Auglýst útboð

Kennslustofa við Varmárskóla - Til flutnings eða niðurrifs og förgunar

29.10.2020Kennslustofa við Varmárskóla - Til flutnings eða niðurrifs og förgunar
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboði í flutning og/eða niðurrif á 130 fm. timburhúsi (7m x 18m) sem stendur á lóð Varmárskóla. Húsið hefur verið notað sem kennslustofur um árabil en byggingarár hússins er 1978. Húsið hefur verið töluvert endurnýjað að innan á síðustu árum.
Meira ...

Útboð - Brattahlíð: Gatnagerð og veitur

11.09.2020Útboð - Brattahlíð: Gatnagerð og veitur
Umhverfissvið Mosfellsbæjar, Veitur ohf, Míla ehf og Gagnaveita Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í verkið: Brattahlíð - Gatnagerð og veitur. Verkið felur í sér gatnagerð á nýjum botnlanga fyrir Bröttuhlíð 24-34 ásamt tilheyrandi veitum undir götu og að hluta utan götu.
Meira ...

Útboð - Samgöngustígur og endurnýjun Varmárræsis í Ævintýragarði

11.09.2020Útboð - Samgöngustígur og endurnýjun Varmárræsis í Ævintýragarði
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Samgöngustígur og endurnýjun Varmárræsis í Ævintýragarði. Verkið felst í að leggja tæplega 1.700 m langan og 5 m breiðan samgöngustíg í gegnum Ævintýragarðinn í Mosfellsbæ, þar með talið niðursetning tveggja brúa, yfir Varmá annars vegar og Köldukvísl hins vegar. Einnig er um að ræða endurnýjun á Ø600 skólplögn (Varmárræsi) á um 220 m kafla vestan Varmár. Að auki þarf að endurgera reiðstíg sem grefst í sundur vegna framkvæmdanna.
Meira ...

Útboð - Súluhöfði - Stígar og landmótun 1. áfangi

07.08.2020Útboð - Súluhöfði - Stígar og landmótun 1. áfangi
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Súluhöfði - Stígar og landmótun 1. áfangi. Verkið felur í sér uppbyggingu og frágang á göngu- og hjólastíg við Súluhöfða í Mosfellsbæ, en búið er að fjölga lóðum og bæta við einni götu norðvestan við núverandi byggð. Leggja skal nýjan stíg sem skal aðlaga að núverandi stígum sem tengjast framkvæmdasvæðinu og landmótun meðfram nýjum stígum. Frágangur miðast við jarðvinnu, mulning undir malbik, grassáningu og fleira.
Meira ...