Framkvæmd

Framkvæmdir á Hringvegi 1 í Mosfellsbæ - Breytingar á umferðarskipulagi hefjast í dag

09/06/2020Framkvæmdir á Hringvegi 1 í Mosfellsbæ - Breytingar á umferðarskipulagi hefjast í dag
Breytingar á umferðarskipulagi hefjast kl 19:00 þriðjudaginn 9. júní og standa yfir næstu daga. Á meðan á framkvæmdum stendur verður umferð á einni akrein í hvora átt. Búast má við því að umferð gangi hægt og einhverjar tafir verði um vinnusvæðið. Hámarkshraði verður tekinn niður í 50 km/klst. Ökumenn eru hvattir til að aka varlega um framkvæmdasvæðið og virða merkingar.
Meira ...

Frágangur á stofnlögn fráveitukerfis neðan Svöluhöfða

22/04/2020Frágangur á stofnlögn fráveitukerfis neðan Svöluhöfða
Þar sem veðurspá er hagstæð næstu daga verður ráðist í framkvæmd og frágang við opinn lagnaskurð sem liggur á milli Svöluhöfða og Hlíðavallar. Ráðgert er að nýrri fráveitulögn verði komið fyrir laugardaginn 25. apríl, skurðinum lokað og svæðið grófjafnað þann sama dag.
Meira ...

Vinna við aðveitulagnir norðan Bjarkarholts - áhersla lögð á lágmarks röskun

12/11/2019
Í tengslum við uppbyggingu nýrra húsa við Bjarkarholt stendur yfir vinna við allar aðveitulagnir norðan götunnar. Áhersla er lögð á að röskun á starfsemi við götuna verði sem minnst á framkvæmdatímanum enda um að ræða bæði leið strætisvagna og verslunargötu.
Meira ...

Tilkynning frá Veitum

04/11/2019
Þriðjudaginn 5. nóvember, kl. 13:00-15:00, verður rafmagnslaust í Vogatungu 1 - 19.

Meira ...

Malbiksyfirlögn á hringtorgi við Þverholt/Háholt/Bjarkarholt

22/07/2019Malbiksyfirlögn á hringtorgi við Þverholt/Háholt/Bjarkarholt
Næstkomandi þriðjudag þann 23. júlí frá kl. 5:00 til kl. 8:00 um morguninn verður unnið við malbiksyfirlögn á hringtorgi við Þverholt/Háholt/Bjarkarholt (sjá mynd). Vegfarendum er bent á að velja sér aðrar leiðir. Vegfarendur eru beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi
Meira ...

Malbiksyfirlögn á Skarhólabraut

17/07/2019Malbiksyfirlögn á Skarhólabraut
Næstkomandi laugardag þann 20. júlí frá kl. 08:00 til kl:13:00 verður unnið við malbiksyfirlögn á Skarhólabraut frá slökkvistöð upp fyrir gatnamót Grænumýrar (sjá mynd með grænu). Hjáleið verður frá Flugumýri um Skarhólabraut að Reykjavegi og um Vesturlandsveg. (sjá mynd með gulu).
Meira ...

Malbikun og lokun í Baugshlíð, Höfðatorg

16/07/2019Malbikun og lokun í Baugshlíð, Höfðatorg
Næstkomandi fimmtudag, þann 18. júlí frá kl. 10:00 til kl. 14:00 verður unnið við malbiksyfirlögn á Baugshlíð nánar tiltekið hringtorg við Lágafellslaug (Höfðatorg) og hluta af af Baugshlíð til suðurs (sjá mynd). Við þessa framkvæmd lokast umferð um Baugshlíð frá Arnarhöfða og frá Klapparhlíð. Ennfremur mun umferð um Þrastarhöfða lokast og er íbúum þar sem og sundlaugargestum bent á bílastæði við Höfðaberg.
Meira ...

Truflanir á umferð á Lækjarhlíð við Lágafellslaug

11/07/2019Truflanir á umferð á Lækjarhlíð við Lágafellslaug
Næstkomandi Föstudag þann 12.07.2019 frá kl. 09:00 til kl.13:00 verður unnið við malbiksyfirlögn á Lækjarhlíð frá Höfðatorgi að bílastæði við sundlaug.
Meira ...

Lokun fyrir heitt vatn í Ástu- Sólliljugötu og Gerplustræti 3.júní

31/05/2019
Lokað verður fyrir heitt vatn í Ástu- Sólliljugötu og Gerplustræti á mánudaginn 3.júní vegna viðgerðar á stofnæð. Lokun er frá 13°°- fram eftir degi.
Meira ...

Lokun fyrir heitt vatn á Tungumelum og í Leirvogstungu

23/05/2019Lokun fyrir heitt vatn á Tungumelum og í Leirvogstungu
Vegna viðgerða á stofnæð á Tungumelum verður lokað fyrir heitt vatn á Tungumelum og í Leirvogstunguhverfinu fimmtudaginn 23. maí frá kl. 9:00 til 18:00. Á meðfylgjandi mynd má sjá það svæði sem lokunin nær yfir en það er afmarkað með grænu á yfirlitsmynd.
Meira ...

Síða 1 af 11