Framkvæmd

Rafmagnstruflanir verða á Reykjavegi og Völuteigi

18/01/2019Rafmagnstruflanir verða á Reykjavegi og Völuteigi
Rafmagnstruflanir verða á Reykjavegi og Völuteigi laugardaginn 19. janúar frá kl. 12:00 vegna tenginga í dreifistöð. Veitur benda notendum á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggja þeir að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.
Meira ...

Lokað verður fyrir heitt vatn í Lágholti og Skólabraut

16/01/2019
Vegna viðgerðar á stofnæð í brunni verður lokað fyrir heitt vatn í Lágholti og Skólabraut. Lokunin hefur áhrif á allt skólasvæðið frá kl: 13:00 til 15:30 í dag 16.janúar. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda
Meira ...

Framkvæmdir við fjölnotaíþróttahús hafnar

28/11/2018Framkvæmdir við fjölnotaíþróttahús hafnar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á síðasta ári að ráðast í byggingu fjölnota íþróttahúss. Húsið verður byggt á gervigrasvellinum austan við íþróttahúsið að Varmá. Nú eru þær framkvæmdir hafnar með tilheyrandi raski fyrir íþróttaiðkendur, aðstandendur og aðra íbúa er leið eiga um þetta svæði.
Meira ...

Umferðatafir vegna malbikunarframkvæmda á Vesturlandsvegi

22/10/2018Umferðatafir vegna malbikunarframkvæmda á Vesturlandsvegi
Þriðjudaginn 23. október er stefnt að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjavegar. Þrengt verður að umferð og umferðarhraði tekinn niður framhjá vinnusvæðinu. Búast má við einhverjum umferðartöfum. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðhengdu lokunarplani.
Meira ...

Víðtæk truflun á þrýsting á köldu vatni í dalnum og Helgafellshverfi

10/10/2018Víðtæk truflun á þrýsting á köldu vatni í dalnum og Helgafellshverfi
Vegna bilunar í veitukerfi er truflun á þrýstingi kaldavatns í Mosfellsdal og Helgafellslandi. Unnið er að viðgerð. Sérstaka varúð skal sýna í umgengni við heitt vatn úr neysluvatnskrönum s.s. í eldhúsi og á baði þar sem kalt vatn til blöndunar er ekki tiltækt í vatnsleysi. Sérstaklega skal vara börn við þessari hættu og eftir atvikum skrúfa fyrir neysluvatnskrana á hitaveitugrind meðan á kaldavatnsleysi stendur.
Meira ...

Lokað verður fyrir heitt vatn á Reykjahvoli fimmtudaginn 4. október

03/10/2018Lokað verður fyrir heitt vatn á Reykjahvoli fimmtudaginn 4. október
Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar. Lokað verður fyrir heitt vatn á Reykjahvoli fimmtudaginn 4. október 2018 vegna breytinga á stofnæð frá kl:09:00 og fram eftir degi. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira ...

Rafmagnstruflanir á Hraðastaðaveg

21/09/2018Rafmagnstruflanir á Hraðastaðaveg
Rafmagnstruflanir verða á Hraðastaðaveg kl 9-11 föstudaginn 21. september vegna endurtengingar á götuskáp. Nánari upplýsingar um truflun veitir bakvakt Orkuveitu Reykjavíkur í síma 516 6200.
Meira ...

Malbiksframkvæmdir á Reykjavegi austan Hafravatnsvegar

12/09/2018Malbiksframkvæmdir á Reykjavegi austan Hafravatnsvegar
Næstkomandi fimmtudag þann 13.09.2018 frá kl. 09:00 til kl. 17:00 verður unnið við malbiksyfirlögn á Reykjavegi austan Hafravatnsvegar ásamt strætisvagnabiðstöð á móts við Suður Reyki. Framkvæmdin er tvískipt og eru áfangar sýndir á með grænum og fjólubláum lit. Umferð verður stýrt þannig að akstur er stöðvaður í aðra áttina á meðan umferð úr hinni áttinni er hleypt í gegn og öfugt, þannig að götunni er aldrei lokað (sjá mynd). Ofangreindar framkvæmdir eru háðar veðri og geta því dregist en vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðið.
Meira ...

Malbiksyfirlögn á Korpúlfsstaðarvegi

05/09/2018Malbiksyfirlögn á Korpúlfsstaðarvegi
Næstkomandi miðvikudag þann 05.09.2018 frá kl. 09:00 til kl. 17:00 verður unnið við malbiksyfirlögn á Korpúlfsstaðarvegi frá hringtorgi við Vesturlandsveg að brú yfir Úlfarsá. Hjáleið verður um Vesturlandsveg og Víkurveg. Ofangreindar framkvæmdir eru háðar veðri og geta því dregist en vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðið.
Meira ...

Göngustígur austan Skeiðholts - uppfært

31/08/2018Göngustígur austan Skeiðholts - uppfært
Stefnt er á að hefilvinnu verði lokið á göngustíg austan Skeiðholts um miðja næstu viku, í framhaldi verður stígurinn malbikaður og opnað fyrir umferð í vikulok 31.ágúst 2018. Ofangreindar framkvæmdir eru háðar veðri og geta því dregist en vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðið. Vegfarendur eru sérstaklega minntir á að virða hámarkshraða Skeiðholts sem er 30 km/klst.
Meira ...

Síða 3 af 11