Dýrahald
Mosfellsbær er frábær staður fyrir ferfætlinga. Í bænum eru fjöldi gönguleiða og reiðstíga sem henta vel til útivistar.
Hundahald
Hundahald í Mosfellsbæ sætir þeim takmörkunum sem kveðið er á um í samþykkt um hundahald í Mosfellsbæ.
- Eigendum hunda er skylt að þrífa upp eftir hunda sína.
- Lausaganga hunda er bönnuð. Á almannafæri skal hundur alltaf vera í taumi með aðila sem hefur fullt vald yfir honum.

Skráning hunda
- Þjónustuver Mosfellsbæjar sér um nýskráningar hunda.
- Allir hundar, sem náð hafa 6 mánaða aldri, verða að vera skráðir.
- Algengur misskilningur: Örmerking hunds hjá dýralækni þýðir ekki að hundurinn sé skráður í sínu sveitarfélagi.
Hundaeftirlit
Hjá Mosfellsbæ starfar hundaeftirlitsmaður sem sinnir ábendingum og kvörtunum vegna lausra hunda og ónæðis vegna þeirra. Hægt er að senda tölvupóst, hundaeftirlit[hja]mos.is eða hringja í s: 660-6236.
Hundagerði
Nýtt 1500 fermetra hundagerði er staðsett í Ullarnesbrekkum, í fallegu umhverfi Ævintýragarðs Mosfellinga.
Viðurkenndir hundaskólar
Hundaskólar sem hafa hlotið viðurkenningu Heilbrigðiseftirlitsvæðanna á höfðuborgarsvæðinu.
Hestamennska
Í Mosfellsbæ er góð aðstaða fyrir hestamenn og þar er staðsett blómleg hesthúsabyggð. Hesthúsahverfið er á Varmárbökkum í fallegu umhverfi.
Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ stendur fyrir kraftmiklu íþróttastarfi auk námskeiða í reiðmennsku. Félagið hefur inniaðstöðu í glæsilegri reiðhöll á Varmárbökkum.
Ein hestaleiga er í Mosfellsbæ: Hestaleigan að Laxnesi.
Kort af reiðleiðum

Hænsnahald
Hægt er að sækja um leyfi til að halda allt að 6 hænur. Hanar eru með öllu óheimilir. Leyfi er veitt til 5 ára í senn.
Dýraeftirlit og meindýravarnir
Mosfellsbær sér um dýraeftirlit og meindýravarnir á svæðum í umsjá Mosfellsbæjar.