðargjöldum af flatarmáli byggingarreits. Heimilt er að byggja millihæð að leyfilegu heildar byggingarmagni samkvæmt deiliskipulagi og yrði greiðsla fyrir það innheimt í samræmi við gjaldskrá Mosfellsbæjar.

Um er að ræða atvinnuhúsalóðir við Desjamýri númer 11 og 13. Í töflunni hér að neðan er yfirlit yfir helstu stærðir, leyfilegt byggingarmagn og lágmarksverð.

 

Lóð nr. Stærð lóðar m2 Stærð bygg. reits Gerð Nýtingar-
hlutfall
Leyfilegt bygg.magn skv. deiliskipulagi m2 Gatnagerðargjöld v. flatarmál byggingarreits / Lágmarksverð
11 7.054,60 25x72=1.800 C 0,4 2.821,84 61.925.400 ISK
13 7.055,50 25x72=1.800 C 0,4 2.822,20 61.925.400 ISK
             

 

Einungis lögaðilum er heimilt að sækja um lóðirnar og skulu umsækjendur uppfylla þau skilyrði sem tilgreind eru í 3. gr. í úthlutunarreglum Mosfellsbæjar.

 

Allar nánari upplýsingar um úthlutun lóða að Desjamýri er að finna á slóðinni mos.is/atvinnulodir og hjá Arnari Jónssyni, forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar í síma 525-6700.

 

Gögn

Úthlutunarskilmála, deiliskipulag lóðanna ásamt nánari upplýsingum má finna hér að neðan.