Atvinnulóðir

Úthlutun lóða í Desjamýri

Til úthlutunar eru þrjár atvinnuhúsalóðir við Desjamýri í Mosfellsbæ og fer úthlutun þeirra fram samkvæmt úthlutunarskilmálum á grundvelli hæsta tilboðs í hverja lóð fyrir sig. Lágmarksverð jafngildir gatnagerðargjöldum af leyfilegu byggingarmagni.

Um er að ræða lóðir númer 11, 12 og 13 og eru helstu stærðir í neðangreindri töflu:

Lóð nr. Stærð lóðar m2 Stærð bygg. reits Gerð Nýtingarhlutfall Leyfilegt byggingarmagn m2
12
4.705,50
20x65=1.300
A
0,5
2.352,75
11
7.054,60
25x72=1.800
C 0,4
2.821,84
13
7.055,50
25x72=1.800
C
0,4
2.822,20
           

 

Einungis lögaðilum er heimilt að sækja um lóðirnar og skulu umsækjendur uppfylla þau skilyrði sem tilgreind eru í 3. gr. í úthlutunarreglum Mosfellsbæjar.

 

Umsóknarfrestur

Tilboðin í lóðirnar þrjár skulu berast Mosfellsbæ eigi síðar en 20. desember 2019 og verða móttekin með rafrænum hætti í íbúagátt Mosfellsbæjar.

Allar nánari upplýsingar um úthlutun lóða að Súluhöfða er að finna á slóðinni mos.is/atvinnulodir og hjá Heiðari Erni Stefánssyni, lögmanni Mosfellsbæjar í síma 525-6700.

 

Gögn

Úthlutunarskilmála, deiliskipulag lóðanna ásamt nánari upplýsingum má finna hér að neðan.