Lóðir við Súluhöfða
Súluhöfði 36, 43, 45 og 47 - Úthlutun er lokið
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og verð við úthlutun á lóðum að Súluhöfða 36, 43, 45 og 47 í Mosfellsbæ.
Lóðirnar eru allar ætlaðar fyrir einbýlishús samkvæmt gildandi skipulagi. Þær lóðir sem eru fyrir neðan götu liggja samkvæmt deiliskipulagi að sjó með óskert útsýni yfir voginn og flóann auk þess að vera í næsta nágrenni við útivistarsvæði og golfvöll.
Einungis einstaklingum er heimilt að sækja um lóðirnar og heimilt er að gera tilboð í fleiri en eina lóð. Hver umsækjandi getur hinsvegar einungis fengið einni lóð úthlutað.
Alls eru nú til úthlutunar fjórar lóðir og verður hverri lóð úthlutað til þess aðila sem gerir hæst tilboð í viðkomandi lóð, enda uppfylli viðkomandi aðili öll fjárhagsleg skilyrði og geti sýnt fram á fjármögnun lóðar og byggingar einbýlishúss.
Þessar fjórar lóðir voru ekki til úthlutunar áður þar sem þær þótt liggja of nálægt golfvellinum. Nú liggur fyrir hvernig legu brautar golfvallarins verður breytt og því verður þeim nú úthlutað.
Lágmarksverð byggingaréttar lóðanna tekur mið af gatnagerðargjaldi, byggingarréttargjaldi og mati á gæðum hverrar lóðar fyrir sig m.a. með hliðsjón af undirlagi og staðsetningu.
Fjórar lóðir til úthlutunar
Lóð |
Lýsing |
Stærð lóðar í fm |
|
Súluhöfði 36 |
E-1d Endalóð |
794,7 m2 | 14.500.000 |
Súluhöfði 43 |
E-1d Endalóð |
794,7 m2 | 14.000.000 |
Súluhöfði 45 |
E-1e Endalóð - Púði |
785,4 m2 | 18.500.000 |
Súluhöfði 47 |
E-1e Púði |
788,7 m2 | 18.000.000 |
Gögn
Úthlutunarskilmála, deiliskipulag lóðanna ásamt nánari upplýsingum má finna hér að neðan.
- Súluhöfði 32-57 - lóða- og hæðablað (pdf).
- Súluhöfði 35-53 - lóða- og hæðablað (pdf).
- Súluhöfði 32-57 - mæliblað (pdf).
- Súluhöfði og golfvöllur (pdf).
- Súluhöfði 4 lóðir - auglýsing (pdf).
- Dæmi um yfirlýsingar banka (doc).
- Höfðahverfi breytt deiliskipulag Vestursvæði Mosfellsbær (pdf).
- Höfðar Súluhöfði deiliskipulag br 01 (pdf).
- Mæliblað 19009-U20.002-B (ID 81424) (pdf).
- Mæliblað 19009-U20.102-B (ID 81428) (pdf).
- Súluhöfði úthlutunarskilmálar 2019 (pdf).
Umsóknarfrestur
Tilboðin í lóðir skulu berast Mosfellsbæ eigi síðar en 20. desember 2019 og verða móttekin með rafrænum hætti í íbúagátt Mosfellsbæjar.
Allar nánari upplýsingar um úthlutun lóða að Súluhöfða 36-47 er að finna á slóðinni í úthlutunarskilmálum og hjá Heiðari Erni Stefánssyni, lögmanni Mosfellsbæjar í síma 525-6700.
Súluhöfði 32-57 - Úthlutun er lokið
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og verð við úthlutun á lóðum að Súluhöfða 32-57 í Mosfellsbæ.
Lóðirnar eru allar ætlaðar fyrir einbýlishús samkvæmt gildandi skipulagi. Þær lóðir sem eru fyrir neðan götu liggja samkvæmt deiliskipulagi að sjó með óskert útsýni yfir voginn og flóann auk þess að vera í næsta nágrenni við útivistarsvæði og golfvöll.
Einungis einstaklingum er heimilt að sækja um lóðirnar og heimilt er að gera tilboð í fleiri en eina lóð. Hver umsækjandi getur hinsvegar einungis fengið einni lóð úthlutað.
Alls eru nú til úthlutunar 15 lóðir og verður hverri lóð úthlutað til þess aðila sem gerir hæst tilboð í viðkomandi lóð, enda uppfylli viðkomandi aðili öll fjárhagsleg skilyrði og geti sýnt fram á fjármögnun lóðar og byggingar einbýlishúss.
Fjórar af nítján lóðum við Súluhöfða eru ekki til úthlutunar að sinni þar sem að þær þykja liggja of nálægt golfvellinum. Þær lóðir sem um ræðir eru númer 43, 45, 47 og 36. Áður þeim verður úthlutað þarf að taka ákvörðun um það hvernig breyta skuli legu tveggja brauta golfvallarins. Gera má ráð fyrir því að sú ákvörðun liggi fyrir innan skamms og í kjölfarið verður þessum fjórum lóðum úthlutað á grunni sömu úthlutunarskilmála og gilda um hinar fimmtán lóðirnar.
Lágmarksverð byggingaréttar lóðanna tekur mið af gatnagerðargjaldi, byggingarréttargjaldi og mati á gæðum hverrar lóðar fyrir sig m.a. með hliðsjón af undirlagi og staðsetningu.
Umsóknarfrestur er liðinn
Tilboðin í lóðir skulu berast Mosfellsbæ eigi síðar en 31. október 2019 og verða móttekin með rafrænum hætti á íbúagátt Mosfellsbæjar.
Allar nánari upplýsingar um úthlutun lóða að Súluhöfða 32-57 er að finna á slóðinni í úthlutunarskilmálum og hjá Heiðari Erni Stefánssyni, lögmanni Mosfellsbæjar í síma 525-6700.
Gögn
Úthlutunarskilmála, deiliskipulag lóðanna ásamt nánari upplýsingum má finna hér að neðan.
- Dæmi um yfirlýsingar banka
- Höfðahverfi breytt deiliskipulag Vestursvæði Mosfellsbær
- Höfðar Súluhöfði deiliskipulag br 01
- Mæliblað 19009-U20.002-B (ID 81424)
- Mæliblað 19009-U20.102-B (ID 81428)
- Súluhöfði auglýsing
- Súluhöfði úthlutunarskilmálar 2019
Athygli er vakin á að minniháttar breytingar hafa verið gerðar á lóðarstærðum Súluhöfða 32 og 33 vegna misræmis í hnitaskrám (6,9-7,5 fm) en það hefur hvorki áhrif á lámarksverð né byggingarmagn (sjá nánar á mæli-, lóðar- og hæðarblöðum).
Lóðir til úthlutunar
15 lóðir sem eru til úthlutunar að Súluhöfða 32-57 ásamt verði:
- Staðsetning lóða og húsnúmer (jpg).
Lóð | Lýsing | Stærð lóðar í fermetrum | Lágmarksverð |
Súluhöfði 32 | E-1d | 880,3 | 13.750.000 kr. |
Súluhöfði 33 | E-1d | 863,7 | 13.750.000 kr. |
Súluhöfði 34 | E-1d | 794,7 | 13.500.000 kr. |
Súluhöfði 35 | E-1d | 794,7 | 13.500.000 kr. |
Súluhöfði 37 | E-1d | 794,7 | 13.500.000 kr. |
Súluhöfði 38 | E-1e Endalóð | 788,7 | 15.500.000 kr. |
Súluhöfði 39 | E-1d | 794,7 | 13.500.000 kr. |
Súluhöfði 40 | E-1e | 788,7 | 15.000.000 kr. |
Súluhöfði 41 | E-1d | 794,7 | 13.500.000 kr. |
Súluhöfði 42 | E-1e | 788,7 | 15.000.000 kr. |
Súluhöfði 49 | E-1e Púði | 788,7 | 18.000.000 kr. |
Súluhöfði 51 | E-1e Púði | 788,7 | 18.000.000 kr. |
Súluhöfði 53 | E-1e Púði | 788,7 | 18.000.000 kr. |
Súluhöfði 55 | E-1e Púði | 788,7 | 18.000.000 kr. |
Súluhöfði 57 | E-1e | 797 | 15.000.000 kr. |