Framkvæmd

Íbúar í Byggðar- og Álmholti athugið

04/07/2016Íbúar í Byggðar- og Álmholti athugið
Vegna viðgerðar verður lokað fyrir heita vatnið í Byggðarholti og Álmholti þriðjudaginn 5.júlí, frá klukkan 9:00 og fram eftir degi. Hitaveita Mosfellsbæjar
Meira ...

Lokun Álafossvegar

24/06/2016Lokun Álafossvegar
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur ákveðið að loka Álafossvegi varanlega við bílastæði Álafossvegar 33. Breytingin tekur gildi í júlí. Mikill meirihluti íbúa og rekstraraðila óskaði eftir breytingunni en gerð var tilraun með hana síðasta sumar. Þeir sem leið eiga um Álafosskvosina þurfa því að hafa það hugfast að ekki verður lengur mögulegt að keyra í gegnum hana. Akstur í neyðartilvikum verður leyfður s.s. akstur sjúkra- og slökkvibíla.
Meira ...

Íbúar í Hlíðar- og Hamratúni athugið !

24/06/2016Íbúar í Hlíðar- og Hamratúni athugið !
Vegna viðgerðar verður lokað fyrir heita vatnið í Hlíðartúni og hluta af Hamratúni í dag föstudaginn 24. júní frá klukkan 10:00 og fram eftir degi. Hitaveita Mosfellsbæjar.
Meira ...

Framkvæmdir á Vesturlandsvegi

23/06/2016Framkvæmdir á Vesturlandsvegi
Vegagerðin hefur tilkynnt um eftirfarandi gatnaframkvæmdir í dag fimmtudag 23. Júní sem hefjast klukkan 20:00 og standa til kl. 06:00 á morgun. Stefnt er að því að malbika og fræsa Vesturlandsveg, frá hringtorgi við Skarhólabraut (Mosfellsbæ), til norðurs (upp fyrir Aðaltún). Lokað verður því fyrir umferð á akrein til norðurs. Umferð til suðurs verður óhindruð. Í beinu framhaldi verður hringtorg á Vesturlandsvegi/Reykjavegi( við N1) malbikað. Hringtorgið verður lokað meðan á framkvæmdum stendur. Umferð verður beint í gengum Mosfellsbæ.
Meira ...

Öryggisúrbætur við Tunguveg

23/06/2016Öryggisúrbætur við Tunguveg
Þverun fyrir gangandi og hjólandi yfir Tunguveg verður útfærð á næstu dögum/vikum. Úrbæturnar fela í sér upphækkaða gönguþverun með merkingum beggja vegna þar sem ökumenn um Tunguveg eiga að hægja á sér. Gerður verður göngustígur yfir Tunguveg og reiðstíga við hliðina sem tengir saman stíg neðan Laxatungu við nýtt hjólreiðastæði sunnan Tungu-bakka. Úrbæturnar eiga að auka öryggi þeirra barna sem hjóla út á Tungubakka og nýja hjólreiðastæðið á að koma í veg fyrir að börnin þurfi að skilja hjólin eftir á reiðstígnum sem liggur meðfram Tungubökkum.
Meira ...

Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar

21/06/2016Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust í Akurholti frá klukkan 10.00 og frameftir degi, þriðjudaginn 21.júní.
Meira ...

Framkvæmdir við Skeiðholt

03/03/2014Framkvæmdir við Skeiðholt
Hafnar eru framkvæmdir við gatnamót Skeiðholts og Skólabrautar. Framkvæmdirnar eru hluti af tengingu Tunguvegar við Skólabraut og Skeiðholt og áætlað er að þær muni standa yfir næstu þrjá mánuði. Til stendur að tengja göturnar saman með hringtorgi og ennfremur verður umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur bætt til muna með undirgöngum undir Skeiðholt.
Meira ...

Tunguvegur

22/07/2008Tunguvegur
22. júlí 2008: Breyting á deiliskipulagi og breyting á aðalskipulagi og tilheyrandi umhverfisskýrslur vegna Tunguvegar. Tunguvegur, breyting á aðalskipulagi. Breytingar felast einkum í því að legu Tunguvegar, sem er tengivegur milli Skeiðholts og Leirvogstungu, er breytt á 800 m kafla til aðlögunar að landslagi. Einnig er flokkun vegarins breytt, úr tengivegi í 1. fl. í tengiveg í 2. fl. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla.
Meira ...

Síða 11 af 11